Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 2-5 | KR-ingar sigruðu í markaveislu í Egilshöll Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Egilshöllinni skrifar 16. júlí 2018 21:45 vísir/bára KR vann 5-2 sigur á Fylki í sjö marka leik í Egilshöllinni í kvöld. Fylkir hefur nú tapað síðustu fjórum deildarleikjum sínum í röð. Fylkismönnum í stúkunni hefði verið fyrirgefið fyrir að halda að þeir hefðu farið í tímavél og væru komnir aftur í síðustu viku því þessi leikur byrjaði eins og leikurinn gegn Víkingi. Þeir fengu tvö mörk á sig á fyrstu tíu mínútum leiksins. Fyrsta markið kom á 6. mínútu eftir hraða sókn KR, Kennie Chopart gaf boltann inn í teiginn þar sem Pálmi Rafn Pálmason skoraði örugglega. Tveimur mínútum seinna hafði Andre Bjerregaard tvöfaldað forystuna þegar hann setti frákast frá skoti Pálma Rafns framhjá Aroni Snæ Friðrikssyni í marki Fylkis. Heimamenn voru hins vegar ekki lengi að koma til baka og Daði Ólafsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 15. mínútu. Þá svöruðu KR-ingar aftur og Bjerregaard og Pálmi Rafn bættu við sitt hvoru markinu. Staðan orðin 4-1 eftir hálftíma leik í ótrúlegum fótboltaleik. Síðasta korterið dofnaði aðeins yfir leiknum þar til Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, blés til hálfleiks. Í seinni hálfleik komu Fylkismenn sterkari til leiks en KR-ingar gátu lagst aðeins til baka og þétt varnarmúrinn. Fylki gekk illa að koma sér í opin færi en náðu þó nokkrum sinnum að valda usla í vítateig KR. Ásgeir Eyþórsson náði að laga stöðuna aðeins fyrir Fylki undir lok venjulegs leiktíma en Kennie Chopard gekk frá leiknum í uppbótartíma, lokatölur 5-2 fyrir KR.Af hverju vann KR? Þeir náðu að klára nær allar sóknir sem þeir fóru í í upphafi með marki. Þessar upphafsmínútur voru ótrúlegar og alls ekki eins og maður á að venjast í fótboltaleik þar sem oft er byrjað bara á að þreifa fyrir sér. Það hjálpaði KR að Fylkismenn virtust hafa gleymt því hvernig á að spila vörn í upphafi leiks og gestirnir áttu ekki í neinum vandræðum með að koma sér í frábærar stöður. Þegar forystan var orðin þrjú mörk þá var holan orðin djúp og KR gat siglt nokkuð þægilegum sigri heim.Hverjir stóðu upp úr? Pálmi Rafn Pálmason fær útnefninguna maður leiksins. Hann skoraði tvö mörk og var nálægt því að setja þrennu ásamt því að skila flottri frammistöðu eins og svo oft áður. Fáir aðrir stóðu sérstaklega upp úr í ljósi þess að seinni hálfleikurinn var frekar daufur. Andre Bjerregaard hefur þó fundið markaskóna sem er gott fyrir KR.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, gekk mjög illa. Þeir tengdu illa saman og gekk illa að finna liðsfélaga, ákvarðanir oft á tíðum ekki nógu góðar og jafnvel voru þeir að berjast um sama boltann. Hann skánaði þó nokkuð í seinni hálfleik en var samt ekki nógu beinskeyttur.Hvað gerist næst? Fylkismenn fara til Akureyrar og mæta KA á sunnudaginn. KR tekur á móti Stjörnunni í Vesturbænum á sama tíma.Rúnar Kristinssonvísir/ernirRúnar: Ekkert sérstaklega sáttur við varnarleikinn „Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum mjög góðir í fyrri og ágætir í seinni. Leikurinn fer upp í svolitla vitleysu og við náum ekki að nýta þá möguleika sem við höfum á að koma fimmta markinu á þá í upphafi seinni hálfleiks og drepa leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok. „Fylkismenn komu mjög sterkir inn í síðari hálfleikinn og börðust, gáfust ekki upp, og það er eitthvað sem ég held Helgi sé sáttur við og jákvætt fyrir þá. Við sáum að Víkingar voru 3-0 yfir á móti þeim í hálfleik í síðustu viku og urðum að passa okkur í því að lenda ekki í sama veseni og klára leikinn.“ Það var því alls ekki upplagið að hálfleiksræðunni að KR-ingar gætu tekið því rólega í seinni hálfleik. „Við vorum mjög harðir í hálfleik og ræddum málin á alvarlegum nótum. Það er ekki hægt að gefa neitt í þessari deild. Fylkismenn voru gríðarlega sterkir í síðari hálfleik og áttu ágætis möguleika á því að minnka muninn.“ „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við varnarleikinn og við getum gert betur og refsað þeim betur, en þetta er ferlið sem við erum í, að læra og verða betri og bæta okkur með hverjum deginum.“ Rúnar var mjög ósáttur við dómara leiksins í seinni hálfleik og fékk gult spjald fyrir mótmæli sín þar sem hann átti meðal annars í orðaskiptum við vallarþulinn. Hann vildi þó lítið gera úr því eftir leikinn. „Það er alltaf þannig í þessum leikjum að maður er ósáttur við eitt og eitt atriði og þá kviknar aðeins í hausnum á manni. Maður hefur keppnisskap og vill vinna og þeir eru að reyna að gera allt eftir sinni bestu getu.“ Björgvin Stefánsson var ekki með í leikmannahóp KR í síðasta leik og í framhaldinu gaf KR út yfirlýsingu þar sem greint var frá því að hann hefði misnotað róandi lyf og væri að leita sér aðstoðar vegna þess. Rúnar sagðist vona að sjá Björgvin aftur á vellinum áður en tímabilinu ljúki. „Hann er að fara að vinna í sínum málum og vonandi læknast hann af þessu sem er að hrjá hann. Við munum gera allt sem við getum til þess að hjálpa honum og styðja við bakið á honum og reyna að koma honum á rétt spor. Það er ekkert auðvelt en svo framarlega sem hann tekur þessa ákvörðun sjálfur þá er von og vonandi mun hann standa sig og koma aftur á völlinn áður en Íslandsmótinu lýkur,“ sagði Rúnar Kristinsson.Helgi Sigurðsson.vísir/BáraHelgi: Hreinar línur að þetta er ekki hægt til lengdar „Það er hundfúlt og eitthvað sem við ætluðum okkur ekki að gera tvisvar í röð,“ sagði Helgi Sigurðsson eftir leikinn spurður út í þetta munstur sem er að myndast hjá Fylkismönnum að fá tvö mörk á sig á fyrstu tíu mínútunum. „Af hverju þetta er að gerast tvo leiki í röð er eitthvað sem við þurfum að fara yfir en þetta er náttúrulega ekki boðlegt.“ Fylkismenn áðu að svara fljótt, ólíkt síðasta leik, en fengu svo aftur tvö mörk í andlitið stuttu seinna og framhaldið varð erfitt. „Auðvitað er erfitt að fá á sig fjögur mörk í einum hálfleik, það segir sig sjálft. Við komum þó til baka í seinni hálfleik og fengum nokkur góð færi til þess að laga stöðuna. Miklu betri í seinni hálfleik en aldrei nógu gott til þess að fá eitthvað út úr þessum leik.“ „Ég er ánægður með margt í seinni hálfleiknum en við fáum ekkert fyrir það ef við mætum ekki til leiks eins og menn í fyrri hálfleik. Strákarnir gefast aldrei upp og þeir mega eiga það, en þetta er ekki hægt til lengdar, það eru alveg hreinar línur.“ Fyrir sumarið var áætlað að Fylkismenn væru farnir að spila í Árbænum á þessum tíma en þeir þurfa enn að leika heimaleiki sína í Egilshöllinni. Á Helgi von á því að vera þar áfram? „Eigum við ekki að vona að þessu fari að ljúka. Við erum hér og okkur er engin vorkunn í því, það er engin afsökun fyrir úrslitunum. Við strákarnir þurfum bara að halda fókus á því sem við getum gert og það er að spila fótbolta.“ Jonathan Glenn var fjarverandi í leikmannahóp Fylkis vegna veikinda og enn er enginn Ólafur Ingi Skúlason á skýrslu þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn sé opinn. Helgi sagði það hafa verið vitað allan tímann að Ólafur kæmi ekki inn fyrr en í lok júlí. Næsti leikur Fylkis er á Akureyri gegn KA og þarf Helgi að reyna að finna lausnir á vandamálum sinna manna. „Ég er með einhverjar lausnir en þetta snýst um það að vera grimmir og vinna tæklingar, skallabolta og aðra bolta og við vorum ekki að gera það í dag. Fótbolti snýst um það og svo geta menn farið að reyna að spila,“ sagði Helgi Sigurðsson.Pálmi: Rennandi blautt gervigrasið, verður eiginlega ekki betra „Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur, góður sigur,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, einn markaskorara KR, í leikslok. „Það er mjög gott þegar maður hittir á svona byrjun, hún gefur manni helling. Við hleypum þeim að óþarfa inn í leikinn með að gefa fyrsta markið en við vorum í góðum takti allan fyrri hálfleikinn. Slökum heldur mikið á í seinni hálfleiknum en fimm mörk og góður sigur, við erum sáttir með það.“ Pálmi sagði það ekki hafa verið hugrænt að slaka á í seinni hálfleik, komnir þremur mörkum yfir. „Við vissum alveg hvað Fylkismenn gerðu í síðasta leik þannig að við vitum alveg hvernig þeir eru, þeir koma brjálaðir í allt og ef við gefum þeim smá eftir þá er voðinn vís.“ Á einum af fáum sólardögum á höfuðborgarsvæðinu í sumar þurftu KR-ingar að fara inn í Egilshöll að spila í kvöld og Pálmi sagði það hafa gengið betur en hann átti von á. „Týpískt að fyrsta sólardeginum þá förum við inn í höll. En það var bara mjög gott að spila hérna og kom mér á óvart. Rennandi blautt gervigrasið, það verður eiginlega ekkert betra. Nú förum við bara út í sólina í sólbað,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason. Pepsi Max-deild karla
KR vann 5-2 sigur á Fylki í sjö marka leik í Egilshöllinni í kvöld. Fylkir hefur nú tapað síðustu fjórum deildarleikjum sínum í röð. Fylkismönnum í stúkunni hefði verið fyrirgefið fyrir að halda að þeir hefðu farið í tímavél og væru komnir aftur í síðustu viku því þessi leikur byrjaði eins og leikurinn gegn Víkingi. Þeir fengu tvö mörk á sig á fyrstu tíu mínútum leiksins. Fyrsta markið kom á 6. mínútu eftir hraða sókn KR, Kennie Chopart gaf boltann inn í teiginn þar sem Pálmi Rafn Pálmason skoraði örugglega. Tveimur mínútum seinna hafði Andre Bjerregaard tvöfaldað forystuna þegar hann setti frákast frá skoti Pálma Rafns framhjá Aroni Snæ Friðrikssyni í marki Fylkis. Heimamenn voru hins vegar ekki lengi að koma til baka og Daði Ólafsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 15. mínútu. Þá svöruðu KR-ingar aftur og Bjerregaard og Pálmi Rafn bættu við sitt hvoru markinu. Staðan orðin 4-1 eftir hálftíma leik í ótrúlegum fótboltaleik. Síðasta korterið dofnaði aðeins yfir leiknum þar til Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, blés til hálfleiks. Í seinni hálfleik komu Fylkismenn sterkari til leiks en KR-ingar gátu lagst aðeins til baka og þétt varnarmúrinn. Fylki gekk illa að koma sér í opin færi en náðu þó nokkrum sinnum að valda usla í vítateig KR. Ásgeir Eyþórsson náði að laga stöðuna aðeins fyrir Fylki undir lok venjulegs leiktíma en Kennie Chopard gekk frá leiknum í uppbótartíma, lokatölur 5-2 fyrir KR.Af hverju vann KR? Þeir náðu að klára nær allar sóknir sem þeir fóru í í upphafi með marki. Þessar upphafsmínútur voru ótrúlegar og alls ekki eins og maður á að venjast í fótboltaleik þar sem oft er byrjað bara á að þreifa fyrir sér. Það hjálpaði KR að Fylkismenn virtust hafa gleymt því hvernig á að spila vörn í upphafi leiks og gestirnir áttu ekki í neinum vandræðum með að koma sér í frábærar stöður. Þegar forystan var orðin þrjú mörk þá var holan orðin djúp og KR gat siglt nokkuð þægilegum sigri heim.Hverjir stóðu upp úr? Pálmi Rafn Pálmason fær útnefninguna maður leiksins. Hann skoraði tvö mörk og var nálægt því að setja þrennu ásamt því að skila flottri frammistöðu eins og svo oft áður. Fáir aðrir stóðu sérstaklega upp úr í ljósi þess að seinni hálfleikurinn var frekar daufur. Andre Bjerregaard hefur þó fundið markaskóna sem er gott fyrir KR.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, gekk mjög illa. Þeir tengdu illa saman og gekk illa að finna liðsfélaga, ákvarðanir oft á tíðum ekki nógu góðar og jafnvel voru þeir að berjast um sama boltann. Hann skánaði þó nokkuð í seinni hálfleik en var samt ekki nógu beinskeyttur.Hvað gerist næst? Fylkismenn fara til Akureyrar og mæta KA á sunnudaginn. KR tekur á móti Stjörnunni í Vesturbænum á sama tíma.Rúnar Kristinssonvísir/ernirRúnar: Ekkert sérstaklega sáttur við varnarleikinn „Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum mjög góðir í fyrri og ágætir í seinni. Leikurinn fer upp í svolitla vitleysu og við náum ekki að nýta þá möguleika sem við höfum á að koma fimmta markinu á þá í upphafi seinni hálfleiks og drepa leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok. „Fylkismenn komu mjög sterkir inn í síðari hálfleikinn og börðust, gáfust ekki upp, og það er eitthvað sem ég held Helgi sé sáttur við og jákvætt fyrir þá. Við sáum að Víkingar voru 3-0 yfir á móti þeim í hálfleik í síðustu viku og urðum að passa okkur í því að lenda ekki í sama veseni og klára leikinn.“ Það var því alls ekki upplagið að hálfleiksræðunni að KR-ingar gætu tekið því rólega í seinni hálfleik. „Við vorum mjög harðir í hálfleik og ræddum málin á alvarlegum nótum. Það er ekki hægt að gefa neitt í þessari deild. Fylkismenn voru gríðarlega sterkir í síðari hálfleik og áttu ágætis möguleika á því að minnka muninn.“ „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við varnarleikinn og við getum gert betur og refsað þeim betur, en þetta er ferlið sem við erum í, að læra og verða betri og bæta okkur með hverjum deginum.“ Rúnar var mjög ósáttur við dómara leiksins í seinni hálfleik og fékk gult spjald fyrir mótmæli sín þar sem hann átti meðal annars í orðaskiptum við vallarþulinn. Hann vildi þó lítið gera úr því eftir leikinn. „Það er alltaf þannig í þessum leikjum að maður er ósáttur við eitt og eitt atriði og þá kviknar aðeins í hausnum á manni. Maður hefur keppnisskap og vill vinna og þeir eru að reyna að gera allt eftir sinni bestu getu.“ Björgvin Stefánsson var ekki með í leikmannahóp KR í síðasta leik og í framhaldinu gaf KR út yfirlýsingu þar sem greint var frá því að hann hefði misnotað róandi lyf og væri að leita sér aðstoðar vegna þess. Rúnar sagðist vona að sjá Björgvin aftur á vellinum áður en tímabilinu ljúki. „Hann er að fara að vinna í sínum málum og vonandi læknast hann af þessu sem er að hrjá hann. Við munum gera allt sem við getum til þess að hjálpa honum og styðja við bakið á honum og reyna að koma honum á rétt spor. Það er ekkert auðvelt en svo framarlega sem hann tekur þessa ákvörðun sjálfur þá er von og vonandi mun hann standa sig og koma aftur á völlinn áður en Íslandsmótinu lýkur,“ sagði Rúnar Kristinsson.Helgi Sigurðsson.vísir/BáraHelgi: Hreinar línur að þetta er ekki hægt til lengdar „Það er hundfúlt og eitthvað sem við ætluðum okkur ekki að gera tvisvar í röð,“ sagði Helgi Sigurðsson eftir leikinn spurður út í þetta munstur sem er að myndast hjá Fylkismönnum að fá tvö mörk á sig á fyrstu tíu mínútunum. „Af hverju þetta er að gerast tvo leiki í röð er eitthvað sem við þurfum að fara yfir en þetta er náttúrulega ekki boðlegt.“ Fylkismenn áðu að svara fljótt, ólíkt síðasta leik, en fengu svo aftur tvö mörk í andlitið stuttu seinna og framhaldið varð erfitt. „Auðvitað er erfitt að fá á sig fjögur mörk í einum hálfleik, það segir sig sjálft. Við komum þó til baka í seinni hálfleik og fengum nokkur góð færi til þess að laga stöðuna. Miklu betri í seinni hálfleik en aldrei nógu gott til þess að fá eitthvað út úr þessum leik.“ „Ég er ánægður með margt í seinni hálfleiknum en við fáum ekkert fyrir það ef við mætum ekki til leiks eins og menn í fyrri hálfleik. Strákarnir gefast aldrei upp og þeir mega eiga það, en þetta er ekki hægt til lengdar, það eru alveg hreinar línur.“ Fyrir sumarið var áætlað að Fylkismenn væru farnir að spila í Árbænum á þessum tíma en þeir þurfa enn að leika heimaleiki sína í Egilshöllinni. Á Helgi von á því að vera þar áfram? „Eigum við ekki að vona að þessu fari að ljúka. Við erum hér og okkur er engin vorkunn í því, það er engin afsökun fyrir úrslitunum. Við strákarnir þurfum bara að halda fókus á því sem við getum gert og það er að spila fótbolta.“ Jonathan Glenn var fjarverandi í leikmannahóp Fylkis vegna veikinda og enn er enginn Ólafur Ingi Skúlason á skýrslu þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn sé opinn. Helgi sagði það hafa verið vitað allan tímann að Ólafur kæmi ekki inn fyrr en í lok júlí. Næsti leikur Fylkis er á Akureyri gegn KA og þarf Helgi að reyna að finna lausnir á vandamálum sinna manna. „Ég er með einhverjar lausnir en þetta snýst um það að vera grimmir og vinna tæklingar, skallabolta og aðra bolta og við vorum ekki að gera það í dag. Fótbolti snýst um það og svo geta menn farið að reyna að spila,“ sagði Helgi Sigurðsson.Pálmi: Rennandi blautt gervigrasið, verður eiginlega ekki betra „Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur, góður sigur,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, einn markaskorara KR, í leikslok. „Það er mjög gott þegar maður hittir á svona byrjun, hún gefur manni helling. Við hleypum þeim að óþarfa inn í leikinn með að gefa fyrsta markið en við vorum í góðum takti allan fyrri hálfleikinn. Slökum heldur mikið á í seinni hálfleiknum en fimm mörk og góður sigur, við erum sáttir með það.“ Pálmi sagði það ekki hafa verið hugrænt að slaka á í seinni hálfleik, komnir þremur mörkum yfir. „Við vissum alveg hvað Fylkismenn gerðu í síðasta leik þannig að við vitum alveg hvernig þeir eru, þeir koma brjálaðir í allt og ef við gefum þeim smá eftir þá er voðinn vís.“ Á einum af fáum sólardögum á höfuðborgarsvæðinu í sumar þurftu KR-ingar að fara inn í Egilshöll að spila í kvöld og Pálmi sagði það hafa gengið betur en hann átti von á. „Týpískt að fyrsta sólardeginum þá förum við inn í höll. En það var bara mjög gott að spila hérna og kom mér á óvart. Rennandi blautt gervigrasið, það verður eiginlega ekkert betra. Nú förum við bara út í sólina í sólbað,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti