Minningarorð um Jónas Kristjánsson ritstjóra Sveinn R. Eyjólfsson skrifar 12. júlí 2018 10:00 Félagi minn í leik og starfi í tæp 60 ár, Jónas Kristjánsson ritstjóri, er allur. Við supum marga fjöruna saman á löngum tíma. Kynntumst við sumarstörf í virkjunum við Sogið 1959, en hófum samstarf við blaðaútgáfu á fyrri hluta árs 1968. Þá gekk ég til liðs við dagblaðið Vísi, sem framkvæmdastjóri, að áeggjan Jónasar, sem þá hafði ritstýrt blaðinu um nokkurn tíma. Sú saga öll hefur verið sögð á öðrum stað. Jónas Kristjánsson var um margt óvenjulegur maður. Hann gekk til allra verkefna sinna af ástríðufullri atorku. Hefði í rauninni orðið í fremstu röð á hvaða sviði, sem hann hefði kosið að hasla sér völl á, hvort sem var í hugvísindum eða raunvísindum. Af slíkri nákvæmni sinnti hann öllum sínum verkefnum. Mér eru nokkur þeirra minnisstæð. Fyrst er að nefna golfið. Það er ekki á margra vitorði að Jónas tók að leika golf á fyrstu samsarfsárum okkar. Hann gekk til þessarar íþróttar af miklum krafti og fór jafnvel í golf upp úr klukkan 6 á morgnana og hafði leikið nokkra hringi áður en hann fór til vinnu sinnar á blaðinu, en þar var hann ævinlega mættur fyrir klukkan 8 á morgnana, fyrstur manna. Golfástríðan og þekking Jónasar á íþróttinni var orðin svo mikil að sú spurning hvarflaði að mér um tíma, hvort Jónas Kristjánnson hefði ekki örugglega fundið upp golfíþróttina. Að nokkrum tíma liðnum sögðu fætur hans hingað og ekki lengra. Voru ekki viðbúnir þessu óvænta og óundirbúna álagi. Setti Jónas þá golfsettið inn í geymslu og tók til við önnur áhugamál. Það voru matur og vín. Jónas hafði oft orðið þess var á hinum ýmsu ferðum sínum á fundi og ráðstefnur með erlendum starfsbræðrum, að mikið var talað um mat og vín og stundum af allnokkurri þekkingu, þegar menn sátu saman að kvöldi að lokinni dagskrá. Jónas byrjaði á vínunum. Hófst nú mikil rannsóknarvinna á öllu er að vínum sneri, þar með talin ræktun vínberja og framleiðslu vína í ölllum helztu vínræktarhéruðum heimsins. Jónas heimsótti flesta þessa staði og kynnti sér framleiðsluna í öllum atriðum. Sneri sér síðan að ríkisrekinni einkasölu vína hér á landi. Skoðaði af mikilli nákvæmni víninnkaup og sölu ÁTVR á vínum og þótti ekki mikið til koma. Ekki væri unnið þar af nægilegri nákvæmni og þekkingu á verkefninu. Hófst þá vínsmökkunin. Fór sú athöfn fram á heimili þeirra Kristínar að Fornuströnd á laugardögum klukkan 16, í einn vetur. Rannsakaðar voru 5 tegundir af rauðvíni og 5 af hvítvíni í hvert skipti. Vínin sett á borð og hólkur yfir hverja flösku svo smakkarar sæu ekki tegundaheiti. Þá fékk hver þatttakandi sérstök eyðublöð sem Jónas hafði útbúið og látið prenta, þar sem menn skyldu gefa hinum ýmsu eiginleikum vínanna einkunnir. Þetta var mikil nákvæmnisvinna og fylgdu auðvitað með litlar fötur, sem þátttakendur skyldu spýta í, svo ekki þyrfti að kyngja þessum ósköpum með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Við hjónin entumst í nokkur skipti við þessa iðju en þá komu aðrir vinir í okkar stað. Árangur þessa framtaks varð auðvitað til þess að innkaupastefna ÁTVR breyttist til hins betra, enda birti ritstjórinn árangur smakksins jafnóðum í blaði sínu. Hefur ÁTVR síðan á að skipa færustu sérfræðingum í vínum bæði við innkaup og afgreiðslu. Og fullyrða má að þetta framtak Jónasar hafði raunveruleg áhrif á möguleika kaupenda til að fá boðleg vín á boðlegu verði í Vínbúðunum. Næst snéri Jónas sér að matar- og veitingahúsamenningunni. Tók að kynna sér allt er laut að matseld og framreiðslu á mat í veitingahúsum borgarinnar. Gekk að þessu verki með sama hætti, þ.e. mikilli elju og ástríðu. Birti síðan niðurstöður sínar jafnóðum í sérstökum þáttum um veitingahús. Hef ég fyrir því traustar heimildir að mikill titringur hafi orðið í eldhúsum veitingahúsanna, þegar fréttist af Jónasi og frú í salnum. Eitt nýopnað veitingahús í miðborginni fékk slíka útreið hjá ritstjóranum að þeir kusu að loka staðnum og byrja upp á nýtt síðar, undir öðru nafni. Nú sneri Jónas sér að ferðabókum í samstarfi við Þorstein heitinn Thorarensen bókaútgefanda og fyrrum samstarfsmann á Vísi. Tók Jónas til við að kynna sér öll beztu hótel og veitingastaði í helztu stórborgum heimsins. Svo og alla þekkta staði viðkomandi borgar sem vert væri fyrir ferðamenn að skoða. Þetta var viðamikið verk og urðu af margar bækur í handhægu broti og vel myndskreyttar. Allar myndir í bókunum tók Kristín Halldórsdóttir. Þakklátir íslenskir ferðamenn tóku þessum bókum mjög vel og hafa þær verið endurprentaðar og endurútgefnar um nokkurra ára skeið. Þegar þarna var komið sögu höfðu þau Jónas og Kristín snúið sér að hestamennsku, að áeggjan okkar Auðar. Þegar Jónas hafði keypt nokkra reiðhesta og hesthús í Víðidal tók hann til við að kynna sér ættir og uppruna hrossa sinna. Ekki lét hann þar við sitja heldur hóf að kynna sér og rannsaka ættir og uppruna allra helztu gæðinga landsins, bæði ræktunarmera og stóðhesta. Hófst þar með nýr kafli í starfi vísindamannsins Jónasar Kristjánssonar. Og enn voru verk hans gefin út á prenti. Um a.m.k. tíu ára skeið voru gefin út eftir hann fjöldi mikilla bóka um ættir og uppruna íslenzkra hrossa með nákvæmum ættartölum og fjölda fallegra mynda. Hefði slík rannsóknarvinna, ein og sér, örugglega þótt boðlegt ævistarf venjulegra manna. Sem Jónas var auðvitað ekki. Þau hjón taka nú að stunda ferðalög á hestum um hálendi Íslands. Fannst Jónasi vanta heilstæðar upplýsingar um reiðleiðir á Íslandi, bæði að fornu og nýju. Hófst nú vinna við að rannsaka öll finnanleg gögn um reiðleiðir og koma í aðgengilegt form. Afrakstur þeirrar vinnu varð mikil bók, mörg hundruð blaðsíður í stóru broti, með nákvæmum kortum og öllum fáanlegum upplýsingum um 1001 reiðleið á Íslandi, allt frá landnámi til okkar daga. Mun sú bók lengi í hávegum höfð af íslenzkum hestamönnum. Ég hef kosið að fjalla hér um aðra hlið á Jónasi Kristjánssyni ritstjóra fremur en þá sem þekktari er, þ.e. blaðamennskuna. Munu örugglega einhverjir starfsbræður hans eða systur gera þeim málum skil. Við Auður Eydal viljum að lokum þakka Jónasi Kristjánssyni fyrir langa samfylgd, allt frá árinu 1959, eins og áður sagði. Einnig konu hans Kristínu Halldórsdóttur, sem kom inn í hópinn nokkrum árum síðar, en hún lézt fyrir tveimur árum. Kristín var náinn samstarfsmaður Jónasar alla tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Félagi minn í leik og starfi í tæp 60 ár, Jónas Kristjánsson ritstjóri, er allur. Við supum marga fjöruna saman á löngum tíma. Kynntumst við sumarstörf í virkjunum við Sogið 1959, en hófum samstarf við blaðaútgáfu á fyrri hluta árs 1968. Þá gekk ég til liðs við dagblaðið Vísi, sem framkvæmdastjóri, að áeggjan Jónasar, sem þá hafði ritstýrt blaðinu um nokkurn tíma. Sú saga öll hefur verið sögð á öðrum stað. Jónas Kristjánsson var um margt óvenjulegur maður. Hann gekk til allra verkefna sinna af ástríðufullri atorku. Hefði í rauninni orðið í fremstu röð á hvaða sviði, sem hann hefði kosið að hasla sér völl á, hvort sem var í hugvísindum eða raunvísindum. Af slíkri nákvæmni sinnti hann öllum sínum verkefnum. Mér eru nokkur þeirra minnisstæð. Fyrst er að nefna golfið. Það er ekki á margra vitorði að Jónas tók að leika golf á fyrstu samsarfsárum okkar. Hann gekk til þessarar íþróttar af miklum krafti og fór jafnvel í golf upp úr klukkan 6 á morgnana og hafði leikið nokkra hringi áður en hann fór til vinnu sinnar á blaðinu, en þar var hann ævinlega mættur fyrir klukkan 8 á morgnana, fyrstur manna. Golfástríðan og þekking Jónasar á íþróttinni var orðin svo mikil að sú spurning hvarflaði að mér um tíma, hvort Jónas Kristjánnson hefði ekki örugglega fundið upp golfíþróttina. Að nokkrum tíma liðnum sögðu fætur hans hingað og ekki lengra. Voru ekki viðbúnir þessu óvænta og óundirbúna álagi. Setti Jónas þá golfsettið inn í geymslu og tók til við önnur áhugamál. Það voru matur og vín. Jónas hafði oft orðið þess var á hinum ýmsu ferðum sínum á fundi og ráðstefnur með erlendum starfsbræðrum, að mikið var talað um mat og vín og stundum af allnokkurri þekkingu, þegar menn sátu saman að kvöldi að lokinni dagskrá. Jónas byrjaði á vínunum. Hófst nú mikil rannsóknarvinna á öllu er að vínum sneri, þar með talin ræktun vínberja og framleiðslu vína í ölllum helztu vínræktarhéruðum heimsins. Jónas heimsótti flesta þessa staði og kynnti sér framleiðsluna í öllum atriðum. Sneri sér síðan að ríkisrekinni einkasölu vína hér á landi. Skoðaði af mikilli nákvæmni víninnkaup og sölu ÁTVR á vínum og þótti ekki mikið til koma. Ekki væri unnið þar af nægilegri nákvæmni og þekkingu á verkefninu. Hófst þá vínsmökkunin. Fór sú athöfn fram á heimili þeirra Kristínar að Fornuströnd á laugardögum klukkan 16, í einn vetur. Rannsakaðar voru 5 tegundir af rauðvíni og 5 af hvítvíni í hvert skipti. Vínin sett á borð og hólkur yfir hverja flösku svo smakkarar sæu ekki tegundaheiti. Þá fékk hver þatttakandi sérstök eyðublöð sem Jónas hafði útbúið og látið prenta, þar sem menn skyldu gefa hinum ýmsu eiginleikum vínanna einkunnir. Þetta var mikil nákvæmnisvinna og fylgdu auðvitað með litlar fötur, sem þátttakendur skyldu spýta í, svo ekki þyrfti að kyngja þessum ósköpum með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Við hjónin entumst í nokkur skipti við þessa iðju en þá komu aðrir vinir í okkar stað. Árangur þessa framtaks varð auðvitað til þess að innkaupastefna ÁTVR breyttist til hins betra, enda birti ritstjórinn árangur smakksins jafnóðum í blaði sínu. Hefur ÁTVR síðan á að skipa færustu sérfræðingum í vínum bæði við innkaup og afgreiðslu. Og fullyrða má að þetta framtak Jónasar hafði raunveruleg áhrif á möguleika kaupenda til að fá boðleg vín á boðlegu verði í Vínbúðunum. Næst snéri Jónas sér að matar- og veitingahúsamenningunni. Tók að kynna sér allt er laut að matseld og framreiðslu á mat í veitingahúsum borgarinnar. Gekk að þessu verki með sama hætti, þ.e. mikilli elju og ástríðu. Birti síðan niðurstöður sínar jafnóðum í sérstökum þáttum um veitingahús. Hef ég fyrir því traustar heimildir að mikill titringur hafi orðið í eldhúsum veitingahúsanna, þegar fréttist af Jónasi og frú í salnum. Eitt nýopnað veitingahús í miðborginni fékk slíka útreið hjá ritstjóranum að þeir kusu að loka staðnum og byrja upp á nýtt síðar, undir öðru nafni. Nú sneri Jónas sér að ferðabókum í samstarfi við Þorstein heitinn Thorarensen bókaútgefanda og fyrrum samstarfsmann á Vísi. Tók Jónas til við að kynna sér öll beztu hótel og veitingastaði í helztu stórborgum heimsins. Svo og alla þekkta staði viðkomandi borgar sem vert væri fyrir ferðamenn að skoða. Þetta var viðamikið verk og urðu af margar bækur í handhægu broti og vel myndskreyttar. Allar myndir í bókunum tók Kristín Halldórsdóttir. Þakklátir íslenskir ferðamenn tóku þessum bókum mjög vel og hafa þær verið endurprentaðar og endurútgefnar um nokkurra ára skeið. Þegar þarna var komið sögu höfðu þau Jónas og Kristín snúið sér að hestamennsku, að áeggjan okkar Auðar. Þegar Jónas hafði keypt nokkra reiðhesta og hesthús í Víðidal tók hann til við að kynna sér ættir og uppruna hrossa sinna. Ekki lét hann þar við sitja heldur hóf að kynna sér og rannsaka ættir og uppruna allra helztu gæðinga landsins, bæði ræktunarmera og stóðhesta. Hófst þar með nýr kafli í starfi vísindamannsins Jónasar Kristjánssonar. Og enn voru verk hans gefin út á prenti. Um a.m.k. tíu ára skeið voru gefin út eftir hann fjöldi mikilla bóka um ættir og uppruna íslenzkra hrossa með nákvæmum ættartölum og fjölda fallegra mynda. Hefði slík rannsóknarvinna, ein og sér, örugglega þótt boðlegt ævistarf venjulegra manna. Sem Jónas var auðvitað ekki. Þau hjón taka nú að stunda ferðalög á hestum um hálendi Íslands. Fannst Jónasi vanta heilstæðar upplýsingar um reiðleiðir á Íslandi, bæði að fornu og nýju. Hófst nú vinna við að rannsaka öll finnanleg gögn um reiðleiðir og koma í aðgengilegt form. Afrakstur þeirrar vinnu varð mikil bók, mörg hundruð blaðsíður í stóru broti, með nákvæmum kortum og öllum fáanlegum upplýsingum um 1001 reiðleið á Íslandi, allt frá landnámi til okkar daga. Mun sú bók lengi í hávegum höfð af íslenzkum hestamönnum. Ég hef kosið að fjalla hér um aðra hlið á Jónasi Kristjánssyni ritstjóra fremur en þá sem þekktari er, þ.e. blaðamennskuna. Munu örugglega einhverjir starfsbræður hans eða systur gera þeim málum skil. Við Auður Eydal viljum að lokum þakka Jónasi Kristjánssyni fyrir langa samfylgd, allt frá árinu 1959, eins og áður sagði. Einnig konu hans Kristínu Halldórsdóttur, sem kom inn í hópinn nokkrum árum síðar, en hún lézt fyrir tveimur árum. Kristín var náinn samstarfsmaður Jónasar alla tíð.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun