Var komin í landsliðið en sleit krossband í þriðja sinn Anton Ingi Leifsson skrifar 23. september 2018 07:00 Telma er hún spilaði með Breiðablik. vísir/ernir Telma Hjaltalín Þrastardóttir, framherji Stjörnunnar, varð fyrir því óláni að slíta krossband í þriðja skiptið á þremur árum. Telma meiddist í leik Stjörnunnar gegn FH í Kaplakrika á dögunum en Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur í leiknum eftir að hafa lent undir. Hún staðfesti svo á Instagram-síðu sinni í dag að hún væri með slitið krossband í þriðja skiptið og segir það mikið áfall. „Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki,” skrifaði Telma. Hún átti afar gott tímabil með Stjörnunni. Hún skoraði átta mörk í tíu leikjum og var komin í landsliðshópinn, svo góð var frammistaðan en nú er hún komin á byrjunarreit á ný. „Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit,” en færslu hennar í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram Það er svo hrikalega stutt á milli hláturs og gráturs. Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki. Þetta er svo ótrúlega svekkjandi að ég á varla orð til þess að lýsa því hvernig mér líður, er gjörsamlega miður mín. Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit. Það er ólýsanlega sárt að sjá alla vinnuna seinustu ár, þolinmæðina og skynsemina renna niður vaskinn. Sárt að hugsa út í það að þetta gæti verið seinasta sumarið þar sem ég sparka í bolta. En ég held í vonina að það sé eitthvað eftir af styrknum til að koma mér í gegnum þetta ferli aftur. Takk allir fyrir skilaboðin, þið eruð yndisleg A post shared by Telma Hjaltalín (@telmahjaltalin) on Sep 22, 2018 at 10:53am PDT Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Telma Hjaltalín Þrastardóttir, framherji Stjörnunnar, varð fyrir því óláni að slíta krossband í þriðja skiptið á þremur árum. Telma meiddist í leik Stjörnunnar gegn FH í Kaplakrika á dögunum en Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur í leiknum eftir að hafa lent undir. Hún staðfesti svo á Instagram-síðu sinni í dag að hún væri með slitið krossband í þriðja skiptið og segir það mikið áfall. „Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki,” skrifaði Telma. Hún átti afar gott tímabil með Stjörnunni. Hún skoraði átta mörk í tíu leikjum og var komin í landsliðshópinn, svo góð var frammistaðan en nú er hún komin á byrjunarreit á ný. „Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit,” en færslu hennar í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram Það er svo hrikalega stutt á milli hláturs og gráturs. Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki. Þetta er svo ótrúlega svekkjandi að ég á varla orð til þess að lýsa því hvernig mér líður, er gjörsamlega miður mín. Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit. Það er ólýsanlega sárt að sjá alla vinnuna seinustu ár, þolinmæðina og skynsemina renna niður vaskinn. Sárt að hugsa út í það að þetta gæti verið seinasta sumarið þar sem ég sparka í bolta. En ég held í vonina að það sé eitthvað eftir af styrknum til að koma mér í gegnum þetta ferli aftur. Takk allir fyrir skilaboðin, þið eruð yndisleg A post shared by Telma Hjaltalín (@telmahjaltalin) on Sep 22, 2018 at 10:53am PDT
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira