Engar olíulækkanir í spákortunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. september 2018 09:30 Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína gætu dregið úr eftirspurn eftir olíu til lengri tíma litið. Vísir/Getty E f stærstu olíuframleiðsluríkjum heims mistekst að bæta upp þverrandi olíuframleiðslu í Venesúela og Íran gæti skortur á framboði leitt til þess að heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækki vel yfir 80 dali á fatið, að mati sérfræðinga Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Þeir benda á að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir olíu á heimsvísu sé með öllu óvíst hvort ríki innan OPEC, samtaka olíuútflutningsþjóða, sem og ríki sem standa þar fyrir utan, eins og Rússland, geti annað eftirspurninni með því að auka olíuframleiðslu sína. „Við erum að ganga í gegnum afar örlagaríkt tímabil,“ segir í nýlegri mánaðarskýrslu stofnunarinnar. Verð á Brent-hráolíu fór í síðustu viku yfir 80 dali á fatið í fyrsta sinn frá því í apríl. Nálgast olíuverð nú fjögurra ára hámark og telja greinendur líkur standa til þess að verðið haldi áfram að hækka næstu mánuði og haldist jafnvel nokkuð yfir 80 dölunum. Hækkanir síðustu mánaða stafa aðallega af þeirri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum sem ríkið, ásamt Frökkum, Bretum, Rússum, Kínverjum, Þjóðverjum og Evrópusambandinu, gerði við Írani árið 2015. „Staðan í Íran er ráðandi þáttur í verðþróuninni,“ segir Helima Croft, greinandi hjá Royal Bank of Canada, í samtali við Financial Times. Í samningnum umrædda fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran taka gildi á ný í nóvember og verða afleiðingarnar líkast til þær að olíuframleiðsla ríkisins mun dragast verulega saman, með tilheyrandi smitáhrifum á alþjóðlega olíumarkaði. Olíuútflutningur Írana hefur þegar dregist saman um 500 þúsund föt á dag frá því í maí en ekki þykir ólíklegt að útflutningurinn muni að endingu minnka í eina milljón fata á dag. Til samanburðar hefur Íran á síðustu misserum framleitt hátt í fjórar milljónir olíufata á dag eða um fjögur prósent af allri olíu á heimsmarkaði.Hækkandi olíuverð hefur haft talsverð áhrif á afkomu flugfélaga á heimsvísu.Vísir/VilhelmSkapar „mikla óvissu“ Talið er að flest fyrirtæki, sér í lagi í Bandaríkjunum og Evrópu, muni hlíta viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar og hætta viðskiptum við Íran af ótta við að missa annars dýrmætan aðgang að Bandaríkjamarkaði og bandarísku fé. Hins vegar er óvíst til hvaða bragðs önnur ríki kunna að taka. Alexander Novak, orkumálaráðherra Rússlands, varaði þannig við því í síðustu viku að refsiaðgerðir Bandaríkjanna myndu skapa „mikla óvissu“ á mörkuðum á meðan ekki lægi ljóst fyrir hvaða ríki hefðu í hyggju að hlíta kröfum Bandaríkjanna. Suðurkóresk fyrirtæki hafa til dæmis þegar hætt að kaupa íranska olíu og þá hafa fyrirtæki á Indlandi og í Kína dregið úr kaupum sínum undanfarið, þvert gegn yfirlýsingum ráðamanna ríkjanna um annað. Fréttaskýrandi Financial Times bendir á að þó svo að Sádi-Arabar og bandamenn þeirra bæði innan og utan OPEC, eins og til dæmis Rússar, hafi heitið því að auka framboð á olíu á heimsmarkaði hafi aukningin hingað til verið „mun minni“ en búist var við. Trump hefur einnig lagt orð í belg og hvatt stærstu olíuríki heims til þess að auka við framleiðslu sína, og þannig vega á móti minni framleiðslu í Íran, en ákall forsetans hefur litlu skilað. Stjórnmálagreinendur telja að hátt olíuverð geti komið forsetanum í koll í þingkosningum sem fara fram í landinu í nóvember en í því sambandi hefur verið bent á að um tíu prósenta lækkun á heimsmarkaðsverði geti sparað bandarískum neytendum á bilinu 38 til 76 milljarða dala á ári. Í fréttaskýringu Financial Times er einnig tekið fram að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hafi aukist hægar en almennt hafði verið gert ráð fyrir. Það hafi átt þátt í hækkununum á olíuverði.Vinnsla á olíu og jarðgasi hefur sem kunnugt er tekið kipp í landinu á síðustu árum, þökk sé nýrri beitingu gamallar aðferðar sem felst í svonefndu vökvabroti (e. fracking), og er nú svo komið að Bandaríkin eru að nálgast að vera sjálfum sér næg um orkugjafa. Vísbendingar eru þó um að hægst hafi á framleiðsluvextinum en þannig spáir bandaríska orkumálaráðuneytið því nú að olíuframboð landsins aukist um 840 þúsund föt á dag en til samanburðar var áður búist við vexti upp á eina milljón fata á dag.Ein ástæða þess að OPEC-ríkin hafa ekki aukið framleiðslu sína, þvert á væntingar, er óvissa um áætlaða olíunotkun í heiminum á næstu misserum, sér í lagi ef hægist á vexti heimshagkerfisins. „Krefjandi áskoranir í sumum nýmarkaðs- og þróunarríkjum valda því að horfur eru á minni vexti í heimshagkerfinu,“ sagði í nýlegri skýrslu OPEC. „Aukin spenna í viðskiptum og hertari peningastefna, samhliða vaxandi skuldasöfnun í heiminum, eru jafnframt áhyggjuefni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
E f stærstu olíuframleiðsluríkjum heims mistekst að bæta upp þverrandi olíuframleiðslu í Venesúela og Íran gæti skortur á framboði leitt til þess að heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækki vel yfir 80 dali á fatið, að mati sérfræðinga Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Þeir benda á að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir olíu á heimsvísu sé með öllu óvíst hvort ríki innan OPEC, samtaka olíuútflutningsþjóða, sem og ríki sem standa þar fyrir utan, eins og Rússland, geti annað eftirspurninni með því að auka olíuframleiðslu sína. „Við erum að ganga í gegnum afar örlagaríkt tímabil,“ segir í nýlegri mánaðarskýrslu stofnunarinnar. Verð á Brent-hráolíu fór í síðustu viku yfir 80 dali á fatið í fyrsta sinn frá því í apríl. Nálgast olíuverð nú fjögurra ára hámark og telja greinendur líkur standa til þess að verðið haldi áfram að hækka næstu mánuði og haldist jafnvel nokkuð yfir 80 dölunum. Hækkanir síðustu mánaða stafa aðallega af þeirri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum sem ríkið, ásamt Frökkum, Bretum, Rússum, Kínverjum, Þjóðverjum og Evrópusambandinu, gerði við Írani árið 2015. „Staðan í Íran er ráðandi þáttur í verðþróuninni,“ segir Helima Croft, greinandi hjá Royal Bank of Canada, í samtali við Financial Times. Í samningnum umrædda fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran taka gildi á ný í nóvember og verða afleiðingarnar líkast til þær að olíuframleiðsla ríkisins mun dragast verulega saman, með tilheyrandi smitáhrifum á alþjóðlega olíumarkaði. Olíuútflutningur Írana hefur þegar dregist saman um 500 þúsund föt á dag frá því í maí en ekki þykir ólíklegt að útflutningurinn muni að endingu minnka í eina milljón fata á dag. Til samanburðar hefur Íran á síðustu misserum framleitt hátt í fjórar milljónir olíufata á dag eða um fjögur prósent af allri olíu á heimsmarkaði.Hækkandi olíuverð hefur haft talsverð áhrif á afkomu flugfélaga á heimsvísu.Vísir/VilhelmSkapar „mikla óvissu“ Talið er að flest fyrirtæki, sér í lagi í Bandaríkjunum og Evrópu, muni hlíta viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar og hætta viðskiptum við Íran af ótta við að missa annars dýrmætan aðgang að Bandaríkjamarkaði og bandarísku fé. Hins vegar er óvíst til hvaða bragðs önnur ríki kunna að taka. Alexander Novak, orkumálaráðherra Rússlands, varaði þannig við því í síðustu viku að refsiaðgerðir Bandaríkjanna myndu skapa „mikla óvissu“ á mörkuðum á meðan ekki lægi ljóst fyrir hvaða ríki hefðu í hyggju að hlíta kröfum Bandaríkjanna. Suðurkóresk fyrirtæki hafa til dæmis þegar hætt að kaupa íranska olíu og þá hafa fyrirtæki á Indlandi og í Kína dregið úr kaupum sínum undanfarið, þvert gegn yfirlýsingum ráðamanna ríkjanna um annað. Fréttaskýrandi Financial Times bendir á að þó svo að Sádi-Arabar og bandamenn þeirra bæði innan og utan OPEC, eins og til dæmis Rússar, hafi heitið því að auka framboð á olíu á heimsmarkaði hafi aukningin hingað til verið „mun minni“ en búist var við. Trump hefur einnig lagt orð í belg og hvatt stærstu olíuríki heims til þess að auka við framleiðslu sína, og þannig vega á móti minni framleiðslu í Íran, en ákall forsetans hefur litlu skilað. Stjórnmálagreinendur telja að hátt olíuverð geti komið forsetanum í koll í þingkosningum sem fara fram í landinu í nóvember en í því sambandi hefur verið bent á að um tíu prósenta lækkun á heimsmarkaðsverði geti sparað bandarískum neytendum á bilinu 38 til 76 milljarða dala á ári. Í fréttaskýringu Financial Times er einnig tekið fram að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hafi aukist hægar en almennt hafði verið gert ráð fyrir. Það hafi átt þátt í hækkununum á olíuverði.Vinnsla á olíu og jarðgasi hefur sem kunnugt er tekið kipp í landinu á síðustu árum, þökk sé nýrri beitingu gamallar aðferðar sem felst í svonefndu vökvabroti (e. fracking), og er nú svo komið að Bandaríkin eru að nálgast að vera sjálfum sér næg um orkugjafa. Vísbendingar eru þó um að hægst hafi á framleiðsluvextinum en þannig spáir bandaríska orkumálaráðuneytið því nú að olíuframboð landsins aukist um 840 þúsund föt á dag en til samanburðar var áður búist við vexti upp á eina milljón fata á dag.Ein ástæða þess að OPEC-ríkin hafa ekki aukið framleiðslu sína, þvert á væntingar, er óvissa um áætlaða olíunotkun í heiminum á næstu misserum, sér í lagi ef hægist á vexti heimshagkerfisins. „Krefjandi áskoranir í sumum nýmarkaðs- og þróunarríkjum valda því að horfur eru á minni vexti í heimshagkerfinu,“ sagði í nýlegri skýrslu OPEC. „Aukin spenna í viðskiptum og hertari peningastefna, samhliða vaxandi skuldasöfnun í heiminum, eru jafnframt áhyggjuefni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira