Vilja að framleiðendur bjóði allt rafmagn til sölu í kauphöll Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. október 2018 07:00 Um 27 prósent rafmagns hérlendis koma frá jarðvarma. fréttablaðið/andri marinó Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsaðstæðum. Ef hagstæðara er að selja stórnotendum rafmagn en á almennan markað sé eðlilegt að verð á almennum markaði hækki. Ráðgert sé að koma á fót kauphöll um heildsöluviðskipti á rafmagni. Hún myndi endurspegla framboð og eftirspurn á hverjum tíma. „Heildsöluverð á almennum markaði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir rafmagnið. Sem stendur er Landsvirkjun eini seljandinn sem um munar í heildsöluviðskiptum, en bæta mætti úr því með því að skikka framleiðendur til þess að bjóða allt rafmagn til sölu í kauphöllinni – það sem ekki hefur þegar verið selt stórnotendum. Verðið mundi líklega sveiflast meira en nú, en minni hætta yrði á rafmagnsskorti,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar, Öryggi á almennum markaði með rafmagn. Íslenskir orkuframleiðendur keppa við erlenda rafmagnsframleiðendur um raforkusölu til stórnotenda en almennur markaður býr ekki við erlenda samkeppni.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stórnotendur selji rafmagn Í skýrslunni segir að jafnframt þurfi að íhuga hvort leyfa eigi stórnotendum að selja rafmagn beint inn á almennan markað. Eins og sakir standa banna samningar við orkusala það. „Ef almennur rafmagnsmarkaður líktist öðrum mörkuðum mundi rafmagn hækka í verði þegar útlit væri fyrir skort. Þá gæti borgað sig fyrir stórnotendur að draga heldur úr umsvifum og selja það rafmagn sem þannig sparaðist inn á almennan markað.“ Eins ætti Landsvirkjun að bjóða aftur samninga til lengri tíma en eins árs á heildsölumarkaði, til dæmis til fimm ára. „Þegar samningar á heildsölumarkaði gilda í nokkur ár dregur úr óvissu hjá smásölum og þeir eiga auðveldara með að gera langa samninga við rafmagnsnotendur. Landsvirkjun gæti einnig boðið samninga til mislangs tíma á hverju ári. Slíkir samningar rynnu þá líka út á hverju ári. Þannig mundu fást meiri upplýsingar um verð á raforkumarkaði en nú er völ á,“ segir í skýrslunni. Efla þurfi flutningskerfið. Þannig mætti eyða staðbundnum rafmagnsskorti og offramboði á rafmagni. Þar til rafmagnsflutningar verða greiðari má bregðast við skorti og offramboði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu rafmagnsverði. Heildsöluverð yrði þá lágt þar sem ofgnótt er af rafmagni, sem erfitt er að flytja annað, en hærra þar sem er staðbundinn skortur á rafmagni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til að verð á raforkumarkaði taki mið af markaðsaðstæðum. Ef hagstæðara er að selja stórnotendum rafmagn en á almennan markað sé eðlilegt að verð á almennum markaði hækki. Ráðgert sé að koma á fót kauphöll um heildsöluviðskipti á rafmagni. Hún myndi endurspegla framboð og eftirspurn á hverjum tíma. „Heildsöluverð á almennum markaði mundi endurspegla það verð sem stórnotendur vilja borga fyrir rafmagnið. Sem stendur er Landsvirkjun eini seljandinn sem um munar í heildsöluviðskiptum, en bæta mætti úr því með því að skikka framleiðendur til þess að bjóða allt rafmagn til sölu í kauphöllinni – það sem ekki hefur þegar verið selt stórnotendum. Verðið mundi líklega sveiflast meira en nú, en minni hætta yrði á rafmagnsskorti,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar, Öryggi á almennum markaði með rafmagn. Íslenskir orkuframleiðendur keppa við erlenda rafmagnsframleiðendur um raforkusölu til stórnotenda en almennur markaður býr ekki við erlenda samkeppni.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stórnotendur selji rafmagn Í skýrslunni segir að jafnframt þurfi að íhuga hvort leyfa eigi stórnotendum að selja rafmagn beint inn á almennan markað. Eins og sakir standa banna samningar við orkusala það. „Ef almennur rafmagnsmarkaður líktist öðrum mörkuðum mundi rafmagn hækka í verði þegar útlit væri fyrir skort. Þá gæti borgað sig fyrir stórnotendur að draga heldur úr umsvifum og selja það rafmagn sem þannig sparaðist inn á almennan markað.“ Eins ætti Landsvirkjun að bjóða aftur samninga til lengri tíma en eins árs á heildsölumarkaði, til dæmis til fimm ára. „Þegar samningar á heildsölumarkaði gilda í nokkur ár dregur úr óvissu hjá smásölum og þeir eiga auðveldara með að gera langa samninga við rafmagnsnotendur. Landsvirkjun gæti einnig boðið samninga til mislangs tíma á hverju ári. Slíkir samningar rynnu þá líka út á hverju ári. Þannig mundu fást meiri upplýsingar um verð á raforkumarkaði en nú er völ á,“ segir í skýrslunni. Efla þurfi flutningskerfið. Þannig mætti eyða staðbundnum rafmagnsskorti og offramboði á rafmagni. Þar til rafmagnsflutningar verða greiðari má bregðast við skorti og offramboði á afmörkuðum svæðum með svæðisbundnu rafmagnsverði. Heildsöluverð yrði þá lágt þar sem ofgnótt er af rafmagni, sem erfitt er að flytja annað, en hærra þar sem er staðbundinn skortur á rafmagni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira