Markaðssetning á Þorlákshöfn geti lækkað vöruverð Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 09:45 Þingmennirnir benda á að sigling til Þorlákshafnar stytti siglingaleiðina til Evrópu um næstum sólarhring. Vísir Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja skipa starfshóp með það fyrir augum að styrkja höfnina í Þorlákshöfn. Að þeirra mati sé mikilvægt að stuðla að innviðauppbyggingu við höfnina auk þess sem ráðast verði í markaðssetningu fyrir höfnina, bæði innanlands og utan. Með auknum vöruflutningum um höfnina megi stytta siglingaleiðina til Evrópu um 16 klukkustundir, sem skili sér bæði í minna kolefnisfótspori og lægra vöruverði til neytenda. Flutningsmennirnir fimm, þau Ásmundur Friðriksson, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Njörður Sigurðsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason, vísa máli sínu til stuðnings í reynslu færeyska félagsins Smyril Line Cargo sem hóf vöruflutninga með ferjunni Mykines til Þorlákshafnar í fyrra. Þau segja reynslu af flutningunum hafa verið langt umfram vætingar. „Með tilkomu þessarar siglingaleiðar hafa farmgjöld til og frá landinu lækkað flutningskostnað einstaklinga og fyrirtækja um 40% en það er helsta ástæðan fyrir þeirri velgengni sem Þorlákshöfn og Smyril Line Cargo hafa notið,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Vegna legu Þorlákshafnar og 16 klukkustunda styttri siglingatíma þangað en til Faxaflóahafna sé hægt að notast við eitt skip í vikulegum siglingum milli Íslands og meginlands Evrópu.Siglingin inn í höfnin getur þó verið varasöm, að sögn þingmannanna. Því sé mikilvægt að bæta öryggi hafnarinnar.Vísir„Ferskar sjávarafurðir og eldisfiskur sem fara vikulega með Mykinesi á föstudegi eru komnar til sölu á mörkuðum síðdegis á mánudegi í vestanverðri Evrópu en á þriðjudagsmorgni á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þessi nýja siglingaleið er styttri en aðrar og flutningsgjöld því lægri um sem nemur 40%. Það ætti að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði á Íslandi og gera útflutningsgreinar samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum,“ segja flutningsmennirnir. Þar að auki sé höfnin skammt frá markaðssvæði þar sem meirihluti íslensku þjóðarinnar býr og starfar. Auk nálægðar við stærsta markaðinn eru „helstu náttúru- og ferðamannaperlur landsins í innan við 2 til 3 klukkustunda akstri frá höfninni í Þorlákshöfn.“ Áður en aukinni skipaumferð verður beint um höfnina segja flutningsmennirnir að mikilvægt sé að lagfæra aðstæður við höfnina. Innsiglingin geti oft verið varasöm og því nauðsynlegt að bæta öryggi hafnarinnar og sjófarenda. Þar að auki sé tollsvæðið sem höfnin reisti í upphafi fyrir innflutning „löngu sprungið.“ Því er það mat flutningsmannanna að réttast sé að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn svo að höfnin geti enn frekar vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þingsályktunartillögu þingmannanna má nálgast hér. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46 Mest lesið Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Sjá meira
Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja skipa starfshóp með það fyrir augum að styrkja höfnina í Þorlákshöfn. Að þeirra mati sé mikilvægt að stuðla að innviðauppbyggingu við höfnina auk þess sem ráðast verði í markaðssetningu fyrir höfnina, bæði innanlands og utan. Með auknum vöruflutningum um höfnina megi stytta siglingaleiðina til Evrópu um 16 klukkustundir, sem skili sér bæði í minna kolefnisfótspori og lægra vöruverði til neytenda. Flutningsmennirnir fimm, þau Ásmundur Friðriksson, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Njörður Sigurðsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason, vísa máli sínu til stuðnings í reynslu færeyska félagsins Smyril Line Cargo sem hóf vöruflutninga með ferjunni Mykines til Þorlákshafnar í fyrra. Þau segja reynslu af flutningunum hafa verið langt umfram vætingar. „Með tilkomu þessarar siglingaleiðar hafa farmgjöld til og frá landinu lækkað flutningskostnað einstaklinga og fyrirtækja um 40% en það er helsta ástæðan fyrir þeirri velgengni sem Þorlákshöfn og Smyril Line Cargo hafa notið,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Vegna legu Þorlákshafnar og 16 klukkustunda styttri siglingatíma þangað en til Faxaflóahafna sé hægt að notast við eitt skip í vikulegum siglingum milli Íslands og meginlands Evrópu.Siglingin inn í höfnin getur þó verið varasöm, að sögn þingmannanna. Því sé mikilvægt að bæta öryggi hafnarinnar.Vísir„Ferskar sjávarafurðir og eldisfiskur sem fara vikulega með Mykinesi á föstudegi eru komnar til sölu á mörkuðum síðdegis á mánudegi í vestanverðri Evrópu en á þriðjudagsmorgni á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þessi nýja siglingaleið er styttri en aðrar og flutningsgjöld því lægri um sem nemur 40%. Það ætti að hafa áhrif til lækkunar á vöruverði á Íslandi og gera útflutningsgreinar samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum,“ segja flutningsmennirnir. Þar að auki sé höfnin skammt frá markaðssvæði þar sem meirihluti íslensku þjóðarinnar býr og starfar. Auk nálægðar við stærsta markaðinn eru „helstu náttúru- og ferðamannaperlur landsins í innan við 2 til 3 klukkustunda akstri frá höfninni í Þorlákshöfn.“ Áður en aukinni skipaumferð verður beint um höfnina segja flutningsmennirnir að mikilvægt sé að lagfæra aðstæður við höfnina. Innsiglingin geti oft verið varasöm og því nauðsynlegt að bæta öryggi hafnarinnar og sjófarenda. Þar að auki sé tollsvæðið sem höfnin reisti í upphafi fyrir innflutning „löngu sprungið.“ Því er það mat flutningsmannanna að réttast sé að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að móta stefnu um hvernig standa megi að innviðauppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn svo að höfnin geti enn frekar vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þingsályktunartillögu þingmannanna má nálgast hér.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46 Mest lesið Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Sjá meira
Vilja gera Þorlákshöfn að stórskipahöfn Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar geti hlupið á átta til ellefu milljörðum króna. 11. september 2015 09:46