Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. Stjórnmálaferill Manafort hófst árið 1976 þegar hann vann fyrir forsetaframboð Gerald Ford. Fjórum árum seinna vann hann fyriri framboð Ronald Reagan. Eftir að Reagan vann forsetakosningarnar árið 1980 stofnaði hann ráðgjafafyrirtæki ásamt þeim Roger Stone (nánum ráðgjafa Trump), Charles Black og Peter Kelly.Saman sérhæfðu þeir sig í að byggja upp samband á milli stjórnmálamanna í Bandaríkjunum og erlendra aðila sem áttu erfitt með ímynd sína. Þeir voru að mestu einræðisherrar og Manafort og félagar unnu hörðum höndum að því að fegra ímynd þeirra út á við. Störf hans í Úkraínu hafa þó vakið mesta athygli að undanförnu og hafa þau sömuleiðis reynst honum erfið þar sem laun hans og greiðslur í Úkraínu rötuðu ekki til skattsins í Bandaríkjunum.Meðal einræðisherra sem Manafort hefur ráðlagt eru Mobutu Sese Seko, einræðisherra Saír, sem nú heitir Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Ferdinand Marcos, einræðisherra Filippseyja og uppreisnarmanninn og stríðsherrann Jonas Savimbi í Angóla. Árið 2005 opnaði hann skristofu í Úkraínu og fór að starfa fyrir Viktor Yanukovych, sem varð seinna forseti landsins með stuðningi yfirvalda Rússlands. Manafort og samstarfsmenn hans byggðu upp samband þessarra manna og Bandaríkjanna.Halaði inn peningum í Úkraínu Manafort græddi verulega á samstarfi sínu við Yanukovych og varð hann í raun einstaklega valdamikill í Úkraínu. Hann lifði dýrum lífsstíl og fjármagnaði hann að mestu með störfum sínum í Úkraínu. Sumarið 2014 breyttist það þó. Umfangsmikil mótmæli gegn stjórn Yanukovych skutu upp kollinum í Úkraínu. Forsetinn hafði þá staðið í vegi fyrir nýjum samningi á milli Úkraínu og Evrópusambandsins. Svo kom að því að rúmlega hundrað mótmælendur voru skotnir til bana af öryggissveitum á Maidan-torgi í Kænugarði. Í kjölfarið stækkuðu mótmælin og Yanukovych var komið frá völdum. Hann flúði til Rússlands þar sem hann býr enn. Manafort hafði misst sína helstu tekjulind og með lífsstíl sínum safnaði hann hratt háum skuldum. Hann tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur nú verið dæmdur fyrir bankasvik í tengslum við þau lán.Stakk af með 19 milljónir Í júlí 2017 sagði New York Times frá því að Manafort skuldaði rússneskum auðjöfri gífurlega fjármuni. Oleg Deripaska, náinn samstarfsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sem talinn er tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Rússlandi, hafði meðal annars látið Manafort fá 19 milljónir dala vegna fjárfestingar í úkraínskri sjónvarpsstöð. Samningurinn gekk ekki upp en Deripaska segir Manafort hafa stungið af með peningana.Rannsakendur Mueller opinberuðu svo í júní að Manafort skuldaði Deripaska tíu milljónir dala til viðbótar. Deripaska og Manafort höfðu starfað saman um árabil og árið 2006 skrifuðu þeir undir samning þar sem Deripaska keypti þjónustu Manafort fyrir tíu milljónir dala á ári.Það verkefni átti að skila ríkisstjórn Pútín „gífurlegum árangri,“ samkvæmt Manafort.Ræddi sjálfsvíg Í kjölfar útlegðar Yanukovych leitaði Manafort að nýjum atvinnutækifærum út um allan heim en án mikils árangurs. Þá reyndi hann að draga úr kostnaði í lífi sínu. Hakkarar komu höndum yfir smáskilaboð dætra Manafort þar sem þær ræddu það hvað faðir þeirri virtist allt í einu vera orðinn nískur. Árið 2015 reyndist Paul Manafort mjög erfitt. Hann var lagður inn á nokkurs konar heilsuhæli og í áfengismeðferð í Arizona og í áðurnefndum skilaboðum, ræddu dætur hans að hann hefði gefið í skyn að hann væri að íhuga sjálfsvíg. Þær sögðu hann gráta á hverjum degi. Í skilaboðunum ræddu þær einnig að faðir þeirra væri siðblindur og að peningar fjölskyldunnar væru „blóðpeningar“. Önnur þeirra sagði hann hafa komið að dauða fjölda mótmælenda í Úkraínu og að hann væri „sjúkur harðstjóri“.Skömmu áður hafði komist upp um framhjáhald Manafort við konu sem var 30 árum yngri en hann. Manafort greiddi nánast allan hennar kostnað og leigði rándýra íbúð fyrir hana í New York. Þrátt fyrir að upp komst um framhjáhaldið hætti hann því ekki fyrr en að það komst aftur upp hálfu ári seinna. Hjákona hans hafði birt myndir af ferðalögum þeirra á samfélagsmiðlum. Nokkrum mánuðum síðar var Manafort snúinn aftur til Washington DC. Markmið hans var að fá starf hjá framboði Trump og með hjálp gamalla vina, sem mældu með honum við Trump, náði Manafort markmiði sínu. Hann ákvað þó að vinna launalaust fyrir framboð Trump, þrátt fyrir fjárhagsvanda sinn og þrátt fyrir að vinir hans vöruðu hann við því að gamlar syndir yrðu dregnar fram í dagsljósið.Samband Manafort og Trump nær þó aftur til níunda áratugarins þegar Trump réð ráðgjafafyrirtæki Manafort um tíma. Þá á Manafort íbúð í Trump-turni í New York sem hann keypti árið 2006.Hrakinn frá framboðinu Manafort sagði upp stöðu sinni í framboði Trump í kjölfar þess að núverandi ríkisstjórn Úkraínu opinberaði milljóna dala greiðslur frá Yanukovych til Manafort sem hann hafði aldrei gefið upp á skattaskýrslum. Þá kom fljótt í ljós að Manafort væri til rannsóknar hjá ýmsum aðilum í Bandaríkjunum og þeirra á meðal er Robert Mueller, sérstakur sakóknari Dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meðal annars afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Yfirvöld Bandaríkjanna höfðu byrjað að skoða viðskipti Manafort í Úkraínu árið 2014. Í kjölfarið reyndi Trump að gera lítið úr störfum Manafort fyrir framboðið. Sagði hann hafa unnið þar í skamman tíma og þeir hefðu sjaldan ræst við. „Við gætum ekki verið ánægðri með vinnu hans, hvernig hann tæklar málin, hvernig hann stýrir framboðinu og öllu framávið,“ sagði Donald Trump yngri þó í júlí 2016.Newt Gingrich, einn af mestu stuðningsmönnum Trump, sagði í viðtali vioð Fox í ágúst 201, að „enginn ætti að vanmeta það sem Manafort gerði til að koma framboðinu á þann stað sem það er núna.“ Þann 7. júlí, þegar Manafort spilaði stóra rullu í framboði Trump og minna en tveimur vikum áður en Trump tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins, bauðst Manafort til þess að halda sérstaka kynningu fyrir Deripaska um kosningarnar í Bandaríkjunum og kjörbaráttuna. Þetta sendi Manafort í tölvupósti til milliliðs en það hefur ekki verið staðfest að boðið hafi borist til Deripaska eða að kynningin hafi farið fram.Nokkrum dögum eftir að Manafort sendi áðurnefndan tölvupóst kölluðu forsvarsmenn framboðs Trump eftir því breytingum á stefnu Repúblikanaflokksins gagnvart Úkraínu. Lögðu þeir til að fordæming aðgerða Rússa í Úkraínu yrði tekin úr skjalinu. Áðurnefndur milliliður Manafort og Deripaska heitir Konstantin Kilimnik og hann stýrði skrifstofu Manafort í Úkraínu. Robert Gates, fyrrverandi samstarfsmaður Manafort, hefur haldið því fram að Kilimnik sé rússneskur njósnari og rannsakendur Mueller halda því sama fram. Kilimnik var ákærður í júní fyrir að hjálpa Manafort að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á vitni í Rússarannsókninni.Önnur réttarhöld á næstunni Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Kviðdómendur voru ekki sammála um tíu ákærur og verður mögulega réttað yfir honum aftur vegna þeirra. Sömuleiðis gæti hann áfrýjað dómnum. Það hefur ekki verið ákveðið. Miðað við þær ákærur sem hann var sakfelldur fyrir er hámarksrefsingin allt að 80 ár í fangelsi. Dómsuppkvaðning fer fram á þriðjudaginn.Hann mun þó mæta aftur fyrir dómara í september og þá í Washington DC, þar sem Manafort hefur verið ákærður. Þær ákærur snúa að störfum hans erlendis og fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Mueller virðist hafa varið miklu púðri í að reyna að fá Manafort til að starfa með rannsakendum en enn sem komið er hefur það ekki gerst. Mögulega gæti Manafort varpað ljósi á mikilvægar upplýsingar. Donald Trump, sem hefur hrósað Manafort fyrir að svíkja sig ekki, hefur þó íhugað að náða Manafort og hefur Rudy Guiliani, lögmaður Trump, sagt það opinberlega. Þau ummæli hafa þó fallið í grýttan jarðveg hjá báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna.Paul Manafort hefur um árabil verið umdeildur maður og starfað fyrir alræmt fólk. Á þeim tíma hefur honum að mestu tekist að halda sig frá sviðsljósinu, þar til árið 2018. Þegar hann ákvað að vinna fyrir forsetaframboð Donald Trump og svo seinna að stýra framboðinu. Þá höfðu peningar Manafort gufað upp eins og dögg fyrir sólu, þegar hann missti helsta skjólstæðing sinn í Úkraínu en þrátt fyrir miklar skuldir bauðst hann til að vinna launalaust fyrir Trump. Nú er útlit fyrir að Manafort muni eyða stærstum hluta það sem eftir er af ævi hans í fangelsi og á hann enn eftir að fara í gegnum önnur réttarhöld og þá jafnvel tvö. Austur-Kongó Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. Stjórnmálaferill Manafort hófst árið 1976 þegar hann vann fyrir forsetaframboð Gerald Ford. Fjórum árum seinna vann hann fyriri framboð Ronald Reagan. Eftir að Reagan vann forsetakosningarnar árið 1980 stofnaði hann ráðgjafafyrirtæki ásamt þeim Roger Stone (nánum ráðgjafa Trump), Charles Black og Peter Kelly.Saman sérhæfðu þeir sig í að byggja upp samband á milli stjórnmálamanna í Bandaríkjunum og erlendra aðila sem áttu erfitt með ímynd sína. Þeir voru að mestu einræðisherrar og Manafort og félagar unnu hörðum höndum að því að fegra ímynd þeirra út á við. Störf hans í Úkraínu hafa þó vakið mesta athygli að undanförnu og hafa þau sömuleiðis reynst honum erfið þar sem laun hans og greiðslur í Úkraínu rötuðu ekki til skattsins í Bandaríkjunum.Meðal einræðisherra sem Manafort hefur ráðlagt eru Mobutu Sese Seko, einræðisherra Saír, sem nú heitir Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Ferdinand Marcos, einræðisherra Filippseyja og uppreisnarmanninn og stríðsherrann Jonas Savimbi í Angóla. Árið 2005 opnaði hann skristofu í Úkraínu og fór að starfa fyrir Viktor Yanukovych, sem varð seinna forseti landsins með stuðningi yfirvalda Rússlands. Manafort og samstarfsmenn hans byggðu upp samband þessarra manna og Bandaríkjanna.Halaði inn peningum í Úkraínu Manafort græddi verulega á samstarfi sínu við Yanukovych og varð hann í raun einstaklega valdamikill í Úkraínu. Hann lifði dýrum lífsstíl og fjármagnaði hann að mestu með störfum sínum í Úkraínu. Sumarið 2014 breyttist það þó. Umfangsmikil mótmæli gegn stjórn Yanukovych skutu upp kollinum í Úkraínu. Forsetinn hafði þá staðið í vegi fyrir nýjum samningi á milli Úkraínu og Evrópusambandsins. Svo kom að því að rúmlega hundrað mótmælendur voru skotnir til bana af öryggissveitum á Maidan-torgi í Kænugarði. Í kjölfarið stækkuðu mótmælin og Yanukovych var komið frá völdum. Hann flúði til Rússlands þar sem hann býr enn. Manafort hafði misst sína helstu tekjulind og með lífsstíl sínum safnaði hann hratt háum skuldum. Hann tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur nú verið dæmdur fyrir bankasvik í tengslum við þau lán.Stakk af með 19 milljónir Í júlí 2017 sagði New York Times frá því að Manafort skuldaði rússneskum auðjöfri gífurlega fjármuni. Oleg Deripaska, náinn samstarfsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sem talinn er tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Rússlandi, hafði meðal annars látið Manafort fá 19 milljónir dala vegna fjárfestingar í úkraínskri sjónvarpsstöð. Samningurinn gekk ekki upp en Deripaska segir Manafort hafa stungið af með peningana.Rannsakendur Mueller opinberuðu svo í júní að Manafort skuldaði Deripaska tíu milljónir dala til viðbótar. Deripaska og Manafort höfðu starfað saman um árabil og árið 2006 skrifuðu þeir undir samning þar sem Deripaska keypti þjónustu Manafort fyrir tíu milljónir dala á ári.Það verkefni átti að skila ríkisstjórn Pútín „gífurlegum árangri,“ samkvæmt Manafort.Ræddi sjálfsvíg Í kjölfar útlegðar Yanukovych leitaði Manafort að nýjum atvinnutækifærum út um allan heim en án mikils árangurs. Þá reyndi hann að draga úr kostnaði í lífi sínu. Hakkarar komu höndum yfir smáskilaboð dætra Manafort þar sem þær ræddu það hvað faðir þeirri virtist allt í einu vera orðinn nískur. Árið 2015 reyndist Paul Manafort mjög erfitt. Hann var lagður inn á nokkurs konar heilsuhæli og í áfengismeðferð í Arizona og í áðurnefndum skilaboðum, ræddu dætur hans að hann hefði gefið í skyn að hann væri að íhuga sjálfsvíg. Þær sögðu hann gráta á hverjum degi. Í skilaboðunum ræddu þær einnig að faðir þeirra væri siðblindur og að peningar fjölskyldunnar væru „blóðpeningar“. Önnur þeirra sagði hann hafa komið að dauða fjölda mótmælenda í Úkraínu og að hann væri „sjúkur harðstjóri“.Skömmu áður hafði komist upp um framhjáhald Manafort við konu sem var 30 árum yngri en hann. Manafort greiddi nánast allan hennar kostnað og leigði rándýra íbúð fyrir hana í New York. Þrátt fyrir að upp komst um framhjáhaldið hætti hann því ekki fyrr en að það komst aftur upp hálfu ári seinna. Hjákona hans hafði birt myndir af ferðalögum þeirra á samfélagsmiðlum. Nokkrum mánuðum síðar var Manafort snúinn aftur til Washington DC. Markmið hans var að fá starf hjá framboði Trump og með hjálp gamalla vina, sem mældu með honum við Trump, náði Manafort markmiði sínu. Hann ákvað þó að vinna launalaust fyrir framboð Trump, þrátt fyrir fjárhagsvanda sinn og þrátt fyrir að vinir hans vöruðu hann við því að gamlar syndir yrðu dregnar fram í dagsljósið.Samband Manafort og Trump nær þó aftur til níunda áratugarins þegar Trump réð ráðgjafafyrirtæki Manafort um tíma. Þá á Manafort íbúð í Trump-turni í New York sem hann keypti árið 2006.Hrakinn frá framboðinu Manafort sagði upp stöðu sinni í framboði Trump í kjölfar þess að núverandi ríkisstjórn Úkraínu opinberaði milljóna dala greiðslur frá Yanukovych til Manafort sem hann hafði aldrei gefið upp á skattaskýrslum. Þá kom fljótt í ljós að Manafort væri til rannsóknar hjá ýmsum aðilum í Bandaríkjunum og þeirra á meðal er Robert Mueller, sérstakur sakóknari Dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meðal annars afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Yfirvöld Bandaríkjanna höfðu byrjað að skoða viðskipti Manafort í Úkraínu árið 2014. Í kjölfarið reyndi Trump að gera lítið úr störfum Manafort fyrir framboðið. Sagði hann hafa unnið þar í skamman tíma og þeir hefðu sjaldan ræst við. „Við gætum ekki verið ánægðri með vinnu hans, hvernig hann tæklar málin, hvernig hann stýrir framboðinu og öllu framávið,“ sagði Donald Trump yngri þó í júlí 2016.Newt Gingrich, einn af mestu stuðningsmönnum Trump, sagði í viðtali vioð Fox í ágúst 201, að „enginn ætti að vanmeta það sem Manafort gerði til að koma framboðinu á þann stað sem það er núna.“ Þann 7. júlí, þegar Manafort spilaði stóra rullu í framboði Trump og minna en tveimur vikum áður en Trump tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins, bauðst Manafort til þess að halda sérstaka kynningu fyrir Deripaska um kosningarnar í Bandaríkjunum og kjörbaráttuna. Þetta sendi Manafort í tölvupósti til milliliðs en það hefur ekki verið staðfest að boðið hafi borist til Deripaska eða að kynningin hafi farið fram.Nokkrum dögum eftir að Manafort sendi áðurnefndan tölvupóst kölluðu forsvarsmenn framboðs Trump eftir því breytingum á stefnu Repúblikanaflokksins gagnvart Úkraínu. Lögðu þeir til að fordæming aðgerða Rússa í Úkraínu yrði tekin úr skjalinu. Áðurnefndur milliliður Manafort og Deripaska heitir Konstantin Kilimnik og hann stýrði skrifstofu Manafort í Úkraínu. Robert Gates, fyrrverandi samstarfsmaður Manafort, hefur haldið því fram að Kilimnik sé rússneskur njósnari og rannsakendur Mueller halda því sama fram. Kilimnik var ákærður í júní fyrir að hjálpa Manafort að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á vitni í Rússarannsókninni.Önnur réttarhöld á næstunni Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Kviðdómendur voru ekki sammála um tíu ákærur og verður mögulega réttað yfir honum aftur vegna þeirra. Sömuleiðis gæti hann áfrýjað dómnum. Það hefur ekki verið ákveðið. Miðað við þær ákærur sem hann var sakfelldur fyrir er hámarksrefsingin allt að 80 ár í fangelsi. Dómsuppkvaðning fer fram á þriðjudaginn.Hann mun þó mæta aftur fyrir dómara í september og þá í Washington DC, þar sem Manafort hefur verið ákærður. Þær ákærur snúa að störfum hans erlendis og fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Mueller virðist hafa varið miklu púðri í að reyna að fá Manafort til að starfa með rannsakendum en enn sem komið er hefur það ekki gerst. Mögulega gæti Manafort varpað ljósi á mikilvægar upplýsingar. Donald Trump, sem hefur hrósað Manafort fyrir að svíkja sig ekki, hefur þó íhugað að náða Manafort og hefur Rudy Guiliani, lögmaður Trump, sagt það opinberlega. Þau ummæli hafa þó fallið í grýttan jarðveg hjá báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna.Paul Manafort hefur um árabil verið umdeildur maður og starfað fyrir alræmt fólk. Á þeim tíma hefur honum að mestu tekist að halda sig frá sviðsljósinu, þar til árið 2018. Þegar hann ákvað að vinna fyrir forsetaframboð Donald Trump og svo seinna að stýra framboðinu. Þá höfðu peningar Manafort gufað upp eins og dögg fyrir sólu, þegar hann missti helsta skjólstæðing sinn í Úkraínu en þrátt fyrir miklar skuldir bauðst hann til að vinna launalaust fyrir Trump. Nú er útlit fyrir að Manafort muni eyða stærstum hluta það sem eftir er af ævi hans í fangelsi og á hann enn eftir að fara í gegnum önnur réttarhöld og þá jafnvel tvö.
Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24
Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30