Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 16:00 Bjarni Ben fjármálaráðherra tilkynnti um 2000 króna hækkun að jafnaði á persónuafslættinum. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hækkun þrepamarka efra skattþreps verði miðuð við vísitölu neysluverðs, en tenging marka efra þrepsins við vísitölu launa skapar ákveðið misræmi þar sem persónuafslátturinn og þar með skattleysismörkin fylgja vísitölu neysluverðs. Við því er brugðist með því að festa mörk efra þrepsins við vísistölu verðlags. Við þetta er talið að jafnræði verði milli ólíkra tekjuhópa gagnvart skattkerfinu meira og skattgreiðslur almennings lækki um 1,7 milljarða króna. Talaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á kynningarfundi um fjárlögin í morgun að persónuafsláttur fólks muni að jafnaði hækka um 2.000 krónur á mánuði. Vísir leitaði til nokkurra sérfræðinga í eyðslu og voru þeir einfaldlega spurðir hvað þeir ætla sér að gera við þennan 24 þúsund kall sem þeir fá á ári frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna.Grínistinn Sólmundur Hólm er gríðarlega þakklátur fyrir breytinguna:„Þetta breytir öllu fyrir mig og fjölskylduna. Við erum að leita okkur að stærri og betri bíl og vorum að leita að einhverjum hagkvæmum kosti. Nú getum við valið það flottasta því peningar eru ekki lengur fyrirstaða.“Hörður Ágústsson, eigandi Maclands, ætlar í flug, aðra leiðina: „Ég ætla að kaupa mér flug til Egilsstaða aðra leiðina og ís. Kannski fer ég í sund ef ég á afgang.“Kristín Ruth Jónsdóttir, útvarpskona á FM957, er einnig á leiðinni í flug: „Ætli ég myndi ekki bara kaupa mér aðra leiðina til Köben og eyða klinkinu sem er eftir á Strikinu.“Athafnarkonan Manúela Ósk Harðardóttir ætlar að horfa smá á sjónvarpið: „Ætli ég fái mér ekki Premium Netflix reikning og prófi þetta atriði sem Netflix er. Ég hef aldrei notað það og mér líður eins og útdauðri tegund þegar ég segi fólki það.“ Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hækkun þrepamarka efra skattþreps verði miðuð við vísitölu neysluverðs, en tenging marka efra þrepsins við vísitölu launa skapar ákveðið misræmi þar sem persónuafslátturinn og þar með skattleysismörkin fylgja vísitölu neysluverðs. Við því er brugðist með því að festa mörk efra þrepsins við vísistölu verðlags. Við þetta er talið að jafnræði verði milli ólíkra tekjuhópa gagnvart skattkerfinu meira og skattgreiðslur almennings lækki um 1,7 milljarða króna. Talaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á kynningarfundi um fjárlögin í morgun að persónuafsláttur fólks muni að jafnaði hækka um 2.000 krónur á mánuði. Vísir leitaði til nokkurra sérfræðinga í eyðslu og voru þeir einfaldlega spurðir hvað þeir ætla sér að gera við þennan 24 þúsund kall sem þeir fá á ári frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna.Grínistinn Sólmundur Hólm er gríðarlega þakklátur fyrir breytinguna:„Þetta breytir öllu fyrir mig og fjölskylduna. Við erum að leita okkur að stærri og betri bíl og vorum að leita að einhverjum hagkvæmum kosti. Nú getum við valið það flottasta því peningar eru ekki lengur fyrirstaða.“Hörður Ágústsson, eigandi Maclands, ætlar í flug, aðra leiðina: „Ég ætla að kaupa mér flug til Egilsstaða aðra leiðina og ís. Kannski fer ég í sund ef ég á afgang.“Kristín Ruth Jónsdóttir, útvarpskona á FM957, er einnig á leiðinni í flug: „Ætli ég myndi ekki bara kaupa mér aðra leiðina til Köben og eyða klinkinu sem er eftir á Strikinu.“Athafnarkonan Manúela Ósk Harðardóttir ætlar að horfa smá á sjónvarpið: „Ætli ég fái mér ekki Premium Netflix reikning og prófi þetta atriði sem Netflix er. Ég hef aldrei notað það og mér líður eins og útdauðri tegund þegar ég segi fólki það.“
Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira