Vaxtagreiðslur í sögulegu lágmarki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2018 07:30 Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Vísir/Stefán Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskattstjóra, í septembertölublaði Tíundar sem embættið gefur út. Páll bendir á að um 4,5 prósent teknanna hafi farið í að greiða af fasteignalánum árið 2017, sem var 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið 2016. Þetta hlutfall hafi farið í 6,6 prósent í botni kreppunnar á árunum 2009 og 2010. „Landsmenn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fasteignalánum árið 2017 en þeir gerðu að jafnaði á árunum 1992 til 2002,“ skrifar Páll. Þá hafa skuldir lækkað sem hlutfall af tekjum landsmanna en það stóð í 106 prósentum árið 2017 og lækkaði um 6,6 prósentustig á milli ára. „Staðan hefur gerbreyst frá þeim tíma sem þjóðin glímdi við eftirmála hrunsins en árið 2010 hefði það tekið menn hátt í tvö ár að greiða niður skuldirnar,“ skrifar hann. Þá var hlutfall skulda af tekjum 191 prósent en meðaltal áranna 1992 til 2002 var tæplega 104 prósent.Skuldahlutfallið einnig lágt Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Hækkun eiginfjár er að sögn Páls ekki vegna peninga sem landsmenn hafa lagt til hliðar á reikningum eða í sjóð heldur má rekja bróðurpartinn til hækkunar á fasteignaverði. Um þriðjungur eigna landsmanna var í skuld eða 32,1 prósent. „Það sætir tíðindum að skuldahlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan árið 1992 en þá voru 30,9 prósent eigna landsmanna í skuld,“ skrifar Páll en meðaltal áranna 1992 til 2002 var 36,6 prósent. Hann rekur það að hlutfallið hafi tekið að hækka lítillega upp úr aldamótum en upp úr miðjum fyrsta áratugnum hafi eignaverð hækkað til jafns við skuldirnar og því hafi hlutfallið haldist að mestu stöðugt fram að hruni. Þá hafi það hækkað snarlega þegar eignir féllu í verði en skuldir héldu verðgildi sínu. Árið 2010 stóð hlutfallið í rúmum 54 prósentum. „Síðan hefur skuldahlutfallið lækkað og nú er það sem fyrr segir með því lægsta sem hefur sést.“ Heildareignir landsmanna voru metnar á 5.785 milljarða í árslok 2017 og jukust um 723 milljarða á milli ára, eða sem nemur 14,3 prósentum. Sem áður sagði vó hækkun á íbúðarhúsnæðisverði þyngst í eignaaukningunni. Matsverð fasteigna hækkaði um 597 milljarða á milli ára eða 15,3 prósent og má því rekja um 82,6 prósent eignaaukningarinnar til hækkunar á fasteignum og ein 4,3 prósent til hækkunar á verðmæti bifreiða. Merkir Páll að raunvirði eigna hafi aldrei verið hærra, en það var nú 421 milljarði hærra en það var árið 2007. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskattstjóra, í septembertölublaði Tíundar sem embættið gefur út. Páll bendir á að um 4,5 prósent teknanna hafi farið í að greiða af fasteignalánum árið 2017, sem var 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið 2016. Þetta hlutfall hafi farið í 6,6 prósent í botni kreppunnar á árunum 2009 og 2010. „Landsmenn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fasteignalánum árið 2017 en þeir gerðu að jafnaði á árunum 1992 til 2002,“ skrifar Páll. Þá hafa skuldir lækkað sem hlutfall af tekjum landsmanna en það stóð í 106 prósentum árið 2017 og lækkaði um 6,6 prósentustig á milli ára. „Staðan hefur gerbreyst frá þeim tíma sem þjóðin glímdi við eftirmála hrunsins en árið 2010 hefði það tekið menn hátt í tvö ár að greiða niður skuldirnar,“ skrifar hann. Þá var hlutfall skulda af tekjum 191 prósent en meðaltal áranna 1992 til 2002 var tæplega 104 prósent.Skuldahlutfallið einnig lágt Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Hækkun eiginfjár er að sögn Páls ekki vegna peninga sem landsmenn hafa lagt til hliðar á reikningum eða í sjóð heldur má rekja bróðurpartinn til hækkunar á fasteignaverði. Um þriðjungur eigna landsmanna var í skuld eða 32,1 prósent. „Það sætir tíðindum að skuldahlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan árið 1992 en þá voru 30,9 prósent eigna landsmanna í skuld,“ skrifar Páll en meðaltal áranna 1992 til 2002 var 36,6 prósent. Hann rekur það að hlutfallið hafi tekið að hækka lítillega upp úr aldamótum en upp úr miðjum fyrsta áratugnum hafi eignaverð hækkað til jafns við skuldirnar og því hafi hlutfallið haldist að mestu stöðugt fram að hruni. Þá hafi það hækkað snarlega þegar eignir féllu í verði en skuldir héldu verðgildi sínu. Árið 2010 stóð hlutfallið í rúmum 54 prósentum. „Síðan hefur skuldahlutfallið lækkað og nú er það sem fyrr segir með því lægsta sem hefur sést.“ Heildareignir landsmanna voru metnar á 5.785 milljarða í árslok 2017 og jukust um 723 milljarða á milli ára, eða sem nemur 14,3 prósentum. Sem áður sagði vó hækkun á íbúðarhúsnæðisverði þyngst í eignaaukningunni. Matsverð fasteigna hækkaði um 597 milljarða á milli ára eða 15,3 prósent og má því rekja um 82,6 prósent eignaaukningarinnar til hækkunar á fasteignum og ein 4,3 prósent til hækkunar á verðmæti bifreiða. Merkir Páll að raunvirði eigna hafi aldrei verið hærra, en það var nú 421 milljarði hærra en það var árið 2007.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira