Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 2-5 | Gunnar Heiðar kvaddi með þrennu Smári Jökull Jónsson á Grindavíkurvelli skrifar 29. september 2018 16:45 Gunnar Heiðar skoraði þrjú í dag. vísir/ernir ÍBV vann stórsigur á Grindavík á heimavelli Suðurnesjamanna í dag en lokatölur urðu 5-2. Gunnar Heiðar Þorvaldsson endaði ferilinn með þrennu en hann hefur gefið það út að hann ætli að leggja skóna á hilluna. Leikurinn byrjaði afar fjörlega. Aron Jóhannsson kom heimamönnum yfir strax á 4.mínútu með glæsilegu skoti en Gunnar Heiðar jafnaði tveimur mínútum síðar og kom síðan ÍBV yfir á 10.mínútu eftir skelfileg mistök í vörn Grindavíkur. Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleiknum og héldu áfram þeirri góðu spilamennsku sem þeir hafa sýnt undanfarið. Grindvíkingar áttu erfitt með að finna taktinn og virtust lítinn áhuga hafa á verkefninu. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði síðan Sitó fyrir heimamenn en hann hafði komið inn af bekknum í fyrri hálfleik eftir að Sam Hewson meiddist. Eftir þetta hresstus heimamenn aðeins og Sitó gerði sig líklega í nokkur skipti. Það var hins vegar Jonathan Ian Franks sem kom Eyjamönnum í 3-2 með góðu marki eftir fyrirgjöf frá Róberti Aroni Eysteinssyni og eftir það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda. Eyjamenn bættu við tveimur mörkum og Gunnar Heiðar fullkomnaði þrennuna með marki undir lokin. Eyjamenn lyftu sér upp í 6.sætið með sigrinum eftir góða sigra að undanförnu. Grindvíkingar enda Pepsi-deildina hins vegar í 10.sæti sem verða að teljast vonbrigði fyrir þá.Af hverju vann ÍBV?Þeir voru einfaldlega betri í dag en Grindvíkingar og höfðu meiri áhuga á að vinna leikinn. Þeir léku vel og ógnuðu marki heimamanna hvað eftir annað. Þegar þú ert svo með framherja eins og Gunnar Heiðar þá veistu að þú ert að fara að skora í einhverju af þessum færum. Grindvíkingar virkuðu áhugalausir og einbeitingin víðsfjarri. Þeir hafa verið slakir í seinni umferðinni og náð í lítið af stigum. Eftir að Óli Stefán tilkynnti síðan að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins hafa þeir lagt árar í bát og það sást í dag.Þessir stóðu upp úr:Gunnar Heiðar var frábær, skoraði þrjú mörk og átti stóran þátt í því fjórða með sendingu sem splundraði vörn Grindavíkur. Kaj Leo var öflugur sömuleiðis og þá var Atli Arnarson frábær á miðjunni. Hjá Grindavík var fátt um fína drætti og helst Sitó sem hægt er að nefna sem leikmann sem stóð upp úr hjá heimamönnum. Maciej Majewski fékk á sig fimm mörk í markinu en bjargaði einnig í nokkur skipti ágætlega.Hvað gekk illa?Það gekk margt illa hjá heimamönnum. Varnarleikur þeirra var ekki til útflutnings og þeir voru á eftir ÍBV í öllum aðgerðum sínum. Sóknarleikurinn var þungur og þó svo að þeir hafi skorað tvö mörk var það ekki eftir einhverjar glæsisóknir.Hvað gerist næst?Pepsi-deildinni er lokið í ár og nú verður forvitnilegt að sjá hverjir taka við þjálfun þessara liða því bæði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV og Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur halda á önnur mið. Óli Stefán vildi ekkert segja um sína framtíð: Algjört aukaatriði núnaÓli Stefán vildi engu svara um sína framtíð.vísir/ernir„Þetta er kannski svolítið takturinn í liðinu síðustu 5-6 vikurnar. Það er búið að vera ótrúlega erfitt og ég var að vona að við myndum finna gleðina og taktinn því við lögðum vikuna þannig upp, styttum æfingar og höfðu þær snarpari. Því miður skilaði það sér ekki og við vorum og höfum verið hálf loftlausir,“ sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 5-2 tap gegn ÍBV í dag en þetta var síðasti leikur hans með Grindavíkurliðið. Grindavík endar tímabilið í 10.sæti eftir að hafa verið á toppnum snemma í mótinu. „Afskaplega svekkjandi og lélegt hjá okkur. Við vorum komnir í ágætis stöðu og höldum ekki takti. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða fyrst og síðast því þetta er svipað og gerðist í fyrra í seinni umferðinni,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það gæti haft áhrif á liðið að tilkynnt var fyrir skömmu að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins. „Svo má velta því fyrir sér hvort þessi stormur í kringum mín mál og óvissan með framhaldið hafi haft eitthvað að segja. Auðvitað tek ég það á sjálfan mig, þetta er mér að kenna og ég bið fólkið og félagið afsökunar á því. Við eigum samt að geta gert betur.“ Grindavík náði fínum árangri í fyrra en missti markahrókinn Andra Rúnar Bjarnason eins og mikið var rætt um fyrir tímabil. „Við hefðum þurft að hafa hópinn breiðari, við missum leikmenn úr kjarnanum síðan í fyrra og einnig eftir gluggann í ár. Við vorum að spila mikið á sama mannskapnum og lítið hægt að dreifa álaginu. Það þarf að stuða hópinn og vera á tánum.“ „Þegar maður hallar sér aftur og er búinn að svekkja sig á úrslitum síðustu vikna, búinn að knúsa strákana og gera þá ballklára þá þurfum við að horfa í það að við erum áfram í Pepsi-deild og það er eitthvað til að byggja á. Það er augljóst að það þarf eitthvað ferkst og nýjar áherslur. Tímasetningin á þessum breytingum er góð, það sést langar leiðir,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það væru tækifæri til staðar í Grindavík að byggja á. „Menn þurfa að vanda til verka og staðsetja liðið og hvað á að gera í framhaldinu. Það er tækifæri á því hér í Grindavík. Það þarf að taka þessa góðu hluti sem við höfum gert, alveg frá stjórn, stuðningsmönnum og að þjálfun hjá strákunum og halda áfram að byggja í kringum það.“ Óli Stefán hefur mikið verið orðaður við KA undanfarið og einhverjir gengið svo langt að segja að ráðning hans þar sé svo gott sem frágengin. „Þetta er algjört aukaatriði núna. Ég get ekki farið að tala um mína framtíð strax eftir að strákarnir liggja svona. Við þurfum á hvor öðrum að halda núna og ég lít svo á að mínu verki hér sé ekki lokið af því að við þurfum að hjálpa hverjum öðrum á fætur.“ „Við þurfum að taka utan um hvern annan og finna gleðina. Þetta eru miklir keppnismenn og þeir hafa gert allt sem hefur verið beðið um og það hefur ekki virkað. Ég veit að þeir liggja í sárum núna og það er meiri einbeiting á því núna áður en mín framtíð liggur fyrir, það er algjört aukaatriði núna,“ sagði Óli Stefán að lokum. Kristján: Að vinna Diet-Pepsi er mjög gott fyrir okkurKristján verður ekki áfram stjórinn í Eyjum.vísir/ernir„Við erum mjög ánægðir með þennan leik að vinna hann 5-2. Það er svo auðvelt að spila illa í seinustu umferðinni þegar menn halda að ekki sé að neinu að spila. Það var svo sannarlega að einhverju að keppa í dag og ná 6.sætinu. Að vinna Diet-Pepsi er mjög gott fyrir okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir sigurinn í Grindavík í dag. „Eftir mjög erfitt undirbúningstímabil þar sem við komumst ekki upp á land að spila æfingaleiki, fengum leikmenn sem við voru að prufa einfætta og þrífætta og allt þar á milli þá er það að ná 6.sætinu og tapa einungis þremur leikjum í seinni umferð mjög gott. Strákarnir hafa sýnt karakter þegar við höfum fengið á kjaftinn og alltaf komið til baka. Í raun kemur mér þessi frammistaða ekki á óvart og á ekki að koma mér á óvart,“ bætti Kristján við. Kristján er að láta af störfum sem þjálfari ÍBV eftir tveggja ára veru í Eyjum. „Ástæðan fyrir því að ég segi upp og tek ekki þriðja árið er einmitt þessi staða á leikmönnunum. Ég er búinn að búa til góðan grunn og gott lið og það verður mjög auðvelt fyrir næsta þjálfara að koma inn í starfið. Við erum að undirbúa Eyjastráka sem koma inn í liðið í dag og það var eins og þeir væru búnir að spila 20 Pepsi-deildar leiki. Það gaf mér mjög mikið að sjá liðið í dag,“ en Eyjaliðið hefur komið ungum leikmönnum inn í liðið í sumar. „Ég geng mjög sáttur frá borði, annars hefði ég ekki hætt. Allt sem ég var beðinn um, það sem var í samningnum og það sem var rætt um þegar ég kom til Eyja, ég er búinn að skila því og ég er búinn að haka í öll boxin í samningnum. Ég hugsaði hvort ég ætti að vera áfram eða leyfa næsta manni að njóta ávaxtanna og ég ákvað að gera það.“ Kristján sagði að ákvörðunin hefði ekki verið auðveld. „Það var erfitt að taka ákvörðun en ég setti upp rök með og á móti. Auðvitað fær maður bakþanka þegar maður sér strákana standa sig eins og þeir gerðu í dag. Þá get ég samt hugsað að þetta sé ástæðan fyrir því að ég sagði stopp, þeir eru tilbúnir, næsti maður inn og haldið áfram góðu starfi í Eyjum. Það er búið að vera frábært að vinna fyrir Eyjafólkið.“ Næst á dagskrá er að næla sér í þjálfaragráðu en hann vildi lítið gefa upp um sína framtíð. „Ég er að fara UEFA-Pro til Noregs núna með Óla Stefáni. Með því að taka þá ákvörðun er ég búinn að taka þá ákvörðun að þjálfa eitthvað áfram. Ég er að skoða mín mál varðandi hvað ég geri. Það er ekkert ákveðið en ég veit hvað ég vil gera.“ „Það má eiginlega segja að það séu engar viðræður í gangi, ég hef ekki hleypt því að. Ég ákvað það á mánudagskvöld eftir mikla yfirlegu að halda ekki áfram og ég er sáttur með þetta,“ sagði Kristján áður en Kristján var truflaður af Eyþóri Orra Ómarssyni, yngsta leikmanni efstu deildar frá upphafi, sem mætti inn í viðtalið með tónlist í fullum botni. „Ég er að segja það, við erum búnir að búa til svo geggjaða gæja. Sjá þessa gæja sem koma hér inn í Pepsi-deildina eins og að drekka vatn, við erum búnir að undrbúa þá og þeir eru klárir,“ sagði Kristján hlæjandi að lokum. Pepsi Max-deild karla
ÍBV vann stórsigur á Grindavík á heimavelli Suðurnesjamanna í dag en lokatölur urðu 5-2. Gunnar Heiðar Þorvaldsson endaði ferilinn með þrennu en hann hefur gefið það út að hann ætli að leggja skóna á hilluna. Leikurinn byrjaði afar fjörlega. Aron Jóhannsson kom heimamönnum yfir strax á 4.mínútu með glæsilegu skoti en Gunnar Heiðar jafnaði tveimur mínútum síðar og kom síðan ÍBV yfir á 10.mínútu eftir skelfileg mistök í vörn Grindavíkur. Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleiknum og héldu áfram þeirri góðu spilamennsku sem þeir hafa sýnt undanfarið. Grindvíkingar áttu erfitt með að finna taktinn og virtust lítinn áhuga hafa á verkefninu. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði síðan Sitó fyrir heimamenn en hann hafði komið inn af bekknum í fyrri hálfleik eftir að Sam Hewson meiddist. Eftir þetta hresstus heimamenn aðeins og Sitó gerði sig líklega í nokkur skipti. Það var hins vegar Jonathan Ian Franks sem kom Eyjamönnum í 3-2 með góðu marki eftir fyrirgjöf frá Róberti Aroni Eysteinssyni og eftir það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda. Eyjamenn bættu við tveimur mörkum og Gunnar Heiðar fullkomnaði þrennuna með marki undir lokin. Eyjamenn lyftu sér upp í 6.sætið með sigrinum eftir góða sigra að undanförnu. Grindvíkingar enda Pepsi-deildina hins vegar í 10.sæti sem verða að teljast vonbrigði fyrir þá.Af hverju vann ÍBV?Þeir voru einfaldlega betri í dag en Grindvíkingar og höfðu meiri áhuga á að vinna leikinn. Þeir léku vel og ógnuðu marki heimamanna hvað eftir annað. Þegar þú ert svo með framherja eins og Gunnar Heiðar þá veistu að þú ert að fara að skora í einhverju af þessum færum. Grindvíkingar virkuðu áhugalausir og einbeitingin víðsfjarri. Þeir hafa verið slakir í seinni umferðinni og náð í lítið af stigum. Eftir að Óli Stefán tilkynnti síðan að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins hafa þeir lagt árar í bát og það sást í dag.Þessir stóðu upp úr:Gunnar Heiðar var frábær, skoraði þrjú mörk og átti stóran þátt í því fjórða með sendingu sem splundraði vörn Grindavíkur. Kaj Leo var öflugur sömuleiðis og þá var Atli Arnarson frábær á miðjunni. Hjá Grindavík var fátt um fína drætti og helst Sitó sem hægt er að nefna sem leikmann sem stóð upp úr hjá heimamönnum. Maciej Majewski fékk á sig fimm mörk í markinu en bjargaði einnig í nokkur skipti ágætlega.Hvað gekk illa?Það gekk margt illa hjá heimamönnum. Varnarleikur þeirra var ekki til útflutnings og þeir voru á eftir ÍBV í öllum aðgerðum sínum. Sóknarleikurinn var þungur og þó svo að þeir hafi skorað tvö mörk var það ekki eftir einhverjar glæsisóknir.Hvað gerist næst?Pepsi-deildinni er lokið í ár og nú verður forvitnilegt að sjá hverjir taka við þjálfun þessara liða því bæði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV og Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur halda á önnur mið. Óli Stefán vildi ekkert segja um sína framtíð: Algjört aukaatriði núnaÓli Stefán vildi engu svara um sína framtíð.vísir/ernir„Þetta er kannski svolítið takturinn í liðinu síðustu 5-6 vikurnar. Það er búið að vera ótrúlega erfitt og ég var að vona að við myndum finna gleðina og taktinn því við lögðum vikuna þannig upp, styttum æfingar og höfðu þær snarpari. Því miður skilaði það sér ekki og við vorum og höfum verið hálf loftlausir,“ sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 5-2 tap gegn ÍBV í dag en þetta var síðasti leikur hans með Grindavíkurliðið. Grindavík endar tímabilið í 10.sæti eftir að hafa verið á toppnum snemma í mótinu. „Afskaplega svekkjandi og lélegt hjá okkur. Við vorum komnir í ágætis stöðu og höldum ekki takti. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða fyrst og síðast því þetta er svipað og gerðist í fyrra í seinni umferðinni,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það gæti haft áhrif á liðið að tilkynnt var fyrir skömmu að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins. „Svo má velta því fyrir sér hvort þessi stormur í kringum mín mál og óvissan með framhaldið hafi haft eitthvað að segja. Auðvitað tek ég það á sjálfan mig, þetta er mér að kenna og ég bið fólkið og félagið afsökunar á því. Við eigum samt að geta gert betur.“ Grindavík náði fínum árangri í fyrra en missti markahrókinn Andra Rúnar Bjarnason eins og mikið var rætt um fyrir tímabil. „Við hefðum þurft að hafa hópinn breiðari, við missum leikmenn úr kjarnanum síðan í fyrra og einnig eftir gluggann í ár. Við vorum að spila mikið á sama mannskapnum og lítið hægt að dreifa álaginu. Það þarf að stuða hópinn og vera á tánum.“ „Þegar maður hallar sér aftur og er búinn að svekkja sig á úrslitum síðustu vikna, búinn að knúsa strákana og gera þá ballklára þá þurfum við að horfa í það að við erum áfram í Pepsi-deild og það er eitthvað til að byggja á. Það er augljóst að það þarf eitthvað ferkst og nýjar áherslur. Tímasetningin á þessum breytingum er góð, það sést langar leiðir,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það væru tækifæri til staðar í Grindavík að byggja á. „Menn þurfa að vanda til verka og staðsetja liðið og hvað á að gera í framhaldinu. Það er tækifæri á því hér í Grindavík. Það þarf að taka þessa góðu hluti sem við höfum gert, alveg frá stjórn, stuðningsmönnum og að þjálfun hjá strákunum og halda áfram að byggja í kringum það.“ Óli Stefán hefur mikið verið orðaður við KA undanfarið og einhverjir gengið svo langt að segja að ráðning hans þar sé svo gott sem frágengin. „Þetta er algjört aukaatriði núna. Ég get ekki farið að tala um mína framtíð strax eftir að strákarnir liggja svona. Við þurfum á hvor öðrum að halda núna og ég lít svo á að mínu verki hér sé ekki lokið af því að við þurfum að hjálpa hverjum öðrum á fætur.“ „Við þurfum að taka utan um hvern annan og finna gleðina. Þetta eru miklir keppnismenn og þeir hafa gert allt sem hefur verið beðið um og það hefur ekki virkað. Ég veit að þeir liggja í sárum núna og það er meiri einbeiting á því núna áður en mín framtíð liggur fyrir, það er algjört aukaatriði núna,“ sagði Óli Stefán að lokum. Kristján: Að vinna Diet-Pepsi er mjög gott fyrir okkurKristján verður ekki áfram stjórinn í Eyjum.vísir/ernir„Við erum mjög ánægðir með þennan leik að vinna hann 5-2. Það er svo auðvelt að spila illa í seinustu umferðinni þegar menn halda að ekki sé að neinu að spila. Það var svo sannarlega að einhverju að keppa í dag og ná 6.sætinu. Að vinna Diet-Pepsi er mjög gott fyrir okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir sigurinn í Grindavík í dag. „Eftir mjög erfitt undirbúningstímabil þar sem við komumst ekki upp á land að spila æfingaleiki, fengum leikmenn sem við voru að prufa einfætta og þrífætta og allt þar á milli þá er það að ná 6.sætinu og tapa einungis þremur leikjum í seinni umferð mjög gott. Strákarnir hafa sýnt karakter þegar við höfum fengið á kjaftinn og alltaf komið til baka. Í raun kemur mér þessi frammistaða ekki á óvart og á ekki að koma mér á óvart,“ bætti Kristján við. Kristján er að láta af störfum sem þjálfari ÍBV eftir tveggja ára veru í Eyjum. „Ástæðan fyrir því að ég segi upp og tek ekki þriðja árið er einmitt þessi staða á leikmönnunum. Ég er búinn að búa til góðan grunn og gott lið og það verður mjög auðvelt fyrir næsta þjálfara að koma inn í starfið. Við erum að undirbúa Eyjastráka sem koma inn í liðið í dag og það var eins og þeir væru búnir að spila 20 Pepsi-deildar leiki. Það gaf mér mjög mikið að sjá liðið í dag,“ en Eyjaliðið hefur komið ungum leikmönnum inn í liðið í sumar. „Ég geng mjög sáttur frá borði, annars hefði ég ekki hætt. Allt sem ég var beðinn um, það sem var í samningnum og það sem var rætt um þegar ég kom til Eyja, ég er búinn að skila því og ég er búinn að haka í öll boxin í samningnum. Ég hugsaði hvort ég ætti að vera áfram eða leyfa næsta manni að njóta ávaxtanna og ég ákvað að gera það.“ Kristján sagði að ákvörðunin hefði ekki verið auðveld. „Það var erfitt að taka ákvörðun en ég setti upp rök með og á móti. Auðvitað fær maður bakþanka þegar maður sér strákana standa sig eins og þeir gerðu í dag. Þá get ég samt hugsað að þetta sé ástæðan fyrir því að ég sagði stopp, þeir eru tilbúnir, næsti maður inn og haldið áfram góðu starfi í Eyjum. Það er búið að vera frábært að vinna fyrir Eyjafólkið.“ Næst á dagskrá er að næla sér í þjálfaragráðu en hann vildi lítið gefa upp um sína framtíð. „Ég er að fara UEFA-Pro til Noregs núna með Óla Stefáni. Með því að taka þá ákvörðun er ég búinn að taka þá ákvörðun að þjálfa eitthvað áfram. Ég er að skoða mín mál varðandi hvað ég geri. Það er ekkert ákveðið en ég veit hvað ég vil gera.“ „Það má eiginlega segja að það séu engar viðræður í gangi, ég hef ekki hleypt því að. Ég ákvað það á mánudagskvöld eftir mikla yfirlegu að halda ekki áfram og ég er sáttur með þetta,“ sagði Kristján áður en Kristján var truflaður af Eyþóri Orra Ómarssyni, yngsta leikmanni efstu deildar frá upphafi, sem mætti inn í viðtalið með tónlist í fullum botni. „Ég er að segja það, við erum búnir að búa til svo geggjaða gæja. Sjá þessa gæja sem koma hér inn í Pepsi-deildina eins og að drekka vatn, við erum búnir að undrbúa þá og þeir eru klárir,“ sagði Kristján hlæjandi að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti