Lífið

Sneri við blaðinu með líkamsstöðu sem eykur hormón sjálfstraustsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bergþór Pálsson er alltaf skemmtilegur karakter.
Bergþór Pálsson er alltaf skemmtilegur karakter.
Bergþór Pálsson er nýorðinn sextugur og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Hann sló rækilega í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað í vor og fuku kílóinn af honum í ferlinu.

Bergþór myndaði sterkt danssamband við Hönnu Rún Bazev Óladóttir og var það kveikjan af því að breyta um lífstíl.

Vala Matt ræddi við Bergþór í Íslandi í dag í gærkvöldi en hann notaði jákvæða sjálfræði sem hann segir hafa skipt sköpum.

„Mig hefur kannski langað að gera eitthvað, byrja af eldmóði og svo lekur það frá mér,“ segir Bergþór sem gaf á dögunum út myndband á YouTube þar sem hann fer yfir það hvað virkaði fyrir sig.  

„Í sumar hef ég nýtt mér aðferðir sem ég lærði á námskeiði í sumar og þær snúast um það að plata hugann með líkamshreyfingum. Að láta hann líða eins og þegar okkur líður best, eins og þegar við erum að þakka fyrir eitthvað, eins og þegar við erum stolt af einhverju eins og þegar við t.d. vinnum landsleik eða eitthvað þannig.“

Hann segir að það felist í sigurlíkamsstöðu sem hann sýndi í þættinum í gær en Bergþór kallar stöðuna sigurstaða. 

„Það hefur verið sannað í Harvard að í þessari líkamsstöðu þá eykst testósterón í blóðinu sem er hormón sjálfstraustsins. Þegar maður er fullur af sjálfstrausti, fullur af gleði og þakkar fyrir lífið og er stoltur af einhverju, þá líður manni vel. Maður platar þá hugann að fara líða nákvæmlega eins og á þessum augnablikum.“

Bergþór segist hafa grennst mikið í þáttunum Allir geta dansað.

„Þá fór ýmislegt að verða pokalegt og ég ákvað að fylla upp í þessa poka, í stað þess að borða upp í þá. Ég ætla ekkert að verða neitt vöðvafjall, langar bara að líða vel.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Bergþór Pálsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.