Skila sér hraðar í aukinni verðbólgu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:00 Ríflega fjórðung af vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan mælir, má rekja til verðs á húsnæði. VÍSIR/VILHELM Sú aðferð sem Hagstofa Íslands notar til þess að meta húsnæðiskostnað í vísitölu neysluverðs gerir það að verkum að snögg hækkun á verði húsnæðis leiðir til skammtímasveiflna í verðbólgu sem Seðlabanka Íslands er lögum samkvæmt skylt að bregðast við. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu nefndar um ramma peningastefnunnar. Aðferðin leiðir auk þess til þess að sveiflur á húsnæðisverði hér á landi skila sér hraðar út í húsnæðislið vísitölu neysluverðs en sams konar sveiflur í Kanada og Svíþjóð, að því er fram kemur í úttekt greiningarfyrirtækisins Analytica, sem unnin var að beiðni nefndarinnar, en hagstofur í umræddum ríkjum taka ekki tillit til markaðsverðs húsnæðis með sama hætti og Hagstofa Íslands. Hagstofa Íslands segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé ljóst að samanburður á aðferðunum, þar sem ekki sé aðeins tekið tillit til fasteignavísitölu, heldur fleiri þátta, svo sem afskrifta og vaxta, sýni að sænska aðferðin mæli minni verðbreytingar yfir tímann en sú íslenska. Jafnframt sé ekki víst að slíkur saman burður sýni að sænska aðferðin henti betur en íslenska aðferðin. Ríflega fjórðung af vísitölu neysluverðs má rekja til húsnæðisverðs. Í skýrslu nefndarinnar, sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var í forsvari fyrir, er rakið að hagstofan hér á landi miði í sínum útreikningum á húsnæðiskostnaði við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal á verðbreytingum húsnæðisverðs en hagstofur í Kanada og Svíþjóð beiti flóknari aðferðum sem á síðustu árum hafi verið jafngildar því að tekin séu 25 og 30 ára hlaupandi meðaltöl af húsnæðisverði. Aðferð Hagstofu Íslands leiði þannig til þess að allar hreyfingar á húsnæðisverði séu „mjög fljótar að hlaupa inn í verðbólgumælingarnar“.Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni.Fréttablaðið/StefánEr tekið fram í skýrslunni að „ef markaðsverð hækkar snögglega, líkt og gerðist á höfuðborgarsvæðinu vorið 2017 í tiltölulega lítilli veltu, mun það sjálfkrafa leiða til þess að notendakostnaður allra heimila landsins af húsnæði færist upp í kjölfarið sem kemur síðan fram sem mæld verðbólga“. Í svari Hagstofu Íslands er bent á að í neysluverðsvísitölum sé miðað við að verðbreytingar séu mældar um leið og þær verða og í þeim efnum gildi það sama um húsnæðisverð og önnur verð í vísitölunni. „Um leið og reynt er að jafna út verðbreytingarnar yfir lengra tímabil tapast þessi tengsl og ekkert samræmi verður lengur á milli þess sem mælt er og þess sem raunverulega er að gerast á fasteignamarkaði,“ segir í svarinu. Nefndin tók í skýrslu sinni ekki afstöðu til þess hvaða aðferð hún telur að gæfi raunsönnustu myndina af húsnæðiskostnaði. Hún lagði þess í stað áherslu á mikilvægi sjálfstæðis Hagstofunnar og sagði skipta mestu máli að mæling á verðbólgu væri trúverðug. Patrick Honohan, fyrrverandi seðlabankastjóri Írlands, og Athanasios Orphanides, fyrrverandi seðlabankastjóri Kýpur, sem nefndin fékk til þess að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf í peningamálum, tóku fram í skýrslu sinni að aðferð Hagstofunnar væri mjög viðkvæm fyrir skammtímabreytingum á húsnæðisverði sem hlyti að skapa vanda við framfylgd verðbólgumarkmiðs. Þeir telja hins vegar að aðferðafræðin falli innan viðurkennds ramma við mat á húsnæðiskostnaði. Ein af helstu tillögum nefndarinnar var að verðbólgumarkmið skyldi undanskilið húsnæðisverði. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00 Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Sú aðferð sem Hagstofa Íslands notar til þess að meta húsnæðiskostnað í vísitölu neysluverðs gerir það að verkum að snögg hækkun á verði húsnæðis leiðir til skammtímasveiflna í verðbólgu sem Seðlabanka Íslands er lögum samkvæmt skylt að bregðast við. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu nefndar um ramma peningastefnunnar. Aðferðin leiðir auk þess til þess að sveiflur á húsnæðisverði hér á landi skila sér hraðar út í húsnæðislið vísitölu neysluverðs en sams konar sveiflur í Kanada og Svíþjóð, að því er fram kemur í úttekt greiningarfyrirtækisins Analytica, sem unnin var að beiðni nefndarinnar, en hagstofur í umræddum ríkjum taka ekki tillit til markaðsverðs húsnæðis með sama hætti og Hagstofa Íslands. Hagstofa Íslands segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé ljóst að samanburður á aðferðunum, þar sem ekki sé aðeins tekið tillit til fasteignavísitölu, heldur fleiri þátta, svo sem afskrifta og vaxta, sýni að sænska aðferðin mæli minni verðbreytingar yfir tímann en sú íslenska. Jafnframt sé ekki víst að slíkur saman burður sýni að sænska aðferðin henti betur en íslenska aðferðin. Ríflega fjórðung af vísitölu neysluverðs má rekja til húsnæðisverðs. Í skýrslu nefndarinnar, sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var í forsvari fyrir, er rakið að hagstofan hér á landi miði í sínum útreikningum á húsnæðiskostnaði við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal á verðbreytingum húsnæðisverðs en hagstofur í Kanada og Svíþjóð beiti flóknari aðferðum sem á síðustu árum hafi verið jafngildar því að tekin séu 25 og 30 ára hlaupandi meðaltöl af húsnæðisverði. Aðferð Hagstofu Íslands leiði þannig til þess að allar hreyfingar á húsnæðisverði séu „mjög fljótar að hlaupa inn í verðbólgumælingarnar“.Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni.Fréttablaðið/StefánEr tekið fram í skýrslunni að „ef markaðsverð hækkar snögglega, líkt og gerðist á höfuðborgarsvæðinu vorið 2017 í tiltölulega lítilli veltu, mun það sjálfkrafa leiða til þess að notendakostnaður allra heimila landsins af húsnæði færist upp í kjölfarið sem kemur síðan fram sem mæld verðbólga“. Í svari Hagstofu Íslands er bent á að í neysluverðsvísitölum sé miðað við að verðbreytingar séu mældar um leið og þær verða og í þeim efnum gildi það sama um húsnæðisverð og önnur verð í vísitölunni. „Um leið og reynt er að jafna út verðbreytingarnar yfir lengra tímabil tapast þessi tengsl og ekkert samræmi verður lengur á milli þess sem mælt er og þess sem raunverulega er að gerast á fasteignamarkaði,“ segir í svarinu. Nefndin tók í skýrslu sinni ekki afstöðu til þess hvaða aðferð hún telur að gæfi raunsönnustu myndina af húsnæðiskostnaði. Hún lagði þess í stað áherslu á mikilvægi sjálfstæðis Hagstofunnar og sagði skipta mestu máli að mæling á verðbólgu væri trúverðug. Patrick Honohan, fyrrverandi seðlabankastjóri Írlands, og Athanasios Orphanides, fyrrverandi seðlabankastjóri Kýpur, sem nefndin fékk til þess að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf í peningamálum, tóku fram í skýrslu sinni að aðferð Hagstofunnar væri mjög viðkvæm fyrir skammtímabreytingum á húsnæðisverði sem hlyti að skapa vanda við framfylgd verðbólgumarkmiðs. Þeir telja hins vegar að aðferðafræðin falli innan viðurkennds ramma við mat á húsnæðiskostnaði. Ein af helstu tillögum nefndarinnar var að verðbólgumarkmið skyldi undanskilið húsnæðisverði.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00 Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00
Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30