Íslendingar greiða sexfalt verð fyrir nýjasta Múmínmálið Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 07:19 Fallegir bollar, því er ekki að neita. Moomin Íslenskir aðdáendur Múmínmálanna eru tilbúnir að greiða margfalt uppsett verð til að bæta nýjasta bollanum í safnið. Málið var gefið út í tilefni alþjóðlega Múmíndagsins, sem haldinn var hátíðlegur í gær. Bollinn er fölbleikur á lit og sýnir tvo Múmínálfa í faðmlögum fyrir framan sólarlagið, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Upplagið af málinu var gríðarlega takmarkað og aðeins fáanlegt í einn sólarhring, frá miðnætti 9. ágúst til síðastliðins miðnættis, á völdum sölustöðum Múmínbollanna sem og í opinberri netverslun Múmínálfanna. Uppsett verð voru 29,90 evrur, eða rúmlega 3700 krónur. Áhuginn var gríðarlegur og mynduðust langar biðraðir við fjöldamörg Múmínútibú í Skandinavíu. Bollarnir seldust upp á svipstundu og sátu margir Múmínáhangendur eftir með sárt ennið. Þeir þurfa því nú að reiða sig á eftirmarkaðinn og eru íslenskir Múmínsafnarar þar engin undantekning. Þeir hafa safnast saman í Facebook-hópnum Múmínmarkaðurinn þar sem bollar og annar Múmínvarningur gengur kaupum og sölum.Langar raðir mynduðust fyrir utan skandinavísk Múmínútibú þegar bollarnir fóru í sölu.AðsendÍslenskir Múmínálfar fóru ekki varhluta af útgáfu nýja bollans í gær og sköpuðust heitar umræður um hvernig best væri að nálgast nýja málið. Íslendingur í Gautaborg varð sér út um málið og ákvað að bjóða það upp á Múmínmarkaðnum. Ef marka má viðbrögðin var áhuginn mikill og að endingu seldist bollinn á 20 þúsund íslenskar krónur, sem er næstum því sexfalt söluverð. Seljandanum tókst að verða sér út um fleiri fölbleika bolla, sem hann segir einnig hafa selst á 20 þúsund krónur. Eftirspurnin eftir fágætum Múmínmálum ætti ekki að koma fólki á óvart sem hefur kynnt sér niðurstöður ritgerðarinnar Kauphegðun Íslendinga : múmínbollar og hjarðhegðun. Eins og nafnið gefur til kynna var rannsóknarefnið áhugi landsmanna á Múmínmálunum og var spurningalisti lagður fyrir meðlimi fyrrnefnda Múmínmarkaðarins.Sjá einnig: Eftirminnilegustu raðir okkar tímaNiðurstöðurnar gefa meðal annars til kynna að flestir íslenskir Múmínaðdáendur eru konur, en þær voru alls 99 prósent svarenda. Flestar þeirra áttu á bilinu 6 til 10 Múmínbolla og segir meirihluti þeirra að áhuginn á bollasöfnuninni hafi kviknað eftir að þær höfðu fengið fyrsta málið að gjöf. Margar þeirra safna jafnframt öðrum hlutum, á borð við Ittala-vörum og matarstelli. Múmínáhangendur verja jafnframt miklum tíma á netinu á hverjum degi, svörin gefa til kynna að 38% þeirra eyði um 3 til 4 klukkustundum á sólarhring í það að vafra um á netinu. Það fær rannsakandann til að leiða sig að þeirri niðurstöðu að áhugann á málunum megi að einhverju leyti rekja til sýnileika bollanna á samfélagsmiðlum, í auglýsingum og í verslunum. Þá séu Íslendingar einnig gjarnir á að fá æði fyrir tilteknum vörum, eins og áhugi landsmanna á Omaggio-vösum og hillum úr Söstrene Grene beri með sér. Neytendur Tengdar fréttir Eftirminnilegustu raðir okkar tíma Í dag er Black Friday, Svartur föstudagur eða fössari, eða hvað sem auglýsendur kjósa að kalla þennan blessaða dag. Honum fylgir víða um heim mikill verslunartryllingur og raðir og því ætlum við að rifja upp nokkrar slíkar hér á þessum síðum. 24. nóvember 2017 10:45 Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 8. september 2016 12:58 Röð langt út úr Kringlunni vegna vegghillna í Söstrene Grene Röð hafði myndast fyrir utan verslun Söstrene Grene í Kringlunni í morgun og náði röðin langt út úr Kringlunni. 22. desember 2016 10:36 Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Sjá meira
Íslenskir aðdáendur Múmínmálanna eru tilbúnir að greiða margfalt uppsett verð til að bæta nýjasta bollanum í safnið. Málið var gefið út í tilefni alþjóðlega Múmíndagsins, sem haldinn var hátíðlegur í gær. Bollinn er fölbleikur á lit og sýnir tvo Múmínálfa í faðmlögum fyrir framan sólarlagið, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Upplagið af málinu var gríðarlega takmarkað og aðeins fáanlegt í einn sólarhring, frá miðnætti 9. ágúst til síðastliðins miðnættis, á völdum sölustöðum Múmínbollanna sem og í opinberri netverslun Múmínálfanna. Uppsett verð voru 29,90 evrur, eða rúmlega 3700 krónur. Áhuginn var gríðarlegur og mynduðust langar biðraðir við fjöldamörg Múmínútibú í Skandinavíu. Bollarnir seldust upp á svipstundu og sátu margir Múmínáhangendur eftir með sárt ennið. Þeir þurfa því nú að reiða sig á eftirmarkaðinn og eru íslenskir Múmínsafnarar þar engin undantekning. Þeir hafa safnast saman í Facebook-hópnum Múmínmarkaðurinn þar sem bollar og annar Múmínvarningur gengur kaupum og sölum.Langar raðir mynduðust fyrir utan skandinavísk Múmínútibú þegar bollarnir fóru í sölu.AðsendÍslenskir Múmínálfar fóru ekki varhluta af útgáfu nýja bollans í gær og sköpuðust heitar umræður um hvernig best væri að nálgast nýja málið. Íslendingur í Gautaborg varð sér út um málið og ákvað að bjóða það upp á Múmínmarkaðnum. Ef marka má viðbrögðin var áhuginn mikill og að endingu seldist bollinn á 20 þúsund íslenskar krónur, sem er næstum því sexfalt söluverð. Seljandanum tókst að verða sér út um fleiri fölbleika bolla, sem hann segir einnig hafa selst á 20 þúsund krónur. Eftirspurnin eftir fágætum Múmínmálum ætti ekki að koma fólki á óvart sem hefur kynnt sér niðurstöður ritgerðarinnar Kauphegðun Íslendinga : múmínbollar og hjarðhegðun. Eins og nafnið gefur til kynna var rannsóknarefnið áhugi landsmanna á Múmínmálunum og var spurningalisti lagður fyrir meðlimi fyrrnefnda Múmínmarkaðarins.Sjá einnig: Eftirminnilegustu raðir okkar tímaNiðurstöðurnar gefa meðal annars til kynna að flestir íslenskir Múmínaðdáendur eru konur, en þær voru alls 99 prósent svarenda. Flestar þeirra áttu á bilinu 6 til 10 Múmínbolla og segir meirihluti þeirra að áhuginn á bollasöfnuninni hafi kviknað eftir að þær höfðu fengið fyrsta málið að gjöf. Margar þeirra safna jafnframt öðrum hlutum, á borð við Ittala-vörum og matarstelli. Múmínáhangendur verja jafnframt miklum tíma á netinu á hverjum degi, svörin gefa til kynna að 38% þeirra eyði um 3 til 4 klukkustundum á sólarhring í það að vafra um á netinu. Það fær rannsakandann til að leiða sig að þeirri niðurstöðu að áhugann á málunum megi að einhverju leyti rekja til sýnileika bollanna á samfélagsmiðlum, í auglýsingum og í verslunum. Þá séu Íslendingar einnig gjarnir á að fá æði fyrir tilteknum vörum, eins og áhugi landsmanna á Omaggio-vösum og hillum úr Söstrene Grene beri með sér.
Neytendur Tengdar fréttir Eftirminnilegustu raðir okkar tíma Í dag er Black Friday, Svartur föstudagur eða fössari, eða hvað sem auglýsendur kjósa að kalla þennan blessaða dag. Honum fylgir víða um heim mikill verslunartryllingur og raðir og því ætlum við að rifja upp nokkrar slíkar hér á þessum síðum. 24. nóvember 2017 10:45 Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 8. september 2016 12:58 Röð langt út úr Kringlunni vegna vegghillna í Söstrene Grene Röð hafði myndast fyrir utan verslun Söstrene Grene í Kringlunni í morgun og náði röðin langt út úr Kringlunni. 22. desember 2016 10:36 Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Sjá meira
Eftirminnilegustu raðir okkar tíma Í dag er Black Friday, Svartur föstudagur eða fössari, eða hvað sem auglýsendur kjósa að kalla þennan blessaða dag. Honum fylgir víða um heim mikill verslunartryllingur og raðir og því ætlum við að rifja upp nokkrar slíkar hér á þessum síðum. 24. nóvember 2017 10:45
Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 8. september 2016 12:58
Röð langt út úr Kringlunni vegna vegghillna í Söstrene Grene Röð hafði myndast fyrir utan verslun Söstrene Grene í Kringlunni í morgun og náði röðin langt út úr Kringlunni. 22. desember 2016 10:36