Hjálmar Örn fer á kostum í stórskemmtilegu viðtali - Skuldar borgarstjóra pylsu og kók Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 22:19 Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. Hjálmar er mörgum Íslendingum kunnugur en hann er með yfir 10.000 fylgjendur á Snapchat-reikningi sínum. Hann er duglegur að sprella og grínast á snappinu og hefur hann skapað marga skemmtilega karaktera þar inni, með grínröddina, búningafjölda og jafnvel farða að vopni. Meðal vinsælustu karaktera Hjálmars eru Bjarni gröfumaður, Halli hipster og Hvítvínskonan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hjálmari á snappinu þá er notendanafn hans þar hjalmarorn110.Var alltaf grínistinn í skólanum„Ég grínaðist mikið þegar ég var í skólanum. Ég var ekki villingur í Árbæjarskóla en ég var óþekkur. Það var þannig í gamla daga að krakkar sem voru óþekkir voru látnir sitja einir á borði þannig ég sat nánast alltaf einn, allann grunnskólann.“ Aðspurður sagðist Hjálmar hafa eytt svipuðum tíma í kennslustofunni og í sjoppunni Skalla í Árbænum, þegar hann var nemandi við Árbæjarskóla. „Þetta var mjög 50/50, ég skal viðurkenna það.“Hér má sjá brot af þeim karakterum sem Hjálmar hefur skapað á snappinu.Hjálmar ÖrnSkuldar borgarstjóra pylsu og kókÍ viðtalinu fer Hjálmar með Kjartani Atla um æskuslóðir sínar í Árbænum. Þá segir hann meðal annars skemmtilega sögu af því þegar hann og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjálpuðu ungum manni að flytja. Að launum fengu þeir sinn hvorar hundrað krónurnar en það endaði með því að Hjálmar hélt öllum peningnum og keypti sér pylsu og gos. „Í einhverju panikki þá kaupi ég mér pylsu og kók í Skalla fyrir peninginn hans Dags B. Eggertssonar. Dagur varð náttúrulega alveg vitlaus og líka strákurinn, svo þeir eltu mig alveg brjálaðir. Nema hvað að mamma kemur út og öskrar „Dagur, láttu Hjálmar í friði!“ og ég hljóp beint inn. Dagur, ég skulda þér pylsu og kók.“Skalli lifir góðu lífi Í viðtalinu segist Hjálmar venja komur sínar í Skalla. Þar þyki honum gott að koma og fá sér eina eða tvær pylsur af og til. „Þetta er rosalega oft máltíðin mín. Konan, hún er að finna pylsubréf úti um allt.“Eru pylsurnar í Skalla betri en aðrar?„Það er rosa mikið snobbað fyrir pylsum annars staðar og ég skil það alveg, en ef þú vilt fara aftur til upprunans þá er það hérna. Það er alltaf sama gamla góða bragðið hér.“ Hið stórskemmtilega viðtal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Lífið Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. Hjálmar er mörgum Íslendingum kunnugur en hann er með yfir 10.000 fylgjendur á Snapchat-reikningi sínum. Hann er duglegur að sprella og grínast á snappinu og hefur hann skapað marga skemmtilega karaktera þar inni, með grínröddina, búningafjölda og jafnvel farða að vopni. Meðal vinsælustu karaktera Hjálmars eru Bjarni gröfumaður, Halli hipster og Hvítvínskonan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hjálmari á snappinu þá er notendanafn hans þar hjalmarorn110.Var alltaf grínistinn í skólanum„Ég grínaðist mikið þegar ég var í skólanum. Ég var ekki villingur í Árbæjarskóla en ég var óþekkur. Það var þannig í gamla daga að krakkar sem voru óþekkir voru látnir sitja einir á borði þannig ég sat nánast alltaf einn, allann grunnskólann.“ Aðspurður sagðist Hjálmar hafa eytt svipuðum tíma í kennslustofunni og í sjoppunni Skalla í Árbænum, þegar hann var nemandi við Árbæjarskóla. „Þetta var mjög 50/50, ég skal viðurkenna það.“Hér má sjá brot af þeim karakterum sem Hjálmar hefur skapað á snappinu.Hjálmar ÖrnSkuldar borgarstjóra pylsu og kókÍ viðtalinu fer Hjálmar með Kjartani Atla um æskuslóðir sínar í Árbænum. Þá segir hann meðal annars skemmtilega sögu af því þegar hann og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjálpuðu ungum manni að flytja. Að launum fengu þeir sinn hvorar hundrað krónurnar en það endaði með því að Hjálmar hélt öllum peningnum og keypti sér pylsu og gos. „Í einhverju panikki þá kaupi ég mér pylsu og kók í Skalla fyrir peninginn hans Dags B. Eggertssonar. Dagur varð náttúrulega alveg vitlaus og líka strákurinn, svo þeir eltu mig alveg brjálaðir. Nema hvað að mamma kemur út og öskrar „Dagur, láttu Hjálmar í friði!“ og ég hljóp beint inn. Dagur, ég skulda þér pylsu og kók.“Skalli lifir góðu lífi Í viðtalinu segist Hjálmar venja komur sínar í Skalla. Þar þyki honum gott að koma og fá sér eina eða tvær pylsur af og til. „Þetta er rosalega oft máltíðin mín. Konan, hún er að finna pylsubréf úti um allt.“Eru pylsurnar í Skalla betri en aðrar?„Það er rosa mikið snobbað fyrir pylsum annars staðar og ég skil það alveg, en ef þú vilt fara aftur til upprunans þá er það hérna. Það er alltaf sama gamla góða bragðið hér.“ Hið stórskemmtilega viðtal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lífið Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira