Tækifæri sem ég varð að stökkva á Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júlí 2018 10:30 Dagur Kár lék með Grindavík undanfarin tvö tímabil. vísir/Ernir Dagur Kár Jónsson samdi í gær við við austurríska félagið Raiffeisen Flyers um að leika með liðinu næsta vetur. Mun hann því ekki leika með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, í Domino’s-deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili eins og til stóð. Dagur Kár, sem gekk til liðs við Stjörnuna frá Grindavík fyrr í sumar, var búinn að leika síðustu tvö tímabil með Grindavík. Hann segir að viðræðurnar hafi tekið stuttan tíma. „Þetta kom fyrst upp fyrir tveimur vikum og það er fínt að vera búinn að ganga frá þessu. Ég gerði ráð fyrir að vera hjá Stjörnunni í vetur en þetta kom óvænt upp á borðið og við ákváðum að stökkva á tækifærið. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að lengi og þetta býðst ekki á hverjum degi,“ sagði Dagur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Aðstæðurnar eru flottar og þjálfararnir virkuðu flottir, þeir lofuðu mér stóru hlutverki þannig að ég er afar spenntur. Ég er ekki alveg viss um styrkleika deildarinnar en umboðsmaðurinn minn talaði um að þetta væri aðeins betri deild en skandinavísku deildirnar og aðsóknin góð.“ Hann hrósaði uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, fyrir stuðninginn þegar hann greindi félaginu frá ákvörðun sinni. „Ég var með ákvæði um að geta skoðað möguleika á atvinnumennsku í samningnum. Ég er virkilega þakklátur fyrir viðbrögð Stjörnumanna. Þeir samglöddust strax og voru ekki með neitt vesen,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég er búinn að þekkja flesta þarna lengi og þeir eru held ég bara ánægðir að það sé uppalinn Stjörnumaður kominn í atvinnumennsku.“ Dagur tók þetta skref meðal annars með það að sjónarmiði að gera atlögu að landsliðssæti. „Ég hugsaði mikið út í það, hvað ég gæti gert til að komast í þetta landslið og ég get vonandi sýnt hvað í mér býr þarna úti.“ Sífellt fleiri ungir leikmenn eru að komast út í atvinnumennsku en Dagur sló á þráðinn til Martins Hermannssonar í aðdraganda félagaskiptanna. „Ég heyrði aðeins í Martin, hann hjálpaði mér mikið í þessu ferli og veitti mér góð ráð. Hann veit alveg hvað hann hefur verið að gera í þessu.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Dagur Kár Jónsson samdi í gær við við austurríska félagið Raiffeisen Flyers um að leika með liðinu næsta vetur. Mun hann því ekki leika með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, í Domino’s-deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili eins og til stóð. Dagur Kár, sem gekk til liðs við Stjörnuna frá Grindavík fyrr í sumar, var búinn að leika síðustu tvö tímabil með Grindavík. Hann segir að viðræðurnar hafi tekið stuttan tíma. „Þetta kom fyrst upp fyrir tveimur vikum og það er fínt að vera búinn að ganga frá þessu. Ég gerði ráð fyrir að vera hjá Stjörnunni í vetur en þetta kom óvænt upp á borðið og við ákváðum að stökkva á tækifærið. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að lengi og þetta býðst ekki á hverjum degi,“ sagði Dagur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Aðstæðurnar eru flottar og þjálfararnir virkuðu flottir, þeir lofuðu mér stóru hlutverki þannig að ég er afar spenntur. Ég er ekki alveg viss um styrkleika deildarinnar en umboðsmaðurinn minn talaði um að þetta væri aðeins betri deild en skandinavísku deildirnar og aðsóknin góð.“ Hann hrósaði uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, fyrir stuðninginn þegar hann greindi félaginu frá ákvörðun sinni. „Ég var með ákvæði um að geta skoðað möguleika á atvinnumennsku í samningnum. Ég er virkilega þakklátur fyrir viðbrögð Stjörnumanna. Þeir samglöddust strax og voru ekki með neitt vesen,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég er búinn að þekkja flesta þarna lengi og þeir eru held ég bara ánægðir að það sé uppalinn Stjörnumaður kominn í atvinnumennsku.“ Dagur tók þetta skref meðal annars með það að sjónarmiði að gera atlögu að landsliðssæti. „Ég hugsaði mikið út í það, hvað ég gæti gert til að komast í þetta landslið og ég get vonandi sýnt hvað í mér býr þarna úti.“ Sífellt fleiri ungir leikmenn eru að komast út í atvinnumennsku en Dagur sló á þráðinn til Martins Hermannssonar í aðdraganda félagaskiptanna. „Ég heyrði aðeins í Martin, hann hjálpaði mér mikið í þessu ferli og veitti mér góð ráð. Hann veit alveg hvað hann hefur verið að gera í þessu.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti