Borga 8 milljarða króna fyrir að fá að baða sig í Bláa lóninu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. júní 2018 07:15 Starfsmenn Bláa lónsins voru 627 talsins um síðustu áramót og á síðasta ári var tekið á móti 1,3 milljónum gesta, samkvæmt ársreikningi. Launakostnaður er stærstur hluti rekstrarkostnaðar fyrirtækisins. Fréttablaðið/GVA „Við vorum að fjölga gestum og gera betur á öllum sviðum,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Tekjur Bláa lónsins af sölu á aðgangi að lóninu jukust um tæplega 41 prósent í fyrra. Þær fóru úr 44,5 milljónum evra upp í 62,6 milljónir evra (7,9 milljarða króna). Samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár jukust heildartekjur af starfsemi fyrirtækisins úr 77,2 milljónum evra (9,7 milljörðum króna) í 102,3 milljónir evra (12,9 milljarða króna). Hagnaður félagsins jókst um tæpar átta milljónir evra, fór úr 23,5 (2,96 milljörðum króna) í rúmlega 31 milljón evra (3,9 milljarða króna). Fyrirtækið greiðir hluthöfum 16 milljónir evra í arð vegna síðasta árs, eða um tvo milljarða króna. Grímur segir að á tíu ára tímabili hafi ekki verið greiddur arður. „En við höfum verið að greiða út arð undanfarin ár og við borguðum út 13 milljónir evra í fyrra í arð,“ segir hann. Grímur segir að reksturinn á yfirstandandi ári hafi gengið samkvæmt áætlunum sem höfðu verið gerðar. „Tekjurnar eru vel á pari við það sem þær voru í fyrra. Að vísu er rekstrarkostnaðurinn okkar meiri vegna þess að við vorum að opna nýju hótelbygginguna okkar og nýja upplifunarsvæðið. Þannig að kostnaður hefur líka aukist,“ segir Grímur. Í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna ársreikningsins kemur fram að í upphafi síðasta árs voru gerðar umbætur á baðsvæði Bláa lónsins, unnið var að stækkun skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og lokahnykkurinn var settur á byggingaframkvæmdir á nýju hóteli og upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon Iceland. Þar kemur líka fram að starfsmenn fyrirtækisins voru 627 í lok síðasta árs, Grímur segir að nú að lokinni þessari uppbyggingu sé ekki útilokað að stjórnendur Bláa lónsins fari að huga að skráningu fyrirtækisins á markað. „Við erum eins og önnur fyrirtæki alltaf með auga á því og það er ekkert útilokað að við förum að huga frekar að því núna,“ segir hann. Grímur útilokar ekki að fyrirtækið yrði þá skráð á markað erlendis. „Það hefur ekki verið tekin nein formleg ákvörðun um það en það er eitt af þeim verkefnum sem við höfum með höndum sem stjórnendur félagsins, að velta því fyrir okkur á hverjum tíma hvað er best fyrir hluthafa félagsins.“vísir/pjetur Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira
„Við vorum að fjölga gestum og gera betur á öllum sviðum,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Tekjur Bláa lónsins af sölu á aðgangi að lóninu jukust um tæplega 41 prósent í fyrra. Þær fóru úr 44,5 milljónum evra upp í 62,6 milljónir evra (7,9 milljarða króna). Samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár jukust heildartekjur af starfsemi fyrirtækisins úr 77,2 milljónum evra (9,7 milljörðum króna) í 102,3 milljónir evra (12,9 milljarða króna). Hagnaður félagsins jókst um tæpar átta milljónir evra, fór úr 23,5 (2,96 milljörðum króna) í rúmlega 31 milljón evra (3,9 milljarða króna). Fyrirtækið greiðir hluthöfum 16 milljónir evra í arð vegna síðasta árs, eða um tvo milljarða króna. Grímur segir að á tíu ára tímabili hafi ekki verið greiddur arður. „En við höfum verið að greiða út arð undanfarin ár og við borguðum út 13 milljónir evra í fyrra í arð,“ segir hann. Grímur segir að reksturinn á yfirstandandi ári hafi gengið samkvæmt áætlunum sem höfðu verið gerðar. „Tekjurnar eru vel á pari við það sem þær voru í fyrra. Að vísu er rekstrarkostnaðurinn okkar meiri vegna þess að við vorum að opna nýju hótelbygginguna okkar og nýja upplifunarsvæðið. Þannig að kostnaður hefur líka aukist,“ segir Grímur. Í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna ársreikningsins kemur fram að í upphafi síðasta árs voru gerðar umbætur á baðsvæði Bláa lónsins, unnið var að stækkun skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og lokahnykkurinn var settur á byggingaframkvæmdir á nýju hóteli og upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon Iceland. Þar kemur líka fram að starfsmenn fyrirtækisins voru 627 í lok síðasta árs, Grímur segir að nú að lokinni þessari uppbyggingu sé ekki útilokað að stjórnendur Bláa lónsins fari að huga að skráningu fyrirtækisins á markað. „Við erum eins og önnur fyrirtæki alltaf með auga á því og það er ekkert útilokað að við förum að huga frekar að því núna,“ segir hann. Grímur útilokar ekki að fyrirtækið yrði þá skráð á markað erlendis. „Það hefur ekki verið tekin nein formleg ákvörðun um það en það er eitt af þeim verkefnum sem við höfum með höndum sem stjórnendur félagsins, að velta því fyrir okkur á hverjum tíma hvað er best fyrir hluthafa félagsins.“vísir/pjetur
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira