Kippur í veiðinni í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2018 11:00 Fallegur lax af bátsvaðinu í Eystri Rangá Mynd: ranga.is Það er greinilega að koma kippur í veiðina í Eystri Rangá og göngur að aukast enda er það farið að sjást á veiðitölum. Síðustu daga hafa verið að koma nálægt 50 löxum á land á dag og það er alltaf að aukast lífið í ánni. Hún er yfirleitt að hrökkva í gang um þennan tíma og þá fer hún iðullega yfir 50 laxa á dag og jafnvel upp í 70-90 laxa daga þegar vel liggur á henni. Það getur sett strik í veiðitölurnar að hún dettur stundum í lit og verður illveiðanleg en haldist hún nokkuð hrein í lengri tíma er hún ansi fljót að raða sér á topp fimm listann yfir aflahæstu ár landins. Veiðimenn sem hafa veið við ánna síðustu daga hafa vel tekið eftir göngum í ána og þá sérstaklega þegar vaktin hefur verið staðinn við Bátsvaðið sem er einn neðsti veiðistaðurinn í Eystri Rangá. Í síðustu viku þegar tölur komu út fyrir veiðina í laxveiðiánum voru komnir 216 laxar á land en hún er núna að teygja sig í 500 laxa og á klárlega eftir að renna í sitt besta tímabil. Mest lesið Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Hægt að slíta upp fiska í norðangarra Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði
Það er greinilega að koma kippur í veiðina í Eystri Rangá og göngur að aukast enda er það farið að sjást á veiðitölum. Síðustu daga hafa verið að koma nálægt 50 löxum á land á dag og það er alltaf að aukast lífið í ánni. Hún er yfirleitt að hrökkva í gang um þennan tíma og þá fer hún iðullega yfir 50 laxa á dag og jafnvel upp í 70-90 laxa daga þegar vel liggur á henni. Það getur sett strik í veiðitölurnar að hún dettur stundum í lit og verður illveiðanleg en haldist hún nokkuð hrein í lengri tíma er hún ansi fljót að raða sér á topp fimm listann yfir aflahæstu ár landins. Veiðimenn sem hafa veið við ánna síðustu daga hafa vel tekið eftir göngum í ána og þá sérstaklega þegar vaktin hefur verið staðinn við Bátsvaðið sem er einn neðsti veiðistaðurinn í Eystri Rangá. Í síðustu viku þegar tölur komu út fyrir veiðina í laxveiðiánum voru komnir 216 laxar á land en hún er núna að teygja sig í 500 laxa og á klárlega eftir að renna í sitt besta tímabil.
Mest lesið Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Hægt að slíta upp fiska í norðangarra Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði