Hannes á bekknum er Arsenal skoraði þrjú gegn Qarabag Anton Ingi Leifsson skrifar 4. október 2018 18:15 Skytturnar fagna einu marki sínu í kvöld. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson var á bekknum er Qarabag tapaði 3-0 fyrir Arsenal í annarri umferð E-riðils í Evrópudeildinni. Það voru ekki liðnar nema fjórar mínútur er varnarmaðurinn með langa nafnið, Sokratis Papastathopoulos, kom Arsenal yfir. Þannig stóðu leikar í hálfleik og hinn átján ára gamli, Emile Smith-Rowe, tvöfaldaði forystuna á áttundu mínútu síðari hálfleiks. Úrúgvæinn, Matteo Guendouzi, skoraði þriðja og síðasta markið tíu mínútum fyrir leikslok en Arsenal er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. Qarabag er án stiga á botni riðilsins ásamt Vorskla en þessi lið mætast á heimavelli Qarabag í næstu umferð Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA
Hannes Þór Halldórsson var á bekknum er Qarabag tapaði 3-0 fyrir Arsenal í annarri umferð E-riðils í Evrópudeildinni. Það voru ekki liðnar nema fjórar mínútur er varnarmaðurinn með langa nafnið, Sokratis Papastathopoulos, kom Arsenal yfir. Þannig stóðu leikar í hálfleik og hinn átján ára gamli, Emile Smith-Rowe, tvöfaldaði forystuna á áttundu mínútu síðari hálfleiks. Úrúgvæinn, Matteo Guendouzi, skoraði þriðja og síðasta markið tíu mínútum fyrir leikslok en Arsenal er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. Qarabag er án stiga á botni riðilsins ásamt Vorskla en þessi lið mætast á heimavelli Qarabag í næstu umferð Evrópudeildarinnar.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti