Viðskipti innlent

Guðjón sækist eftir formennsku í Neytendasamtökunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðjón Sigurbjartsson vill verða formaður Neytendasamtakanna.
Guðjón Sigurbjartsson vill verða formaður Neytendasamtakanna. Aðsend
Viðskiptafræðingurinn Guðjón Sigurbjartsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum. Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi.

Í tilkynningu segist Guðjón vilja vinna að „hagsmunum neytenda og almennings á breiðum grundvelli.“ Honum þykir hagur þessara hópa hafi orðið undir í umræðunni - „sem hefur komið niður á lífskjörum í landinu.“

Hann segir að breyta þurfi landbúnaðarstefnu stjórnvalda „þannig að virkir bændur fái grunnstuðning og frelsi til að bæta eigin hag með því að keppa á markaði. Frelsi á þessu sviði mun að sjálfsögðu bæta hag neytenda eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins,“ segir Gujón.

Annað stórt hagsmunamál að mati Guðjóns eru að lækka vexti á lánum. „Huga þarf að upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils sem framtíðarlausnar en þangað til þarf að vinna að aukinni samkeppni á lánamarkaði til að knýja niður vexti,“ skrifar frambjóðandinn.

Guðjón er viðskiptafræðingur að mennt og hefur hann meðal annar starfað fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Þá hefur hann einnig starfað fyrir Neytendasamtökin og er jafnframt framkvæmdastjóri samtakanna um Betri Spítala á betri stað.

Nánari upplýsingar um Guðjón má nálgast á vefsíðunni frambjóðandans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×