Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2018 11:45 Mel B stöðvaði að endingu viðtalið og byrsti sig við Walsh. Skjáskot/Youtube Í myndbandinu sést Walsh, umboðsmaður og framleiðandi, þukla á rassi Mel B, söngkonu og fyrrverandi Kryddpíu, sem bregst ókvæða við, og hefur klippan nú komið af stað umræðu um kynferðislega áreitni. Vakin var athygli á myndbandinu á Twitter á sunnudag og þegar þetta er skrifað hafa nær 250 þúsund manns „líkað“ við færsluna. Myndbandinu er deilt í tístinu og við það er skrifað „Kynferðisleg áreitni í beinni útsendingu, góðir hálsar.“ sexual harassment on live TV folks pic.twitter.com/tjJtE45ZFk— junieblackjones (@dys_nania) July 8, 2018 Klippuna má einnig sjá með hljóði hér að neðan en þar sést hvernig Walsh hvílir hönd sína á rassi Mel B, sem þykir það bersýnilega óþægilegt, í töluverðan tíma. Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. Umræddur Twitter-notandi, @dys_nania, bætir því einnig við að þrátt fyrir að atvik á borð við þetta gerist frammi fyrir allra augum neiti menn enn þá að horfast í augu við það hversu oft slík áreitni fer fram á bak við luktar dyr. Sjálf þurfti Mel B að fá nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum, Stephen Belafonte, í fyrra en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir. Margir taka undir með Twitter-notandanum en aðrir gagnrýna Mel B fyrir viðbrögð hennar. Einn Twitter-notandi sagði hana til að mynda hafa „gert manninn vandræðalegan.“ terrible reaction from mel b embarrassing the man— Elliott Panyi (@elliott_panyi) July 8, 2018 Youtube-stjörnurnar Ethan og Hila Klein, sem halda úti rásinni H3H3productions, ræddu áreitni Walsh í hlaðvarpsþætti sínum áður en myndbandið fór í dreifingu á Twitter. Þau skipuðu sér í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt Walsh harðlega, sem virðist töluvert fjölmennari hópur en þeir sem eru á öndverðum meiði. Upptöku úr hlaðvarpinu má horfa á í spilaranum hér að neðan. Hvorki Mel B né Walsh hafa tjáð sig um myndbandið, hvorki nú né fyrir fjórum árum. Þá vakti atvikið ekki viðlíka athygli þegar það var sýnt í sjónvarpi árið 2014, enda var umræða í anda #MeToo-hreyfingarinnar þá styttra á veg kominn en árið 2018. Mel B starfaði sem dómari í bæði bresku og áströlsku þáttaröðum X Factor á árunum 2011-2016. Walsh tilkynnti í júní síðastliðnum að hann hygðist láta af störfum sem dómari þáttanna. Bíó og sjónvarp MeToo Hæfileikaþættir Bretland Tengdar fréttir Tónlistin kom henni í gegnum eineltið: Mel B með gæsahúð um allan líkama og ýtti á gullhnappinn Hin fimmtán ára Amanda Mena mætti í raunveruleikaþáttinn America´s Got Talent á dögunum og sló rækilega í gegn með magnaðri áheyrnarprufu. 2. júlí 2018 13:30 Sharon Osbourne verður í dómarateyminu í X-Factor Simon Cowell hefur nú staðfest að Sharon Osbourne verði dómari á nýjan leik í raunveruleikaþáttunum X-Factor Uk en hún var hluti af upprunalegu dómurunum í þáttunum sem hófu göngu sína árið 2004. 25. maí 2016 12:30 Cowell vill aftur gamla gengið Simon Cowell vill fá Louis Walsh og Sharon Osbourne til að setjast aftur í dómarasætin í raunveruleikaþáttunum X-Factor UK. 12. apríl 2016 15:30 Kryddpía fær nálgunarbann á eiginmanninn sem beitti hana ofbeldi í áratug og neyddi í kynlífsathafnir Kryddpían Mel B hefur fengið nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum Stephen Belafonte en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir. 4. apríl 2017 11:30 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Í myndbandinu sést Walsh, umboðsmaður og framleiðandi, þukla á rassi Mel B, söngkonu og fyrrverandi Kryddpíu, sem bregst ókvæða við, og hefur klippan nú komið af stað umræðu um kynferðislega áreitni. Vakin var athygli á myndbandinu á Twitter á sunnudag og þegar þetta er skrifað hafa nær 250 þúsund manns „líkað“ við færsluna. Myndbandinu er deilt í tístinu og við það er skrifað „Kynferðisleg áreitni í beinni útsendingu, góðir hálsar.“ sexual harassment on live TV folks pic.twitter.com/tjJtE45ZFk— junieblackjones (@dys_nania) July 8, 2018 Klippuna má einnig sjá með hljóði hér að neðan en þar sést hvernig Walsh hvílir hönd sína á rassi Mel B, sem þykir það bersýnilega óþægilegt, í töluverðan tíma. Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. Umræddur Twitter-notandi, @dys_nania, bætir því einnig við að þrátt fyrir að atvik á borð við þetta gerist frammi fyrir allra augum neiti menn enn þá að horfast í augu við það hversu oft slík áreitni fer fram á bak við luktar dyr. Sjálf þurfti Mel B að fá nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum, Stephen Belafonte, í fyrra en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir. Margir taka undir með Twitter-notandanum en aðrir gagnrýna Mel B fyrir viðbrögð hennar. Einn Twitter-notandi sagði hana til að mynda hafa „gert manninn vandræðalegan.“ terrible reaction from mel b embarrassing the man— Elliott Panyi (@elliott_panyi) July 8, 2018 Youtube-stjörnurnar Ethan og Hila Klein, sem halda úti rásinni H3H3productions, ræddu áreitni Walsh í hlaðvarpsþætti sínum áður en myndbandið fór í dreifingu á Twitter. Þau skipuðu sér í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt Walsh harðlega, sem virðist töluvert fjölmennari hópur en þeir sem eru á öndverðum meiði. Upptöku úr hlaðvarpinu má horfa á í spilaranum hér að neðan. Hvorki Mel B né Walsh hafa tjáð sig um myndbandið, hvorki nú né fyrir fjórum árum. Þá vakti atvikið ekki viðlíka athygli þegar það var sýnt í sjónvarpi árið 2014, enda var umræða í anda #MeToo-hreyfingarinnar þá styttra á veg kominn en árið 2018. Mel B starfaði sem dómari í bæði bresku og áströlsku þáttaröðum X Factor á árunum 2011-2016. Walsh tilkynnti í júní síðastliðnum að hann hygðist láta af störfum sem dómari þáttanna.
Bíó og sjónvarp MeToo Hæfileikaþættir Bretland Tengdar fréttir Tónlistin kom henni í gegnum eineltið: Mel B með gæsahúð um allan líkama og ýtti á gullhnappinn Hin fimmtán ára Amanda Mena mætti í raunveruleikaþáttinn America´s Got Talent á dögunum og sló rækilega í gegn með magnaðri áheyrnarprufu. 2. júlí 2018 13:30 Sharon Osbourne verður í dómarateyminu í X-Factor Simon Cowell hefur nú staðfest að Sharon Osbourne verði dómari á nýjan leik í raunveruleikaþáttunum X-Factor Uk en hún var hluti af upprunalegu dómurunum í þáttunum sem hófu göngu sína árið 2004. 25. maí 2016 12:30 Cowell vill aftur gamla gengið Simon Cowell vill fá Louis Walsh og Sharon Osbourne til að setjast aftur í dómarasætin í raunveruleikaþáttunum X-Factor UK. 12. apríl 2016 15:30 Kryddpía fær nálgunarbann á eiginmanninn sem beitti hana ofbeldi í áratug og neyddi í kynlífsathafnir Kryddpían Mel B hefur fengið nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum Stephen Belafonte en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir. 4. apríl 2017 11:30 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Tónlistin kom henni í gegnum eineltið: Mel B með gæsahúð um allan líkama og ýtti á gullhnappinn Hin fimmtán ára Amanda Mena mætti í raunveruleikaþáttinn America´s Got Talent á dögunum og sló rækilega í gegn með magnaðri áheyrnarprufu. 2. júlí 2018 13:30
Sharon Osbourne verður í dómarateyminu í X-Factor Simon Cowell hefur nú staðfest að Sharon Osbourne verði dómari á nýjan leik í raunveruleikaþáttunum X-Factor Uk en hún var hluti af upprunalegu dómurunum í þáttunum sem hófu göngu sína árið 2004. 25. maí 2016 12:30
Cowell vill aftur gamla gengið Simon Cowell vill fá Louis Walsh og Sharon Osbourne til að setjast aftur í dómarasætin í raunveruleikaþáttunum X-Factor UK. 12. apríl 2016 15:30
Kryddpía fær nálgunarbann á eiginmanninn sem beitti hana ofbeldi í áratug og neyddi í kynlífsathafnir Kryddpían Mel B hefur fengið nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum Stephen Belafonte en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir. 4. apríl 2017 11:30