Viðskipti innlent

10-11 hverfur af bensínstöðvum í borginni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
10-11 mun hverfa af bensínstöðvum Skeljungs á höfuðborgarsvæðinu.
10-11 mun hverfa af bensínstöðvum Skeljungs á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm
Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, segir að fyrirtækið hafi gert mikilar skipulagsbreytingar undanfarna mánuði eða frá því hann tók við stöðu forstjóra í október í fyrra. Því hafi fylgt uppsagnir að því er fram kemur í viðtali við Egholm í Viðskiptablaðinu í dag

„Við hættum að nota Skeljungs vörumerkið á afgreiðslustöðvum okkar og erum nú að vinna að því að búa til nýtt vörumerki í smásölu í samstarfi við Basko (eiganda 10-11) á meðan 10-11 mun hverfa af bensínstöðvum okkar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Egholm.

Þá hafi verið grerðar breytingar á stjórnendateyminu enda sé helmingur þess nú nýir starfsmenn. Þá hafi orðið breytingar á ábyrgðarhlutverkum innan Skeljungs að því er segir í viðtalinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×