Bieber sagður hafa neitað að gera kaupmála við Baldwin því skilnaður komi ekki til greina Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 20. september 2018 21:29 Hailey Baldwin og Justin Bieber. Vísir/Getty Erlendir miðlar hafa verið duglegir við að færa lesendum sínum fregnir af sambandi tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin.Í síðustu viku hélt bandaríska fréttasíðan TMZ því fram að parið hefði farið í dómshús í New York í Bandaríkjunum til að verða sér úti um hjúskaparvottorð. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin. Bróðir hans, leikarinn Alec Baldwin, tjáði fjölmiðlum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudag að parið hefði rokið af stað og gengið í hjónaband „án þess að hlusta á neinn.“Bieber og Baldwin eru sögð afar ástfangin.Vísir/GettyÁ vef tímaritsins People var fullyrt að þau hefðu gengið í hjónaband en Hailey birti tíst þar sem hún sagðist vera meðvituð um orðróm þess efnis en sagði þau ekki hafa látið pússa sig saman, að svo stöddu. Hún eyddi síðar meir tístinu. Hvað sem er satt í þessu þá heldur US Weekly því fram að þau hafi fengið hjúskaparvottorð en ástæðan fyrir því að þau segjast ekki vera gengin í hjónaband er sögð sú að enn eigi eftir að staðfesta það fyrir framan guð við trúarlega athöfn.Baldwin og Bieber á góðri stundu.Vísir/GettyÞá er því einnig haldið fram að á vef US Magazine að parið hefði ekki gengið frá kaupmála áður en þau fengu hjúskaparvottorðið. Auðæfi Biebers eru metin á 265 milljónir dollara, eða því sem nemur um 29 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Er hann jafnframt sagður hafa þénað 85 milljónir dollara á árinu 2017, sem eru um 9 milljarðar íslenskra króna. Eru auðæfi Baldwins metin á tvær milljónir dollara, eða því sem nemur um 219 milljónir króna, og því hvorugt þeirra á flæðiskeri statt.Bandaríska slúðurblaðið In Touch Weekly hefur eftir heimildarmanni sínum að Bieber hafi ekki kært sig um kaupmála. Bieber hafi þá trú að hjónaband eigi að vara að eilífu og skilnaður komi ekki til greina. Hollywood Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Sjá meira
Erlendir miðlar hafa verið duglegir við að færa lesendum sínum fregnir af sambandi tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin.Í síðustu viku hélt bandaríska fréttasíðan TMZ því fram að parið hefði farið í dómshús í New York í Bandaríkjunum til að verða sér úti um hjúskaparvottorð. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin. Bróðir hans, leikarinn Alec Baldwin, tjáði fjölmiðlum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudag að parið hefði rokið af stað og gengið í hjónaband „án þess að hlusta á neinn.“Bieber og Baldwin eru sögð afar ástfangin.Vísir/GettyÁ vef tímaritsins People var fullyrt að þau hefðu gengið í hjónaband en Hailey birti tíst þar sem hún sagðist vera meðvituð um orðróm þess efnis en sagði þau ekki hafa látið pússa sig saman, að svo stöddu. Hún eyddi síðar meir tístinu. Hvað sem er satt í þessu þá heldur US Weekly því fram að þau hafi fengið hjúskaparvottorð en ástæðan fyrir því að þau segjast ekki vera gengin í hjónaband er sögð sú að enn eigi eftir að staðfesta það fyrir framan guð við trúarlega athöfn.Baldwin og Bieber á góðri stundu.Vísir/GettyÞá er því einnig haldið fram að á vef US Magazine að parið hefði ekki gengið frá kaupmála áður en þau fengu hjúskaparvottorðið. Auðæfi Biebers eru metin á 265 milljónir dollara, eða því sem nemur um 29 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Er hann jafnframt sagður hafa þénað 85 milljónir dollara á árinu 2017, sem eru um 9 milljarðar íslenskra króna. Eru auðæfi Baldwins metin á tvær milljónir dollara, eða því sem nemur um 219 milljónir króna, og því hvorugt þeirra á flæðiskeri statt.Bandaríska slúðurblaðið In Touch Weekly hefur eftir heimildarmanni sínum að Bieber hafi ekki kært sig um kaupmála. Bieber hafi þá trú að hjónaband eigi að vara að eilífu og skilnaður komi ekki til greina.
Hollywood Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Sjá meira