Tónlist

Listaverk í lestarstöð í London gefa til kynna að Aphex Twin plata sé á leiðinni

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Aphex Twin á tónleikum.
Aphex Twin á tónleikum. Getty/Kristy Sparow
Tónlistarmaðurinn framúrstefnulegi Aphex Twin fer oft ótroðnar slóðir í kynningu á tónlist sinni. The Guardian greinir frá að nýlega birtust dularfullar myndir á veggjum neðanjarðarlestarstöðvarinnar Elephant & Castle í London. Myndirnar eru af bjöguðu einkennismerki Aphex, sem heitir réttu nafni Richard D. James, og þykja gefa til kynna að von sé á nýrri plötu frá honum.

Fyrir síðustu útgáfu hans, Syro, frá árinu 2014, flaug einmitt ljósgrænt loftfar yfir næturklúbbinn Oval Space í London. Á því var einkennismerki tónlistarmannsins, og minna nýju myndirnar óneitanlega á þá óvæntu kynningarherferð.

Valið á staðsetningu myndanna í Elephant & Castle stöðinni gæti hafa komið til vegna gamals orðróms um að Richard hafi búið í glerbyggingu á hringtorgi þar í grennd, en einnig hefur hann verið talinn búa í yfirgefnum banka nærri. Það hefur þó verið sýnt fram á að hann hafi ekki búið í téðri glerbyggingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.