Glöggskyggni Guðrún Vilmundardóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Ég er ekki mannglögg. Í vor var útgáfuboð fyrir dr. Guðmund Eggertsson. Þegar ég hafði lokið embættisskyldum sem útgefandi og bóksali, blandaði ég mér í selskapinn í kringum höfund. Þar var fríðleiksmaður, Guðmundur greinilega gamall kennari hans (ég kann að lesa aðstæður, þó að ég sé ekki mannglögg), sem fólk óskaði til hamingju með nýtt starf. Ég vatt mér í samræðurnar með nokkurri sveiflu: „Og hvert er starfið, sem óskað er til hamingju með?“ Fólk horfði vinsamlega, en með ákveðið vorkunnarblik í auga, á mig. „Umhverfisráðherra,“ svaraði maðurinn vingjarnlega. „Einmitt,“ sagði ég. „Gratúlera.“ Leit svo í kringum mig og velti fyrir mér hverjir af viðstöddum höfundum væru líklegir til að leita sér tafarlaust að öðrum útgefanda. „Ég hef verið erlendis,“ sagði ég. Það var ákveðinn hálfsannleikur. Ég dvaldi í London í febrúar. Fyrir fáeinum árum var ég með vinkonu minni á þeim fræga veitingastað Sirkus. Á þessum tíma vann ég í Borgarleikhúsinu. Þetta var seinnipartinn og ég sótti handa okkur drykki á barinn – þar hitti ég gamlan stjörnuleikara – slíkir leikarar þekkjast langar leiðir – en mig langaði ekki til að ræða leikhúsmál svo ég lét nægja að nikka kumpánlega, og hann á móti. Við vorum greinilega dús. Þegar ég kom aftur til vinkonu minnar sagði hún: „Það fer aldeilis vel á með ykkur.“ Ég útskýrði fyrir henni að leiklistin sameinaði fólk. „Við erum öll á sama báti,“ sagði ég. Eitthvað var einsog hún væri efins um það að við tvö værum sem einn maður og spurði: „Manstu, Gurra mín, hvað þessi gamli kollegi þinn heitir?“ Nei, ekki kom ég því nú fyrir mig. Þá dró hún fram servéttu og penna og skrifaði: Harrison Ford. Ég leit aftur á manninn við barinn. Og sá í hendi mér að ég hefði þekkt hann, hefði hann verið með hattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun
Ég er ekki mannglögg. Í vor var útgáfuboð fyrir dr. Guðmund Eggertsson. Þegar ég hafði lokið embættisskyldum sem útgefandi og bóksali, blandaði ég mér í selskapinn í kringum höfund. Þar var fríðleiksmaður, Guðmundur greinilega gamall kennari hans (ég kann að lesa aðstæður, þó að ég sé ekki mannglögg), sem fólk óskaði til hamingju með nýtt starf. Ég vatt mér í samræðurnar með nokkurri sveiflu: „Og hvert er starfið, sem óskað er til hamingju með?“ Fólk horfði vinsamlega, en með ákveðið vorkunnarblik í auga, á mig. „Umhverfisráðherra,“ svaraði maðurinn vingjarnlega. „Einmitt,“ sagði ég. „Gratúlera.“ Leit svo í kringum mig og velti fyrir mér hverjir af viðstöddum höfundum væru líklegir til að leita sér tafarlaust að öðrum útgefanda. „Ég hef verið erlendis,“ sagði ég. Það var ákveðinn hálfsannleikur. Ég dvaldi í London í febrúar. Fyrir fáeinum árum var ég með vinkonu minni á þeim fræga veitingastað Sirkus. Á þessum tíma vann ég í Borgarleikhúsinu. Þetta var seinnipartinn og ég sótti handa okkur drykki á barinn – þar hitti ég gamlan stjörnuleikara – slíkir leikarar þekkjast langar leiðir – en mig langaði ekki til að ræða leikhúsmál svo ég lét nægja að nikka kumpánlega, og hann á móti. Við vorum greinilega dús. Þegar ég kom aftur til vinkonu minnar sagði hún: „Það fer aldeilis vel á með ykkur.“ Ég útskýrði fyrir henni að leiklistin sameinaði fólk. „Við erum öll á sama báti,“ sagði ég. Eitthvað var einsog hún væri efins um það að við tvö værum sem einn maður og spurði: „Manstu, Gurra mín, hvað þessi gamli kollegi þinn heitir?“ Nei, ekki kom ég því nú fyrir mig. Þá dró hún fram servéttu og penna og skrifaði: Harrison Ford. Ég leit aftur á manninn við barinn. Og sá í hendi mér að ég hefði þekkt hann, hefði hann verið með hattinn.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun