Lífið

Hamingjusöm hross frýsa meira en önnur

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Tveir á toppnum.
Tveir á toppnum. Vísir/Getty
Hamingjusöm hross frýsa. Þetta eru niðurstöður franskra vísindamanna sem hafa fylgst með hestum við fjölbreyttar aðstæður til að reyna að túlka hugarástand þeirra. Eyru sem vísa fram eru líka vísbending um að hesturinn sé sáttur við lífið.

Hestarnir frýsuðu umtalsvert meira við gleðilegar aðstæður eins og þegar þeim var hleypt út á tún, klappað eða gefið fóður.

Lengi hefur verið talað að frýsið væri aðallega til að losa slím úr nösum. Það virðist frekar vera hliðarverkun, hugarástand hestsins framkallar frýsið.

Hestar sem höfðu verið lengi innilokaðir eða upplifðu streitu frýsuðu umtalsvert minna en önnur hross.

Ítarleg frétt BBC um málið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×