BMW-bílar í Suður-Kóreu kyrrsettir vegna eldhættu Finnur Orri Thorlacius skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Bilun í eldsneytiskerfi ?BMW-bíla. Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bílunum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW-bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að innkalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldurinn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköllunin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimmfaldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður
Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bílunum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW-bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að innkalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldurinn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköllunin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimmfaldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður