Mustang selst miklu betur en Camaro Finnur Orri Thorlacius skrifar 13. september 2018 08:30 Chevrolet Camaro og Ford Mustang. Sala á bandarískum sportbílum fer almennt minnkandi en þeir hjá Chevrolet ættu ef til vill sérstaklega að hafa áhyggjur. Camaro bíll þeirra selst nú orðið miklu mun verr en helsti keppinautur hans, Ford Mustang. Sala Camaro hefur reyndar fallið um 28% það sem af er ári og aðeins seldust 29.551 eintök til enda júlí á meðan Mustang seldist í 48.362 eintökum. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010 til 2014 seldist Camaro miklu betur en Mustang, en síðan Ford kynnti nýjan Mustang árið 2015 hefur dæmið heldur en ekki snúist við. Árið 2015 seldi Ford alls 122.349 eintök af Mustang og jókst salan um 40.000 bíla frá fyrra ári. Sama ár seldust aðeins 77.502 Camaro bílar. Salan í ár virðist ætla að vera langt frá þessum góða árangri ársins 2015, en víst er að sala Mustang verður vel undir 100.000 bílum og líklega nær 80.000. Sala Camaro stefnir í 50.000 bíla í ár og því er um mikinn samdrátt í sölu að ræða á báðum bílgerðum frá árinu 2015. Chevrolet hefur brugðist við þessari dræmu sölu Camaro með verðlækkun og til dæmis má fá ódýrustu gerð hans nú á svo lítið sem 25.995 dollara í Bandaríkjunum, eða 2,85 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent
Sala á bandarískum sportbílum fer almennt minnkandi en þeir hjá Chevrolet ættu ef til vill sérstaklega að hafa áhyggjur. Camaro bíll þeirra selst nú orðið miklu mun verr en helsti keppinautur hans, Ford Mustang. Sala Camaro hefur reyndar fallið um 28% það sem af er ári og aðeins seldust 29.551 eintök til enda júlí á meðan Mustang seldist í 48.362 eintökum. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010 til 2014 seldist Camaro miklu betur en Mustang, en síðan Ford kynnti nýjan Mustang árið 2015 hefur dæmið heldur en ekki snúist við. Árið 2015 seldi Ford alls 122.349 eintök af Mustang og jókst salan um 40.000 bíla frá fyrra ári. Sama ár seldust aðeins 77.502 Camaro bílar. Salan í ár virðist ætla að vera langt frá þessum góða árangri ársins 2015, en víst er að sala Mustang verður vel undir 100.000 bílum og líklega nær 80.000. Sala Camaro stefnir í 50.000 bíla í ár og því er um mikinn samdrátt í sölu að ræða á báðum bílgerðum frá árinu 2015. Chevrolet hefur brugðist við þessari dræmu sölu Camaro með verðlækkun og til dæmis má fá ódýrustu gerð hans nú á svo lítið sem 25.995 dollara í Bandaríkjunum, eða 2,85 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent