Fjárfestar áhugasamir um kísilverksmiðjuna í Helguvík Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. október 2018 08:00 Starfsemi kísilverksmiðjunnar í Helguvík hefur legið niðri síðan í september á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er komið á þann stað að bankinn getur farið að íhuga að selja. Það er mikill áhugi en á þriðja tug fjárfesta hefur lýst yfir áhuga sem er mjög jákvætt. Ég á von á því að við ýtum söluferlinu í gang innan ekki langs tíma,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sem er dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki tók í febrúar síðastliðnum yfir eignir United Silicon sem rekið hafði verksmiðjuna. Þá var tilkynnt að bankinn hygðist vinna að endurbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Þórður segir að nú fari undirbúningsfasanum við umræddar endurbætur að ljúka. „Það er búið að vinna fyrsta þrepið í umhverfismati þar sem það var skilgreint hvað þyrfti að meta. Við höfum lagt þetta fyrir Skipulagsstofnun og vonumst eftir þeirra viðbrögðum fljótlega.“ Stakkberg hefur unnið að hönnun og skilgreiningu breytinga og úrbóta á verksmiðjunni með Verkís og norska fyrirtækinu Multiconsult sem sérhæfir sig í þungaiðnaði. Nú styttist í að verkið verði boðið út. „Þessu hefur miðað nokkuð vel áfram,“ segir Þórður. Enn á þó eftir að klára breytingar á deiliskipulagi en Stakkberg vinnur að því í samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Það kom í ljós að byggingar voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við höfum fengið tilmæli um að okkur beri að breyta skipulaginu í samræmi við núverandi stöðu. Í því skyni höfum við óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fá ráðgjöf varðandi það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Kjartan segir ljóst að gera þurfi ýmsar úrbætur á verksmiðjunni. „Þeir eru að vinna að því af heilum hug. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál og að hún sé endanleg og rétt.“ Framtíð verksmiðjunnar sé þó umdeild meðal íbúa. „Við höfum fengið ábendingar frá íbúum sem vilja að verksmiðjunni verði lokað. Aðrir segjast geta sætt sig við starfsemina standist verksmiðjan ströngustu skilyrði.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
„Þetta er komið á þann stað að bankinn getur farið að íhuga að selja. Það er mikill áhugi en á þriðja tug fjárfesta hefur lýst yfir áhuga sem er mjög jákvætt. Ég á von á því að við ýtum söluferlinu í gang innan ekki langs tíma,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sem er dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki tók í febrúar síðastliðnum yfir eignir United Silicon sem rekið hafði verksmiðjuna. Þá var tilkynnt að bankinn hygðist vinna að endurbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Þórður segir að nú fari undirbúningsfasanum við umræddar endurbætur að ljúka. „Það er búið að vinna fyrsta þrepið í umhverfismati þar sem það var skilgreint hvað þyrfti að meta. Við höfum lagt þetta fyrir Skipulagsstofnun og vonumst eftir þeirra viðbrögðum fljótlega.“ Stakkberg hefur unnið að hönnun og skilgreiningu breytinga og úrbóta á verksmiðjunni með Verkís og norska fyrirtækinu Multiconsult sem sérhæfir sig í þungaiðnaði. Nú styttist í að verkið verði boðið út. „Þessu hefur miðað nokkuð vel áfram,“ segir Þórður. Enn á þó eftir að klára breytingar á deiliskipulagi en Stakkberg vinnur að því í samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Það kom í ljós að byggingar voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við höfum fengið tilmæli um að okkur beri að breyta skipulaginu í samræmi við núverandi stöðu. Í því skyni höfum við óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fá ráðgjöf varðandi það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Kjartan segir ljóst að gera þurfi ýmsar úrbætur á verksmiðjunni. „Þeir eru að vinna að því af heilum hug. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál og að hún sé endanleg og rétt.“ Framtíð verksmiðjunnar sé þó umdeild meðal íbúa. „Við höfum fengið ábendingar frá íbúum sem vilja að verksmiðjunni verði lokað. Aðrir segjast geta sætt sig við starfsemina standist verksmiðjan ströngustu skilyrði.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira