Stórir urriðar að veiðast í Laxárdalnum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2018 11:00 Það eru flottir urriðar í Laxárdalnum Mynd: Bjarni Höskuldsson Laxárdalurinn í Laxá í Þingeyjasýslu hefur lengi laðað að sér veiðimenn sem leita sér að áskorun í urriðaveiði. Að veiða urriða er oft mikil áskorun og þá sérstaklega þegar við erum að tala um stóra urriða en þeir eru klárlega sýnd veiði en ekki gefinn. Það eru nokkur mjög skemmtileg veiðisvæði fyrir stórann urriða á Íslandi og eitt af þeim mest krefjandi er Laxárdalurinn. Þar getur veiðimaður þurft að sitja fyrir stórum fiski þangað til hann gefur færi á sér og með nettum græjum og litlum flugum og mikilli kænsku er það oftar en ekki veiðimaðurinn sem hefur betur. Veiðin í Laxárdalnum hefur verið ágæt í sumar og það er eftir því tekið að fiskurinn sem er að veiðast er bæði stór og vel haldinn. Það er greinilegt að dalurinn er að taka vel við sér eftir nokkur mögur ár og veiðimenn sem voru þar við veiðar í gær gerðu góða veiði þegar ellefu stórum urriðum var landað úr einum og sama veiðistaðnum. Veiðistaðurinn er Birningsstaðaflói og eins og sést á myndunum er um feita og fallega urriða að ræða. Það eru reglulega góðar fréttir fyrir unnendur svæðisins að heyra af uppganginum þar núna enda fáir staðir jafn skemmtilegir að veiða þegar kemur að náttúrufegurð og dalurinn við Laxá. Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Laxárdalurinn í Laxá í Þingeyjasýslu hefur lengi laðað að sér veiðimenn sem leita sér að áskorun í urriðaveiði. Að veiða urriða er oft mikil áskorun og þá sérstaklega þegar við erum að tala um stóra urriða en þeir eru klárlega sýnd veiði en ekki gefinn. Það eru nokkur mjög skemmtileg veiðisvæði fyrir stórann urriða á Íslandi og eitt af þeim mest krefjandi er Laxárdalurinn. Þar getur veiðimaður þurft að sitja fyrir stórum fiski þangað til hann gefur færi á sér og með nettum græjum og litlum flugum og mikilli kænsku er það oftar en ekki veiðimaðurinn sem hefur betur. Veiðin í Laxárdalnum hefur verið ágæt í sumar og það er eftir því tekið að fiskurinn sem er að veiðast er bæði stór og vel haldinn. Það er greinilegt að dalurinn er að taka vel við sér eftir nokkur mögur ár og veiðimenn sem voru þar við veiðar í gær gerðu góða veiði þegar ellefu stórum urriðum var landað úr einum og sama veiðistaðnum. Veiðistaðurinn er Birningsstaðaflói og eins og sést á myndunum er um feita og fallega urriða að ræða. Það eru reglulega góðar fréttir fyrir unnendur svæðisins að heyra af uppganginum þar núna enda fáir staðir jafn skemmtilegir að veiða þegar kemur að náttúrufegurð og dalurinn við Laxá.
Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði