Trump hraunar yfir Fallon og félaga: „Er þetta fólk fyndið?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 11:35 Grínistarnir þrír munu eflaust svara forsetanum fullum hálsi. Vísir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét spjallþáttastjórnendurna Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert heyra það í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Háðfuglarnir þrír hafa á undanförnum árum gert mikið grín að forsetanum. Trump var staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og lét ummæli sín um þremenninganna falla í langri ræðu þar sem hann fór um víðan völl. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Fallon sem stýrir The Tonight Show á NBC sjónvarpstöðinni. Hafa þeir tveir eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga og virðast samskiptin þar hafa verið Trump hugleikin ef marka má ræðuna. „Jimmy Fallon baðst afsökunar á því að hafa gert mig „mannlegan“, aumingja maðurinn vegna þess að núna mun hann glata okkur öllum,“ sagði Trump við töluverð fagnaðarlæti áhorfenda. „Hann er alveg fínn náungi en hann er týndur, hann er týnd sál.“ Þá sagði Trump að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel væri hæfileikalaus með öllu og að hann myndi aldrei fara aftur í heimsókn í þátt Kimmel. „Maðurinn er hræðilegur,“ sagði Trump. Minntist hann einnig á Stephen Colbert sem stýrir þætti á CBS sjónvarpstöðinni. Minntist hann þó ekki á nafn hans heldur kallaði hann einungis „náungann á CBS.“ Líkt og með Kimmel hélt Trump því fram að Colbert væri hæfileikalaus auk þess sem hann bætti því að Colbert væri „skítseyði“. „Í alvöru talað, er þetta fólk fyndið?“ spurði Trump áhorfendur sem kölluðu „Nei!“ til baka. „Ég get hlegið að sjálfum mér og í sannleika sagt, ef ég gæti það ekki væri ég í vondum málum. En það er enginn hæfileiki, þetta er ekki hæfileikaríkt fólk.“Ummæli Trump um grínistana þrjá má sjá hér að neðan þegar um einn klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét spjallþáttastjórnendurna Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert heyra það í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Háðfuglarnir þrír hafa á undanförnum árum gert mikið grín að forsetanum. Trump var staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og lét ummæli sín um þremenninganna falla í langri ræðu þar sem hann fór um víðan völl. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Fallon sem stýrir The Tonight Show á NBC sjónvarpstöðinni. Hafa þeir tveir eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga og virðast samskiptin þar hafa verið Trump hugleikin ef marka má ræðuna. „Jimmy Fallon baðst afsökunar á því að hafa gert mig „mannlegan“, aumingja maðurinn vegna þess að núna mun hann glata okkur öllum,“ sagði Trump við töluverð fagnaðarlæti áhorfenda. „Hann er alveg fínn náungi en hann er týndur, hann er týnd sál.“ Þá sagði Trump að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel væri hæfileikalaus með öllu og að hann myndi aldrei fara aftur í heimsókn í þátt Kimmel. „Maðurinn er hræðilegur,“ sagði Trump. Minntist hann einnig á Stephen Colbert sem stýrir þætti á CBS sjónvarpstöðinni. Minntist hann þó ekki á nafn hans heldur kallaði hann einungis „náungann á CBS.“ Líkt og með Kimmel hélt Trump því fram að Colbert væri hæfileikalaus auk þess sem hann bætti því að Colbert væri „skítseyði“. „Í alvöru talað, er þetta fólk fyndið?“ spurði Trump áhorfendur sem kölluðu „Nei!“ til baka. „Ég get hlegið að sjálfum mér og í sannleika sagt, ef ég gæti það ekki væri ég í vondum málum. En það er enginn hæfileiki, þetta er ekki hæfileikaríkt fólk.“Ummæli Trump um grínistana þrjá má sjá hér að neðan þegar um einn klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira