Tónlist

Föstudagsplaylisti Prince Fendi

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Prince Fendi á lagalista vikunnar.
Prince Fendi á lagalista vikunnar. Alexander Húgó
Trap-pop þríeykið Geisha Cartel hefur gefið út hvern smellinn á fætur undanfarið ár og vakið töluverða athygli fyrir, en snemma í sumar kom svo þeirra fyrsta plata út, Illa Meint.



Prince Fendi, listamannsnafn hins 21 árs gamla Jóns Múla, er einn hluti áðurnefnds þríeykis. Hann hefur samhliða Geisha Cartel gefið út töluvert af sólóefni á Soundcloud síðu sinni.



Fyrir viku síðan kom út lagið Ekkert Cap sem hann flytur ásamt Yung Nigo Drippin.  Von er á plötu með rappprinsinum á hrekkjavöku, 31. október.



Lagalistinn fer um víðan völl, frá framúrstefnupoppi til brakandi ferskrar trap-tónlistar með örstuttri viðkomu í skynvillu- og ógeðisrokki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.