Tónlist

Einlægt danslag frá rapparanum GKR

Bergþór Másson skrifar
Rapparinn GKR.
Rapparinn GKR. GKR
Rapparinn GKR gaf út lagið „Kúl“ á Spotify í dag. Lagið er gert í samstarfi við Pálma Ragnar Ásgeirsson, sem hefur gert garðinn frægan með pródúsentahópnum StopWaitGo.

Laginu lýsir GKR sem „algjöru danslagi, einlægt og skemmtilegt úvarpslag en á sama tíma chillað fjölskyldulag.“

Þetta er í fyrsta skipti sem GKR og Pálmi Ragnar vinna saman og segir GKR í samtali við Vísi samstarfið hafa gengið eins og í sögu.

„Ég hugsaði að það væri sniðugt að vinna með Pálma afþví ég get stundum verið svona út fyrir reglurnar og spái ekki of mikið í hlutunum. Pálmi hefur verið að gera útvarpstónlist og lög sem verða vinsæl og ég var búinn að heyra dótið sem hann var að vinna með Bríet og mér fannst það snilld.“

Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið á Spotify.

GKR og Pálmi.GKR

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.