Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Þór Símon Hafþórsson skrifar 9. júlí 2018 22:30 Alex Freyr Hilmarsson. Vísir/Andri Marinó Víkingur mætti í heimsókn til Fylkis í bráðarbirgðarheimili liðsins í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. Leikurinn fór hratt af stað en eftir einungis sjö mínútur voru gestirnir úr Fossvoginum skyndilega komnir 2-0 yfir. Fyrra markið skoraði Davíð Örn Atlason er hann fékk að hlaupa óáreyttur inn í vítateig Fylkismanna áður en hann smellti boltanum inn með hægri fæti í fjærhornið. Tveimur mínútum síðar var Víkingur með hornspyrnu en tveir Fylkismenn stukku upp í sama boltann sem datt þá beint í fætur Bjarna Pál Linnet sem var einn á auðum sjó við vítapunktinn og smellti boltanum í netið. Leikurinn varla byrjaður og Fylkir strax 2-0 undir. Fylkir fór þó að sækja í sig veðrið og átti nokkur fín hálffæri til að koma sér aftur í leikinn. Það gekk þó ekki betur en svo að á 40. mínútu straujaði Helgi Valur niður Erling Agnarsson og vítaspyrna réttilega dæmd. Víkingar hefðu stuttu áður átt að fá vítaspyrnu en fengu ekki og því réttlætinu fullnægt þegar Nikolaj Hansen skoraði af öryggi af vítapunktinum. Fylkir setti mikinn þunga í sóknarleikinn í seinni hálfleik er Ragnar Bragi og Ásgeir Örn komu inn fyrir varnarmenn Fylkis og skyndilega var eins og leikurinn hefði snúist við. Fylkir óð í færum og á 53. mínútu minnkaði Jonathan Glenn muninn með marki eftir fyrirgjöf á nærstöng þar sem Glenn potaði boltanum inn. Fylkir hélt áfram að banka fast á dyrnar og þegar 10 mínútur voru eftir skoraði Glenn aftur eftir stórglæsilega skyndisókn Fylkismanna. Glenn var svo aftur á ferð í uppbótartíma er skallinn hans fór naumlega yfir en lengra komust heimamenn ekki og lokatölurnar, 3-2, staðreynd.Afhverju vann Víkingur? Fyrri hálfleikur var eign Víkings sem nýtti færin sín vel og uppskáru góða þriggja marka forystu í hálfleik. Það var hinsvegar ekki sama Víkings lið sem gekk út á völl í seinni hálfleik og á endanum var liðið heppið að landa þremur stigum. En hinsvegar, ef þú skorar þrjú mörk og það bara í fyrri hálfleik, er afskaplega erfitt að tapa leiknum. Sem betur fer fyrir Víkinga.Hverjir stóðu upp úr? Víkings liðið var flott í fyrri hálfleik en að lokum var það fyrst of fremst miðverðir liðsins, Sölvi, Halldór Smári og markvörðurinn Andreas Larsen, sem stóðu upp úr. Þeir eru ástæðan fyrir því að bleika ský fyrri hálfleiks breyttist ekki í eitthvað grátt íslenskt sumar/rigningar ský. Ragnar Bragi byrjaði á bekknum hjá Fylki og ber því enga sök á stöðu mála í hálfleik en hann kom inn á strax eftir hlé og gjörbreytti leik Fylkis. Hvort hann hafi verið ástæða þess að Glenn vaknaði til lífsins veit ég ekki en eftir hroðalegan fyrri hálfleik endaði hann með tvö mörk og var óheppinn að setja ekki þriðja og brjóta þar með öll hjörtu í Fossvoginum.Hvað gekk illa? Fylkisliðið var hroðalegt í fyrri hálfleik þar sem allt gekk á afturfótunum en aftur á móti gekk illa fyrir Víkinga að halda haus í seinni hálfleik. Þegar þú ert 3-0 yfir í hálfleik á seinni hálfleikurinn alltaf að vera eins og göngutúr í garðheimum en svo var alls ekki. Víkingar voru stálheppnir að fara héðan með þrjá punkta.Hvað gerist næst? Víkingar eru í dauðafæri að næla í þriðja sigur sinn í röð er liðið fær hið þrotaða botnlið Keflavíkur í heimsókn á meðan Fylkir fær KR í heimsókn.Glenn í leik með Fylki í sumarvísir/báraJonathan Glenn: Ég hélt hann væri að fara inn Jonathan Glenn skoraði bæði mörk Fylkis í kvöld en var þó að vonum ósáttur í leikslok. „Þetta er erfitt því við verðum að finna leið til að koma okkur aftur á sigurbraut. Ég held að í seinni hálfleik sýndum við hvað við getum en þetta snýst um að spila vel í báðum hálfleikjum og ná í góð úrslit,“ sagði Glenn og segir slæma byrjun Fylkis vera helsta ástæðan fyrir tapinu í kvöld „Við byrjuðum illa. Lentum undir snemma. Við fórum inn í búningsklefa og reyndum að þjappa okkur aftur saman en því miður náðum við ekki að klára endurkomuna.“ Jonathan Glenn var nálægt því að jafna í uppbótartíma en skallinn hans fór naumlega yfir. „Ég hélt hann væri að fara inn en því miður fór hann rétt yfir,“ sagði Glenn sem hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir að Fylkir sé nú í fallsæti eftir 11 umferðir. „Það er fullsnemmt að tala um það. Það eru margir leikir eftir en við verðum að finna leið til enda þessa taphrinu.“ Logi Ólafsson þjálfar Víkingvísr/báraLogi Ólafsson: Erum ekki vanir þessari stöðu á þessum árstíma „Við slökuðum allt of mikið á í seinn hálfleik og gáfum þeim allt of mikið svæði. Það var eins og menn tryðu því að þriðja markið gerði út um leikinn en svo er ekki. Við vorum heppnir að sleppa með þetta,“ sagði guðsfeginn Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir sigur hans manna í dag. Hann viðurkennir að hjartað hafi tekið nokkur aukaslög á lokamínútunum. „Þetta leit út fyrir að ætla verða ansi huggulegt fyrir svona eldri mann á bekknum en þetta var virkilega spennandi undir lokin,“ sagði Logi sem er ánægður með stöðu Víkinga núna en liðið hefur nú unnið tvo sigra í röð og situr um miðja deild í 6. sæti. „Það er mjög gott að vinna þessa tvo leiki í röð. Við erum ekki vanir því að vera í þessari stöðu á þessum árstíma. Við vissum að þetta yrði erfitt þar sem Fylkir höfðu sótt í 10 stig hér á heimavelli.“ Kári Árnasson er funheitur eftir að hafa spilað á HM með Íslenska landsliðinu og segir Loga að það styttist í að hann muni spila fyrir Víking. „Hann er kominn og byrjaður að æfa og er gjaldgengur,“ sagði Logi en mun hann spila næsta leik? „Það er aldrei að vita en ég myndi kaupa miða ef ég væri þú.“Helgi Sigurðsson.vísir/BáraHelgi Sigurðsson: Þetta var of djúp hola „Þetta var of djúp hola til að grafa sig í. Seinni hálfleikur var mjög góður. Strákarnir fá hrós hvernig þeir komu sér inn í leikinn en í heildina er það fyrsta korterið sem gerir útslagið,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir naumt 3-2 tap hans manna gegn Víkingum í kvöld. „Við spiluðum illa í fyrri hálfleik. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða. Það eru allir saman í þessum bát og að róa í sömu átt. En við fengum nóg að færum í seinni til að fá eitthvað úr þessum leik,“ sagði Helgi en Víkingur tók afgerandi forystu snemma leiks. „Leikurinn byrjar þegar dómarinn flautar á og við vorum ekki klárir þá.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir að Fylkir sé nú í fallsæti þegar mótið er hálfnað. „Nei engar áhyggjur. Hef reyndar áhyggjur af fyrri hálfleik en við erum með nógu mikla karaktera og gott lið til að komast upp úr þessu. Þurfum bara að mæta tilbúnir í næsta leik.“Davíð Örn í baráttu við Sigurð Egil Lárusson í leik Víkinga og Vals síðasta sumarvísir/andri marinóDavíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. „Þvílíkur léttir að fá þrjú stig eins og þessi síðari hálfleikur spilaðist. Léttir að fá þrjú stig í hús og tengja saman tvo sigra. Höfum ekki náð því í sumar og verið í basli með það undanfarinn ár,“ sagði Davíð en staðan var 3-0, Víkingum í vil, í hálfleik en Fylkir voru ansi nálægt því að koma til baka í restina og jafna í 3-3. En hvað kom til að Víkingur var næstum því búinn að sleppa frá sér þriggja marka forystu? „Það er eitthvað sem við verðum að skoða en sem betur fer skoruðum við þrjú mörk í fyrri hálfleik og það dugði í dag.“ Davíð Örn skoraði fyrsta mark Víkinga í dag er hann fékk boltann á kanntinum nálægt miðju vallarins og strunsaði upp völlinn óáreittur og smellti boltanum svo í fjærhornið. Ansi myndarlegt mark og sérstaklega í ljósi þess að Davíð er fyrst og fremst varnarmaður. „Ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera. Ætlaði fyrst að skjóta með vinstri en svo datt boltinn á hægri fótinn minn og skaut einhvernveginn. Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég mun skoða þetta oft þar sem ég skora ekki oft,“ sagði Davíð sem segir Víkinga ekki ætla að slaka á þrátt fyrir að vera eftir sigur kvöldsins í 6. sæti eða um miðja deild. „Megum ekki láta það blekkja okkur. Það er stutt í liðin fyrir neðan okkur. Ef við hefðum tapað í dag værum við núna í fallsæti.“ Víkingur er í 6. sæti með 15 stig, fjórum stigum á undan Fylki sem er í fallsæti. Pepsi Max-deild karla
Víkingur mætti í heimsókn til Fylkis í bráðarbirgðarheimili liðsins í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. Leikurinn fór hratt af stað en eftir einungis sjö mínútur voru gestirnir úr Fossvoginum skyndilega komnir 2-0 yfir. Fyrra markið skoraði Davíð Örn Atlason er hann fékk að hlaupa óáreyttur inn í vítateig Fylkismanna áður en hann smellti boltanum inn með hægri fæti í fjærhornið. Tveimur mínútum síðar var Víkingur með hornspyrnu en tveir Fylkismenn stukku upp í sama boltann sem datt þá beint í fætur Bjarna Pál Linnet sem var einn á auðum sjó við vítapunktinn og smellti boltanum í netið. Leikurinn varla byrjaður og Fylkir strax 2-0 undir. Fylkir fór þó að sækja í sig veðrið og átti nokkur fín hálffæri til að koma sér aftur í leikinn. Það gekk þó ekki betur en svo að á 40. mínútu straujaði Helgi Valur niður Erling Agnarsson og vítaspyrna réttilega dæmd. Víkingar hefðu stuttu áður átt að fá vítaspyrnu en fengu ekki og því réttlætinu fullnægt þegar Nikolaj Hansen skoraði af öryggi af vítapunktinum. Fylkir setti mikinn þunga í sóknarleikinn í seinni hálfleik er Ragnar Bragi og Ásgeir Örn komu inn fyrir varnarmenn Fylkis og skyndilega var eins og leikurinn hefði snúist við. Fylkir óð í færum og á 53. mínútu minnkaði Jonathan Glenn muninn með marki eftir fyrirgjöf á nærstöng þar sem Glenn potaði boltanum inn. Fylkir hélt áfram að banka fast á dyrnar og þegar 10 mínútur voru eftir skoraði Glenn aftur eftir stórglæsilega skyndisókn Fylkismanna. Glenn var svo aftur á ferð í uppbótartíma er skallinn hans fór naumlega yfir en lengra komust heimamenn ekki og lokatölurnar, 3-2, staðreynd.Afhverju vann Víkingur? Fyrri hálfleikur var eign Víkings sem nýtti færin sín vel og uppskáru góða þriggja marka forystu í hálfleik. Það var hinsvegar ekki sama Víkings lið sem gekk út á völl í seinni hálfleik og á endanum var liðið heppið að landa þremur stigum. En hinsvegar, ef þú skorar þrjú mörk og það bara í fyrri hálfleik, er afskaplega erfitt að tapa leiknum. Sem betur fer fyrir Víkinga.Hverjir stóðu upp úr? Víkings liðið var flott í fyrri hálfleik en að lokum var það fyrst of fremst miðverðir liðsins, Sölvi, Halldór Smári og markvörðurinn Andreas Larsen, sem stóðu upp úr. Þeir eru ástæðan fyrir því að bleika ský fyrri hálfleiks breyttist ekki í eitthvað grátt íslenskt sumar/rigningar ský. Ragnar Bragi byrjaði á bekknum hjá Fylki og ber því enga sök á stöðu mála í hálfleik en hann kom inn á strax eftir hlé og gjörbreytti leik Fylkis. Hvort hann hafi verið ástæða þess að Glenn vaknaði til lífsins veit ég ekki en eftir hroðalegan fyrri hálfleik endaði hann með tvö mörk og var óheppinn að setja ekki þriðja og brjóta þar með öll hjörtu í Fossvoginum.Hvað gekk illa? Fylkisliðið var hroðalegt í fyrri hálfleik þar sem allt gekk á afturfótunum en aftur á móti gekk illa fyrir Víkinga að halda haus í seinni hálfleik. Þegar þú ert 3-0 yfir í hálfleik á seinni hálfleikurinn alltaf að vera eins og göngutúr í garðheimum en svo var alls ekki. Víkingar voru stálheppnir að fara héðan með þrjá punkta.Hvað gerist næst? Víkingar eru í dauðafæri að næla í þriðja sigur sinn í röð er liðið fær hið þrotaða botnlið Keflavíkur í heimsókn á meðan Fylkir fær KR í heimsókn.Glenn í leik með Fylki í sumarvísir/báraJonathan Glenn: Ég hélt hann væri að fara inn Jonathan Glenn skoraði bæði mörk Fylkis í kvöld en var þó að vonum ósáttur í leikslok. „Þetta er erfitt því við verðum að finna leið til að koma okkur aftur á sigurbraut. Ég held að í seinni hálfleik sýndum við hvað við getum en þetta snýst um að spila vel í báðum hálfleikjum og ná í góð úrslit,“ sagði Glenn og segir slæma byrjun Fylkis vera helsta ástæðan fyrir tapinu í kvöld „Við byrjuðum illa. Lentum undir snemma. Við fórum inn í búningsklefa og reyndum að þjappa okkur aftur saman en því miður náðum við ekki að klára endurkomuna.“ Jonathan Glenn var nálægt því að jafna í uppbótartíma en skallinn hans fór naumlega yfir. „Ég hélt hann væri að fara inn en því miður fór hann rétt yfir,“ sagði Glenn sem hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir að Fylkir sé nú í fallsæti eftir 11 umferðir. „Það er fullsnemmt að tala um það. Það eru margir leikir eftir en við verðum að finna leið til enda þessa taphrinu.“ Logi Ólafsson þjálfar Víkingvísr/báraLogi Ólafsson: Erum ekki vanir þessari stöðu á þessum árstíma „Við slökuðum allt of mikið á í seinn hálfleik og gáfum þeim allt of mikið svæði. Það var eins og menn tryðu því að þriðja markið gerði út um leikinn en svo er ekki. Við vorum heppnir að sleppa með þetta,“ sagði guðsfeginn Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir sigur hans manna í dag. Hann viðurkennir að hjartað hafi tekið nokkur aukaslög á lokamínútunum. „Þetta leit út fyrir að ætla verða ansi huggulegt fyrir svona eldri mann á bekknum en þetta var virkilega spennandi undir lokin,“ sagði Logi sem er ánægður með stöðu Víkinga núna en liðið hefur nú unnið tvo sigra í röð og situr um miðja deild í 6. sæti. „Það er mjög gott að vinna þessa tvo leiki í röð. Við erum ekki vanir því að vera í þessari stöðu á þessum árstíma. Við vissum að þetta yrði erfitt þar sem Fylkir höfðu sótt í 10 stig hér á heimavelli.“ Kári Árnasson er funheitur eftir að hafa spilað á HM með Íslenska landsliðinu og segir Loga að það styttist í að hann muni spila fyrir Víking. „Hann er kominn og byrjaður að æfa og er gjaldgengur,“ sagði Logi en mun hann spila næsta leik? „Það er aldrei að vita en ég myndi kaupa miða ef ég væri þú.“Helgi Sigurðsson.vísir/BáraHelgi Sigurðsson: Þetta var of djúp hola „Þetta var of djúp hola til að grafa sig í. Seinni hálfleikur var mjög góður. Strákarnir fá hrós hvernig þeir komu sér inn í leikinn en í heildina er það fyrsta korterið sem gerir útslagið,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir naumt 3-2 tap hans manna gegn Víkingum í kvöld. „Við spiluðum illa í fyrri hálfleik. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða. Það eru allir saman í þessum bát og að róa í sömu átt. En við fengum nóg að færum í seinni til að fá eitthvað úr þessum leik,“ sagði Helgi en Víkingur tók afgerandi forystu snemma leiks. „Leikurinn byrjar þegar dómarinn flautar á og við vorum ekki klárir þá.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir að Fylkir sé nú í fallsæti þegar mótið er hálfnað. „Nei engar áhyggjur. Hef reyndar áhyggjur af fyrri hálfleik en við erum með nógu mikla karaktera og gott lið til að komast upp úr þessu. Þurfum bara að mæta tilbúnir í næsta leik.“Davíð Örn í baráttu við Sigurð Egil Lárusson í leik Víkinga og Vals síðasta sumarvísir/andri marinóDavíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. „Þvílíkur léttir að fá þrjú stig eins og þessi síðari hálfleikur spilaðist. Léttir að fá þrjú stig í hús og tengja saman tvo sigra. Höfum ekki náð því í sumar og verið í basli með það undanfarinn ár,“ sagði Davíð en staðan var 3-0, Víkingum í vil, í hálfleik en Fylkir voru ansi nálægt því að koma til baka í restina og jafna í 3-3. En hvað kom til að Víkingur var næstum því búinn að sleppa frá sér þriggja marka forystu? „Það er eitthvað sem við verðum að skoða en sem betur fer skoruðum við þrjú mörk í fyrri hálfleik og það dugði í dag.“ Davíð Örn skoraði fyrsta mark Víkinga í dag er hann fékk boltann á kanntinum nálægt miðju vallarins og strunsaði upp völlinn óáreittur og smellti boltanum svo í fjærhornið. Ansi myndarlegt mark og sérstaklega í ljósi þess að Davíð er fyrst og fremst varnarmaður. „Ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera. Ætlaði fyrst að skjóta með vinstri en svo datt boltinn á hægri fótinn minn og skaut einhvernveginn. Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég mun skoða þetta oft þar sem ég skora ekki oft,“ sagði Davíð sem segir Víkinga ekki ætla að slaka á þrátt fyrir að vera eftir sigur kvöldsins í 6. sæti eða um miðja deild. „Megum ekki láta það blekkja okkur. Það er stutt í liðin fyrir neðan okkur. Ef við hefðum tapað í dag værum við núna í fallsæti.“ Víkingur er í 6. sæti með 15 stig, fjórum stigum á undan Fylki sem er í fallsæti.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti