Barcelona ekki unnið deildarleik í tæpan mánuð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi fagnar.
Messi fagnar. vísir/getty
Lionel Messi skoraði mark Börsunga er liðið gerði 1-1 jafntefli við Valencia er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Valencia komst yfir strax á annarri mínútu leiksins er Ezequiel Garay skoraði eftir hornspyrnu. Ekki óskabyrjunin fyrir spænsku meistarana.

Mark þeirra kom þó ekki úr óvæntri átt. Lionel Messi skoraði á 23. mínútu eftir undirbúning Luis Suarez en Messi var frábær í góðum sigri á Tottenham á vikunni.

Barcelona er því í öðru sæti deildarinnar með 15 stig, jafn mörg stig og Atletico Madrid sem er í þriðja sætinu. Á toppnum er Sevilla með 16 stig.

Það hefur verið vandræði hjá Börsungum í deildinni undanfarnar vikur en liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 15. september. Síðan þá; þrjú jafntefli og eitt tap í deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira