„Hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2018 11:30 Karítas Ósk var í viðtali við Sindra Sindrason í síðasta þætti af Fósturbörnum. „Ég er ekki í bandi við þau. Ég er ótrúlega heppin, ég á stjúppabba, ég á fósturforeldra, ég á ótrúlega mikið af vinum og yndislegu fólki,“ segir Karítas Ósk Þorsteinsdóttir. Saga Karítasar var sögð í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Karítas var tekin í fóstur þegar hún var komin vel yfir unglingsaldur og telur að það hafi verið allt of seint. Hún er ekki í neinu sambandi við foreldra sína. „Ég í raun og veru þarf ekki að vera í bandi við þau en innst inni þá býr alltaf hugmyndin um það að eiga mömmu og pabba. Sem barn var ég alltaf að vona að einn daginn myndu foreldrar mínir hætta að vera svona við mig, taka utan um mig og segja að þetta verði allt í lagi. Í raun og veru fer ég í fóstur rosalega seint og ég hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig úr þessum aðstæðum. Svo skildi ég ekki af hverju hún gerði þetta við mig, en ekki hina.“ Karítas efast um að samband sitt við foreldrana muni nokkurn tímann batna.Þetta verður ekki alltaf svona „Þetta hefur alltaf verið svona. Blóðpabbi minn er útlenskur og ég held að það verði aldrei nein samskipti þannig. Það mynduðust aldrei nein tengsl, en vonandi einn daginn.“ Hún hefur ákveðin skilaboð til barna sem eru í sömu stöðu og hún var í. „Þetta verður ekki alltaf svona. Þegar maður er svona ungur þá upplifir maður eins og heimurinn sé bara búinn og þetta verði alltaf svona.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi í þáttunum Fósturbörn. Hann heyrir sögur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Hann kynnist líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyri lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri. Fósturbörn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Ég er ekki í bandi við þau. Ég er ótrúlega heppin, ég á stjúppabba, ég á fósturforeldra, ég á ótrúlega mikið af vinum og yndislegu fólki,“ segir Karítas Ósk Þorsteinsdóttir. Saga Karítasar var sögð í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Karítas var tekin í fóstur þegar hún var komin vel yfir unglingsaldur og telur að það hafi verið allt of seint. Hún er ekki í neinu sambandi við foreldra sína. „Ég í raun og veru þarf ekki að vera í bandi við þau en innst inni þá býr alltaf hugmyndin um það að eiga mömmu og pabba. Sem barn var ég alltaf að vona að einn daginn myndu foreldrar mínir hætta að vera svona við mig, taka utan um mig og segja að þetta verði allt í lagi. Í raun og veru fer ég í fóstur rosalega seint og ég hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig úr þessum aðstæðum. Svo skildi ég ekki af hverju hún gerði þetta við mig, en ekki hina.“ Karítas efast um að samband sitt við foreldrana muni nokkurn tímann batna.Þetta verður ekki alltaf svona „Þetta hefur alltaf verið svona. Blóðpabbi minn er útlenskur og ég held að það verði aldrei nein samskipti þannig. Það mynduðust aldrei nein tengsl, en vonandi einn daginn.“ Hún hefur ákveðin skilaboð til barna sem eru í sömu stöðu og hún var í. „Þetta verður ekki alltaf svona. Þegar maður er svona ungur þá upplifir maður eins og heimurinn sé bara búinn og þetta verði alltaf svona.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi í þáttunum Fósturbörn. Hann heyrir sögur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Hann kynnist líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyri lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri.
Fósturbörn Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira