„Lífið er allskonar og allir geta lent í áföllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. ágúst 2018 11:30 Eva Laufey ásamt dóttur sinni. vísir/ernir „Í byrjun júlí kom í ljós (mjög óvænt) að við Haddi ættum von á þriðja krílinu og samkvæmt fyrstu útgönguspám átti barnið að koma í heiminn þann 20. mars á þrítugsafmæli Hadda. Við tóku nokkrir hressir dagar með tilheyrandi óvæntum tilfinningum sem fljótt breyttist í mikla gleði og tilhlökkun. Stelpurnar væru heppnar að eignast annað systkini, það yrði stutt á milli og hellings fjör framundan.“ Svona hefst færsla Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur á Facebook þar sem hún opnar sig um fósturmissi í síðustu viku. Eva Laufey á fyrir tvær dætur með Haraldi Haraldssyni. „Í síðustu viku í miðjum upptökum hjá mér fann ég að eitthvað væri ekki eins og það á að vera, óvenjulegir verkir og fljótlega fór að blæða. Slíkt hafði ekki gerst áður með stelpurnar og því tók mikil hræðsla við, en ég reyndi að láta lítið bera á þar sem ég var með þrjár myndavélar fyrir framan mig. Ég gúgglaði, sendi strax á fólkið mitt og róaðist þegar ég sá að það væri algengt að það blæddi á meðgöngum, engu að síður hljóp ég út beint eftir tökur upp á spítala í skoðun, svona til vonar og vara.“Leið eins og ég væri að kafna Eva segir að þar hafi heimsins besta fólk tekið á móti henni. „Ég var skoðuð, þá kom í ljós að það var ekki allt með felldu og enginn hjartsláttur í 10 vikna fóstrinu. Á því augnabliki leið mér eins og ég væri að kafna, reyndi eins og ég gat að halda aftur að tárunum en það tókst ekki. Læknirinn minn útskýrði fyrir mér að þetta væri afar algengt hjá konum og ráðlagði mér að tala um þetta, segja þetta upphátt við fólkið mitt, því rétt eins og hún sagði að ef enginn vissi hvað væri í gangi þá fengi maður ekki viðeigandi stuðning á þessum tímum.“ Hún segir að fósturmissir sé vissulega eitthvað sem hún hafði oft heyrt um.Eva Laufey hefur verið sjónvarpskokkur í nokkur ár á Stöð 2 og staðið sig frábærlega.visir/valli„Ég á vinkonur sem hafa lent í því að missa fóstur en ég hef verið það lánsöm í lífinu að eiga tvær góðar meðgöngur að baki og hugurinn hefur því aldrei og þá meina ég aldrei reikað að ég gæti misst fóstur. Ég tengdist bauninni um leið og ég vissi að hún væri að vaxa inn í mér, rétt eins og með stelpurnar mínar. Við Haddi vorum farin að gera ráðstafanir, skipuleggja næsta ár og vorum orðin mjög spennt fyrir komandi tímum. Vorum meira að segja farin að tala um nöfn.. af því það er það sem ég geri, við ákváðum nöfnin á stelpurnar okkar á fyrstu vikum meðgöngunnar í bæði skiptin. Og það má.“ Eva segir að síðustu dagar hafi verið erfiðir og mikil sorg sé í fjölskyldunni. „Væntingar og þrár, að syrgja það sem við héldum að væri í vændum. Allskonar tilfinningar hellast yfir mig, ég veit ekki hvað ég er búin að hugsa oft og mikið um hvað ég hefði getað gert betur. Var ég kjáni að ganga upp á fjöll, var ég að hoppa of mikið í leikfimi, var það sushi át eða hvað ég gerði eiginlega rangt í þetta skiptið. Ég veit þó full vel að þetta er ekki mín sök en engu að síður hellist sektarkennd yfir mig og það er hræðileg tilfinning.“Hetjur Hún segir að konur sem upplifi þennan hrylling aftur og aftur séu hetjur í hennar augum. „Þrátt fyrir að þetta sé algengt gerir þetta ekki minna sorglegt og erfitt. Við erum svo heppin að eiga tvær dásamlegar stelpur sem hjálpa okkur og minna okkur á hvað við erum heppin. Það er ekki sjálfgefið að verða ólétt og eignast heilbrigð börn. Það er auðveldara að setja á samfélagsmiðla þegar vel gengur og lífið er gott, en lífið er allskonar og allir geta lent í áföllum. Við erum að ganga í gegnum erfitt tímabil og það hjálpar mér að segja frá, ég finn fyrir ákveðnum létti í hvert sinn sem ég segi vinum eða fjölskyldu frá okkar fósturmissi. Við munum komast í gegnum þetta með öllu okkar góða fólki, við erum svo rík að eiga frábæra fjölskyldu, bestu vinina og þar að auki yndislegt samstarfsfólk.“ Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Í byrjun júlí kom í ljós (mjög óvænt) að við Haddi ættum von á þriðja krílinu og samkvæmt fyrstu útgönguspám átti barnið að koma í heiminn þann 20. mars á þrítugsafmæli Hadda. Við tóku nokkrir hressir dagar með tilheyrandi óvæntum tilfinningum sem fljótt breyttist í mikla gleði og tilhlökkun. Stelpurnar væru heppnar að eignast annað systkini, það yrði stutt á milli og hellings fjör framundan.“ Svona hefst færsla Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur á Facebook þar sem hún opnar sig um fósturmissi í síðustu viku. Eva Laufey á fyrir tvær dætur með Haraldi Haraldssyni. „Í síðustu viku í miðjum upptökum hjá mér fann ég að eitthvað væri ekki eins og það á að vera, óvenjulegir verkir og fljótlega fór að blæða. Slíkt hafði ekki gerst áður með stelpurnar og því tók mikil hræðsla við, en ég reyndi að láta lítið bera á þar sem ég var með þrjár myndavélar fyrir framan mig. Ég gúgglaði, sendi strax á fólkið mitt og róaðist þegar ég sá að það væri algengt að það blæddi á meðgöngum, engu að síður hljóp ég út beint eftir tökur upp á spítala í skoðun, svona til vonar og vara.“Leið eins og ég væri að kafna Eva segir að þar hafi heimsins besta fólk tekið á móti henni. „Ég var skoðuð, þá kom í ljós að það var ekki allt með felldu og enginn hjartsláttur í 10 vikna fóstrinu. Á því augnabliki leið mér eins og ég væri að kafna, reyndi eins og ég gat að halda aftur að tárunum en það tókst ekki. Læknirinn minn útskýrði fyrir mér að þetta væri afar algengt hjá konum og ráðlagði mér að tala um þetta, segja þetta upphátt við fólkið mitt, því rétt eins og hún sagði að ef enginn vissi hvað væri í gangi þá fengi maður ekki viðeigandi stuðning á þessum tímum.“ Hún segir að fósturmissir sé vissulega eitthvað sem hún hafði oft heyrt um.Eva Laufey hefur verið sjónvarpskokkur í nokkur ár á Stöð 2 og staðið sig frábærlega.visir/valli„Ég á vinkonur sem hafa lent í því að missa fóstur en ég hef verið það lánsöm í lífinu að eiga tvær góðar meðgöngur að baki og hugurinn hefur því aldrei og þá meina ég aldrei reikað að ég gæti misst fóstur. Ég tengdist bauninni um leið og ég vissi að hún væri að vaxa inn í mér, rétt eins og með stelpurnar mínar. Við Haddi vorum farin að gera ráðstafanir, skipuleggja næsta ár og vorum orðin mjög spennt fyrir komandi tímum. Vorum meira að segja farin að tala um nöfn.. af því það er það sem ég geri, við ákváðum nöfnin á stelpurnar okkar á fyrstu vikum meðgöngunnar í bæði skiptin. Og það má.“ Eva segir að síðustu dagar hafi verið erfiðir og mikil sorg sé í fjölskyldunni. „Væntingar og þrár, að syrgja það sem við héldum að væri í vændum. Allskonar tilfinningar hellast yfir mig, ég veit ekki hvað ég er búin að hugsa oft og mikið um hvað ég hefði getað gert betur. Var ég kjáni að ganga upp á fjöll, var ég að hoppa of mikið í leikfimi, var það sushi át eða hvað ég gerði eiginlega rangt í þetta skiptið. Ég veit þó full vel að þetta er ekki mín sök en engu að síður hellist sektarkennd yfir mig og það er hræðileg tilfinning.“Hetjur Hún segir að konur sem upplifi þennan hrylling aftur og aftur séu hetjur í hennar augum. „Þrátt fyrir að þetta sé algengt gerir þetta ekki minna sorglegt og erfitt. Við erum svo heppin að eiga tvær dásamlegar stelpur sem hjálpa okkur og minna okkur á hvað við erum heppin. Það er ekki sjálfgefið að verða ólétt og eignast heilbrigð börn. Það er auðveldara að setja á samfélagsmiðla þegar vel gengur og lífið er gott, en lífið er allskonar og allir geta lent í áföllum. Við erum að ganga í gegnum erfitt tímabil og það hjálpar mér að segja frá, ég finn fyrir ákveðnum létti í hvert sinn sem ég segi vinum eða fjölskyldu frá okkar fósturmissi. Við munum komast í gegnum þetta með öllu okkar góða fólki, við erum svo rík að eiga frábæra fjölskyldu, bestu vinina og þar að auki yndislegt samstarfsfólk.“
Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira