Repúblikanar eru líklegir til þess að halda meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings eftir þingkosningarnar sem fara fram í haust en demókratar eru í góðri stöðu til að hrifsa fulltrúadeildina úr höndum þeirra. Fari sem horfir gætu repúblikanar haldið áfram að móta dómskerfi Bandaríkjanna eftir sínu höfði á meðan demókratar þjarma að Donald Trump forseta. Kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 sæti af hundrað í öldungadeildinni í þingkosningunum 6. nóvember. Repúblikanar hafa verið með meirihluta í báðum deildum þingsins frá því í kosningum árið 2014. Óvinsældir Donalds Trump forseta hafa blásið vindi í segl demókrata undanfarna mánuði sem hefur þegar skilað þeim ólíklegu öldungadeildarþingsæti í aukakosningum í Alabama seint á síðasta ári. Kannanir hafa bent til þess að þeir eigi góða möguleika á að ná meirihluta í fulltrúadeildinni. Staða demókrata í öldungadeildinni er aftur á móti þrengri. Hver fer með völd í hvorri deild þingsins mun hafa mikil áhrif á hvernig síðari hluti kjörtímabils Trump forseta mun þróast, bæði hvað varðar framgang stefnumála hans og hversu stíft aðhaldið með gjörðum hans verður.Kosið um mun fleiri sæti demókrata en repúblikana Tölfræðivefurinn Five Thirty Eight birti spálíkan sitt fyrir öldungadeildina í fyrradag en það byggir meðal annars á skoðanakönnunum en einnig öðrum þáttum eins og fyrri úrslitum kosninga í einstökum ríkjum og hversu miklu fé frambjóðendur hafa aflað svo dæmi séu tekin. Líkanið gefur nú Repúblikanaflokknum líkur á bilinu tveir á móti þremur til sjö á móti tíu að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna yrðu valdahlutföllin í deildinni óbreytt: repúblikanar með 51 þingmann gegn 49 þingmönnum sem eru annað hvort demókratar eða vinna með þeim. Ástæðan fyrir því að demókratar eiga verulega undir högg að sækja í öldungadeildinni þrátt fyrir að mælast nú með á bilinu átta til níu prósentustiga forskot á repúblikana á landsvísu er að þeir þurfa að verja mun fleiri sæti en repúblikanar. Þannig þurfa 26 demókratar að verja sæti sín í nóvember en aðeins níu repúblikanar. Tíu þessara demókrata þurfa ennfremur að berjast fyrir endurkjöri í ríkjum þar sem Trump sigraði í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í fimm þessara ríkja hafði Trump yfirburðasigur. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þetta landslag sé svo óhagstætt fyrir demókrata að forskotið sem þeir mælast nú með á landsvísu, sem myndi alla jafna teljast benda til yfirburðasigurs flokks, dygði líklega ekki til að tryggja þeim meirihluta í öldungadeildinni. Að líkindum þyrftu þeir að vinna á landsvísu með ellefu prósentustiga mun til að það verði raunhæft. Engu að siður bendir líkanið til þess að sitjandi öldungadeildarþingmenn demókrata séu allir með forskot á mótframbjóðendur sína, jafnvel þó að í mörgum tilfellum sé það naumt. Demókratar eygja því enn möguleika á sigri í öldungadeildinni, jafnvel þó að þeir bæti ekki enn við forskot sitt á landsvísu. Til þess þyrftu þeir þó að vinna í nær öllum þeim kosningum sem virðast nú vera hnífjafnar. Líkurnar á að það gerist eru um einn á móti tíu.Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Donald Trump forseti. Saman geta þeir haldið áfram að skipa alríkisdómara af miklum móð haldi repúblikanar í meirihluta sinn.Vísir/GettyFimm á móti sex að demókratar taki fulltrúadeildina Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar hins vegar í kröppum dansi. Eins og stendur gefur líkan Five Thirty Eight þeim nú líkurnar einn á móti sex (16,7%) að halda meirihluta sínum. Að meðaltali telur líkanið að demókratar geti bætt við sig 39 sætum þar. Líkur repúblikana í fultrúadeildinni hafa raunar minnkað frá því að líkanið fyrir kosningarnar til hennar var birt fyrir tæpum mánuði. Upphaflega gaf það repúblikönum um fjórðungs líkur á að halda meirihlutanum. Það voru aðeins lakari líkur en líkan Five Thirty Eight gaf Donald Trump á að sigra í forsetakosningunum á sínum tíma. Demókratar hafa staðið vel að vígi í öllum þeim þáttum sem líkanið fyrir fulltrúadeildina byggir á. Skoðanakannanir hafa verið jákvæðar, sögulegar tilhneigingar í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta, óvinsældir Trump og forskot þeirra á repúblikana í fjáröflun frambjóðenda bendir allt til þess að möguleikar þeirra á sigri séu vænlegir. Gætu ákært Trump og gert honum lífið leitt með rannsóknum Verði þetta niðurstaðan í kosningunum í nóvember breytti það stöðinni umtalsvert fyrir ríkisstjórn Trump forseta síðustu tvö ár kjörtímabils hans. Meirihluti í fulltrúadeildinni færði demókrötum einnig formennsku í fjölda nefnda hennar sem hafa ríkar rannsóknarheimildir til þess að veita stjórnvöldum aðhald og eftirlit. Þannig mætti búast við því að demókratar notuðu nefndirnar til þess að krefja Trump-stjórnin um gögn sem tengjast fjölda umdeildra aðgerða sem repúblikanar hafa ekki sýnt mikla tilburði til að ganga á eftir. Demókratar gætu jafnvel notað formennsku sínu í nefndum til þess að nálgast loks skattframtöl Trump forseta sem hann hefur alla tíð neita að gera opinber. Mesta þýðingu hefðu meirihlutaskipti í fulltrúadeildinni þó fyrir mögulega framvindu rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Trump við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Það er í höndum einfalds meirihluta fulltrúadeildarþingmanna að taka ákvörðun um hvort að ákæra skuli forseta Bandaríkjanna. Með meirihluta í deildinni gætu demókratar því ákært Trump, jafnvel þó að hann yrði ekki sakfelldur nema með auknum meirihluta í öldungadeildinni.Repúblikanar á þingi hindruðu Barack Obama fyrrverandi forseta í að skipa hæstaréttar- og aðra alríkisdómara á síðasta starfsári sínu. Það hefur gert Trump forseta kleift að skipa mikinn fjölda dómara.Vísir/GettyHéldu í valdið til að skipa dómara Með því að halda í meirihluta sinn í öldungadeildinni geta repúblikanar enn haldið áfram átaki sínu í að færa alríkisdómstóla landsins í íhaldssamari átt, þar með talinn sjálfan Hæstarétt Bandaríkjanna. Það er öldungadeildin sem fjallar um tilnefningar forsetans til dómaraembætta, og raunar annarra embætta í ríkisstjórninni. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur talað opinskátt um að markmið flokksins sé að fylla dómstólana með ungum æviráðnum dómurum með íhaldssama sýn á lífið og lögin. Trump hefur þegar skipað einn hæstaréttardómara og allt stefnir í að önnur tilnefning hans til réttarins verði samþykkt í öldungadeildinni fyrir kosningar í haust. Losni annað hæstaréttardómarasæti næstu tvö árin gæti Trump og repúblikanar í öldungadeildinni skipað þriðja dómarann. Þá væru íhaldssamir dómarar í afgerandi meirihluta þeirra níu dómara sem skipa hæstaréttinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent
Repúblikanar eru líklegir til þess að halda meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings eftir þingkosningarnar sem fara fram í haust en demókratar eru í góðri stöðu til að hrifsa fulltrúadeildina úr höndum þeirra. Fari sem horfir gætu repúblikanar haldið áfram að móta dómskerfi Bandaríkjanna eftir sínu höfði á meðan demókratar þjarma að Donald Trump forseta. Kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 sæti af hundrað í öldungadeildinni í þingkosningunum 6. nóvember. Repúblikanar hafa verið með meirihluta í báðum deildum þingsins frá því í kosningum árið 2014. Óvinsældir Donalds Trump forseta hafa blásið vindi í segl demókrata undanfarna mánuði sem hefur þegar skilað þeim ólíklegu öldungadeildarþingsæti í aukakosningum í Alabama seint á síðasta ári. Kannanir hafa bent til þess að þeir eigi góða möguleika á að ná meirihluta í fulltrúadeildinni. Staða demókrata í öldungadeildinni er aftur á móti þrengri. Hver fer með völd í hvorri deild þingsins mun hafa mikil áhrif á hvernig síðari hluti kjörtímabils Trump forseta mun þróast, bæði hvað varðar framgang stefnumála hans og hversu stíft aðhaldið með gjörðum hans verður.Kosið um mun fleiri sæti demókrata en repúblikana Tölfræðivefurinn Five Thirty Eight birti spálíkan sitt fyrir öldungadeildina í fyrradag en það byggir meðal annars á skoðanakönnunum en einnig öðrum þáttum eins og fyrri úrslitum kosninga í einstökum ríkjum og hversu miklu fé frambjóðendur hafa aflað svo dæmi séu tekin. Líkanið gefur nú Repúblikanaflokknum líkur á bilinu tveir á móti þremur til sjö á móti tíu að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna yrðu valdahlutföllin í deildinni óbreytt: repúblikanar með 51 þingmann gegn 49 þingmönnum sem eru annað hvort demókratar eða vinna með þeim. Ástæðan fyrir því að demókratar eiga verulega undir högg að sækja í öldungadeildinni þrátt fyrir að mælast nú með á bilinu átta til níu prósentustiga forskot á repúblikana á landsvísu er að þeir þurfa að verja mun fleiri sæti en repúblikanar. Þannig þurfa 26 demókratar að verja sæti sín í nóvember en aðeins níu repúblikanar. Tíu þessara demókrata þurfa ennfremur að berjast fyrir endurkjöri í ríkjum þar sem Trump sigraði í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í fimm þessara ríkja hafði Trump yfirburðasigur. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þetta landslag sé svo óhagstætt fyrir demókrata að forskotið sem þeir mælast nú með á landsvísu, sem myndi alla jafna teljast benda til yfirburðasigurs flokks, dygði líklega ekki til að tryggja þeim meirihluta í öldungadeildinni. Að líkindum þyrftu þeir að vinna á landsvísu með ellefu prósentustiga mun til að það verði raunhæft. Engu að siður bendir líkanið til þess að sitjandi öldungadeildarþingmenn demókrata séu allir með forskot á mótframbjóðendur sína, jafnvel þó að í mörgum tilfellum sé það naumt. Demókratar eygja því enn möguleika á sigri í öldungadeildinni, jafnvel þó að þeir bæti ekki enn við forskot sitt á landsvísu. Til þess þyrftu þeir þó að vinna í nær öllum þeim kosningum sem virðast nú vera hnífjafnar. Líkurnar á að það gerist eru um einn á móti tíu.Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Donald Trump forseti. Saman geta þeir haldið áfram að skipa alríkisdómara af miklum móð haldi repúblikanar í meirihluta sinn.Vísir/GettyFimm á móti sex að demókratar taki fulltrúadeildina Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar hins vegar í kröppum dansi. Eins og stendur gefur líkan Five Thirty Eight þeim nú líkurnar einn á móti sex (16,7%) að halda meirihluta sínum. Að meðaltali telur líkanið að demókratar geti bætt við sig 39 sætum þar. Líkur repúblikana í fultrúadeildinni hafa raunar minnkað frá því að líkanið fyrir kosningarnar til hennar var birt fyrir tæpum mánuði. Upphaflega gaf það repúblikönum um fjórðungs líkur á að halda meirihlutanum. Það voru aðeins lakari líkur en líkan Five Thirty Eight gaf Donald Trump á að sigra í forsetakosningunum á sínum tíma. Demókratar hafa staðið vel að vígi í öllum þeim þáttum sem líkanið fyrir fulltrúadeildina byggir á. Skoðanakannanir hafa verið jákvæðar, sögulegar tilhneigingar í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta, óvinsældir Trump og forskot þeirra á repúblikana í fjáröflun frambjóðenda bendir allt til þess að möguleikar þeirra á sigri séu vænlegir. Gætu ákært Trump og gert honum lífið leitt með rannsóknum Verði þetta niðurstaðan í kosningunum í nóvember breytti það stöðinni umtalsvert fyrir ríkisstjórn Trump forseta síðustu tvö ár kjörtímabils hans. Meirihluti í fulltrúadeildinni færði demókrötum einnig formennsku í fjölda nefnda hennar sem hafa ríkar rannsóknarheimildir til þess að veita stjórnvöldum aðhald og eftirlit. Þannig mætti búast við því að demókratar notuðu nefndirnar til þess að krefja Trump-stjórnin um gögn sem tengjast fjölda umdeildra aðgerða sem repúblikanar hafa ekki sýnt mikla tilburði til að ganga á eftir. Demókratar gætu jafnvel notað formennsku sínu í nefndum til þess að nálgast loks skattframtöl Trump forseta sem hann hefur alla tíð neita að gera opinber. Mesta þýðingu hefðu meirihlutaskipti í fulltrúadeildinni þó fyrir mögulega framvindu rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Trump við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Það er í höndum einfalds meirihluta fulltrúadeildarþingmanna að taka ákvörðun um hvort að ákæra skuli forseta Bandaríkjanna. Með meirihluta í deildinni gætu demókratar því ákært Trump, jafnvel þó að hann yrði ekki sakfelldur nema með auknum meirihluta í öldungadeildinni.Repúblikanar á þingi hindruðu Barack Obama fyrrverandi forseta í að skipa hæstaréttar- og aðra alríkisdómara á síðasta starfsári sínu. Það hefur gert Trump forseta kleift að skipa mikinn fjölda dómara.Vísir/GettyHéldu í valdið til að skipa dómara Með því að halda í meirihluta sinn í öldungadeildinni geta repúblikanar enn haldið áfram átaki sínu í að færa alríkisdómstóla landsins í íhaldssamari átt, þar með talinn sjálfan Hæstarétt Bandaríkjanna. Það er öldungadeildin sem fjallar um tilnefningar forsetans til dómaraembætta, og raunar annarra embætta í ríkisstjórninni. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur talað opinskátt um að markmið flokksins sé að fylla dómstólana með ungum æviráðnum dómurum með íhaldssama sýn á lífið og lögin. Trump hefur þegar skipað einn hæstaréttardómara og allt stefnir í að önnur tilnefning hans til réttarins verði samþykkt í öldungadeildinni fyrir kosningar í haust. Losni annað hæstaréttardómarasæti næstu tvö árin gæti Trump og repúblikanar í öldungadeildinni skipað þriðja dómarann. Þá væru íhaldssamir dómarar í afgerandi meirihluta þeirra níu dómara sem skipa hæstaréttinn.
Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45