Tónlist

Nicki Minaj gerir allt vitlaust vegna grófs texta

Bergþór Másson skrifar
Nicki Minaj á tónleikum.
Nicki Minaj á tónleikum. Vísir/Getty
Rapparinn Nicki Minaj gaf út plötuna Queen síðastliðinn föstudag. Þriðja lag plötunnar, Barbie Dreams, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir grófan texta sem fjallar meðal annars um að stunda kynlíf með kollegum sínum í rapp senunni.

Lagið er endurgerð af frægu lagi látnu rappgoðsagnarinnar The Notorious B.I.G, en á fyrstu plötu hans, sem kom út árið 1994, er lag sem ber nafnið „Dreams“ þar sem hann rappar um að sofa hjá R&B og poppstjörnum síns tíma.

Nicki nafngreinir nánast hvern einasta rappara nútímans og gerir bæði stólpagrín að þeim og talar kynferðislega um þá.

Eins og við mátti búast, vakti lagið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Höfðu bæði aðdáendur Nicki og rapparanna sem hún nefnir eitthvað um málið að segja.

Meðal þeirra sem eru nefndir á nafn eru: DJ Khaled, Drake, Meek Mill, Young Thug, 50 Cent og Lil Wayne.

 

Í viðtali við Beats 1 útvarpsstöðina segir Nicki að Barbie Dreams sé ekki meint í vanvirðingu.

„Þetta er bara fyndið, ég elska þá. Ég sagði hluti um fólk sem ég veit að getur tekið gríni og munu ekki væla útaf því.“

„Að lesa viðbrögðin við laginu er ótrúlega fyndið, ég elska þetta.“ bætir hún síðan við.

Hér að neðan má hlusta á lagið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.