Umfjöllu, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Grindavík 0-1 │Hewson tryggði Grindavík sigur Einar Sigurvinsson skrifar 14. júní 2018 22:00 Sam Hewson fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/daníel Grindavík vann 1-0 sigur á Fjölni í 9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram á Extra-vellinum í Grafarvogi. Eina mark leiksins skoraði Sam Hewson með glæsilegu skoti fyrir utan teig þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Leikurinn fór rólega af stað. Grindavík hélt boltanum betur en báðum liðum gekk illa að skapa sér færi. Fyrsta hættulega færi leiksins fengu heimamenn en það kom ekki fyrr en skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Þá skallaði Ægir Jarl boltann fyrir fætur Birnis Snæs Ingasonar sem var kominn í góða stöðu á móti Kristijan Jajalo, en hann hitti boltann illa og skaut framhjá markinu. Spilamennska liðanna breyttist lítið í síðari hálfleik. Þau skiptust á að sækja en sóknirnar skiluðu litlu. Fyrsta og eina mark leiksins kom því eins og þruma úr heiðskýru loft. Grindavík fékk hornspyrnu sem Fjölnismenn náðu ekki að hreinsa lengra en fyrir fætur Sam Hewson rétt fyrir utan teig. Hann gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum í fyrstu snertingu, beint upp í samskeytin, að því er virtist óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki Fjölnis. Þetta mark ræði úrslitum og fóru því öll stigin þrjú til gestanna frá Grindavík sem geta farið sáttir inn í HM-frí, en næsti leikur beggja liða er ekki fyrr en 1. júlí.Af hverju vann Grindavík leikinn? Mark Sam Hewson, sem ákvað að smella boltanum upp samskeytin á 85. mínútu, var það sem skildi liðin að í kvöld. Í rauninni var sáralítið sem skildi liðin að. Bæði börðust eins og ljón og þó færi leiksins hafi ekki verið mörk fengu bæði lið góð tækifæri til þess að skora.Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins var Sam Hewson. Hann kláraði þennan leik fyrir Grindavík með einu af mörkum sumarsins. Þess utan var hann frábær á miðjunni, bæði varnarlega og sóknarlega. Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur var einnig frábær í sínu leiðtogahlutverki. Í liði Fjölnis stóð alltaf hætta af Birni Snæ Ingasyni. Flest færi Fjölnis komu þó líklega frá Ægi Jarli Jónassyni sem vann flesta sína skallabolta og kom um leið samherjum sínum í oftar en ekki góða stöðu. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa færi og var spil með hægara móti. Ekki er óhugsandi að þreyta sé komin í menn, en leikurinn í kvöld var sá fjórði á síðustu tveimur vikum hjá liðunum.Hvað gerist næst? Nú tekur smá HM-pása hjá liðinum. Næsti leikur Fjölnis verður því ekki fyrr en þann 1. júlí gegn Fylkismönnum. Sama dag mætir Grindavík til Vestmannaeyja þar sem ÍBV munu taka á móti þeim. Óli Stefán: Hefði alveg tekið eitt stigVísir/Andri Marínó„Ég er bara ótrúlega ánægður, þetta var ótrúlegur iðnarsigur í dag. Við þurftum að vera rosalega þolinmóðir,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigur sinna manna gegn Fjölni í kvöld. „Bæði lið voru svolítið að sitja og vildu ekki fá á sig mark. Leikurinn bar þess merki. En það var svo gott að sjá Sam setja hann þarna og ná í þessi þrjú stig sem við komum til að sækja.“ Lítill hraði var í leik liðanna í kvöld og á tímabili virtist sem bæði liðin væru búinn að sætta sig við jafnteflið. „Það var alveg klár stefna að ná í þrjú stig, en miðað við það hvernig leikurinn þróaðist þá hefði maður alveg tekið eitt stig. Ég viðurkenni það að ég sagði það ákveðnum tímapunkti í leiknum. Mér fannst leikurinn vera þannig. Hann opnaðist aldrei almennilega. En ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, ég er svo ánægður með þetta sigurmark hjá Sam.“ Óli telur að þreyta hafi töluverð áhrif á hraða leiksins í dag. „Það er búið að vera ofboðslegt leikjaálag á öllum liðum. Maður sér alveg að það er að hægjast á flestum liðum. Andstæðingar okkar í dag, Fjölnir, fá rasskellingu í síðasta leik. Þeir náttúrlega þéttast við það og hugsa um að loka fyrir rammann og þeir gerðu það vel. Fjölnir spilaði alls ekki illa. Þeir voru agaðir og mjög erfiðir við að eiga í dag. Eftir sigurinn í kvöld situr Grindavík 3. sæti Pepsi-deildarinnar, einu stigi frá toppliði Vals. Liðið getur því vel við unað áður en haldið er í hálfsmánaðar HM-frí. „Nú gef ég strákunum bara fimm daga frí, verðskuldað. Svo tekur bara við tíu daga „pre-season“ þar sem við þurfum að stilla saman form og ýmis atriði. Okkur gefst núna loksins ákveðinn tími í það, eftir þetta mikla leikjaálag,“ sagði sáttur Óli Stefán að lokum. Ólafur Páll: Fannst við eiga eitthvað skilið úr leiknumÓlafur Páll Snorrasonvísir/bára„Svekkjandi að fá markið á sig í lokin. Það var lítill tími til þess að svara því, við reyndum, en það gekk ekki,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis í leikslok. „Við vorum svolítið óöruggir í byrjun. Þeir komust svolítið aftur fyrir okkur en við unnum okkur inn í leikinn og spiluðum ágætan varnarleik. Mér fannst við eiga eitthvað skilið úr leiknum. Ólafur var nokkuð ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld, en það vantaði að klára sóknirnar. „Við vorum að fá ágætis tækifæri og nokkur mjög góð færi til þess að koma á þá marki. En leikurinn var hægur því bæði lið voru svolítið að passa sig og vildi láta hitt liðið hafa boltann. Við breyttum aðeins um taktík í þessum leik og það gekk ágætlega, þá að við höfum verið óöruggir í byrjun.“ „Við vorum klaufar, við fengum nokkra sénsa til að koma boltanum fyrir markið í góðri fyrirgjafarstöðu en við vorum ekki nógu góðir í því að koma boltanum fyrir. Sigurmark Grindavíkur kom eftir hornspyrnu en þetta er ekki fyrsta markið í sumar sem Fjölnir fær á sig úr föstu leikatriði. „Enn og aftur, einbeitingarleysi eða skipulagsleysi varnarlega í föstum leikatriðum, sem er vont.“ Eftir leikinn í kvöld situr Fjölnir í 9. sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsæti. Ólafur telur þó of snemmt að hafa áhyggjur af stöðunni í Grafarvogi. „Mótið er aðeins lengra heldur en bara fram í júlí, spurðu mig aftur eftir svona tvo mánuði,“ sagði Ólafur Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla
Grindavík vann 1-0 sigur á Fjölni í 9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram á Extra-vellinum í Grafarvogi. Eina mark leiksins skoraði Sam Hewson með glæsilegu skoti fyrir utan teig þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Leikurinn fór rólega af stað. Grindavík hélt boltanum betur en báðum liðum gekk illa að skapa sér færi. Fyrsta hættulega færi leiksins fengu heimamenn en það kom ekki fyrr en skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Þá skallaði Ægir Jarl boltann fyrir fætur Birnis Snæs Ingasonar sem var kominn í góða stöðu á móti Kristijan Jajalo, en hann hitti boltann illa og skaut framhjá markinu. Spilamennska liðanna breyttist lítið í síðari hálfleik. Þau skiptust á að sækja en sóknirnar skiluðu litlu. Fyrsta og eina mark leiksins kom því eins og þruma úr heiðskýru loft. Grindavík fékk hornspyrnu sem Fjölnismenn náðu ekki að hreinsa lengra en fyrir fætur Sam Hewson rétt fyrir utan teig. Hann gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum í fyrstu snertingu, beint upp í samskeytin, að því er virtist óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki Fjölnis. Þetta mark ræði úrslitum og fóru því öll stigin þrjú til gestanna frá Grindavík sem geta farið sáttir inn í HM-frí, en næsti leikur beggja liða er ekki fyrr en 1. júlí.Af hverju vann Grindavík leikinn? Mark Sam Hewson, sem ákvað að smella boltanum upp samskeytin á 85. mínútu, var það sem skildi liðin að í kvöld. Í rauninni var sáralítið sem skildi liðin að. Bæði börðust eins og ljón og þó færi leiksins hafi ekki verið mörk fengu bæði lið góð tækifæri til þess að skora.Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins var Sam Hewson. Hann kláraði þennan leik fyrir Grindavík með einu af mörkum sumarsins. Þess utan var hann frábær á miðjunni, bæði varnarlega og sóknarlega. Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur var einnig frábær í sínu leiðtogahlutverki. Í liði Fjölnis stóð alltaf hætta af Birni Snæ Ingasyni. Flest færi Fjölnis komu þó líklega frá Ægi Jarli Jónassyni sem vann flesta sína skallabolta og kom um leið samherjum sínum í oftar en ekki góða stöðu. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa færi og var spil með hægara móti. Ekki er óhugsandi að þreyta sé komin í menn, en leikurinn í kvöld var sá fjórði á síðustu tveimur vikum hjá liðunum.Hvað gerist næst? Nú tekur smá HM-pása hjá liðinum. Næsti leikur Fjölnis verður því ekki fyrr en þann 1. júlí gegn Fylkismönnum. Sama dag mætir Grindavík til Vestmannaeyja þar sem ÍBV munu taka á móti þeim. Óli Stefán: Hefði alveg tekið eitt stigVísir/Andri Marínó„Ég er bara ótrúlega ánægður, þetta var ótrúlegur iðnarsigur í dag. Við þurftum að vera rosalega þolinmóðir,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigur sinna manna gegn Fjölni í kvöld. „Bæði lið voru svolítið að sitja og vildu ekki fá á sig mark. Leikurinn bar þess merki. En það var svo gott að sjá Sam setja hann þarna og ná í þessi þrjú stig sem við komum til að sækja.“ Lítill hraði var í leik liðanna í kvöld og á tímabili virtist sem bæði liðin væru búinn að sætta sig við jafnteflið. „Það var alveg klár stefna að ná í þrjú stig, en miðað við það hvernig leikurinn þróaðist þá hefði maður alveg tekið eitt stig. Ég viðurkenni það að ég sagði það ákveðnum tímapunkti í leiknum. Mér fannst leikurinn vera þannig. Hann opnaðist aldrei almennilega. En ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, ég er svo ánægður með þetta sigurmark hjá Sam.“ Óli telur að þreyta hafi töluverð áhrif á hraða leiksins í dag. „Það er búið að vera ofboðslegt leikjaálag á öllum liðum. Maður sér alveg að það er að hægjast á flestum liðum. Andstæðingar okkar í dag, Fjölnir, fá rasskellingu í síðasta leik. Þeir náttúrlega þéttast við það og hugsa um að loka fyrir rammann og þeir gerðu það vel. Fjölnir spilaði alls ekki illa. Þeir voru agaðir og mjög erfiðir við að eiga í dag. Eftir sigurinn í kvöld situr Grindavík 3. sæti Pepsi-deildarinnar, einu stigi frá toppliði Vals. Liðið getur því vel við unað áður en haldið er í hálfsmánaðar HM-frí. „Nú gef ég strákunum bara fimm daga frí, verðskuldað. Svo tekur bara við tíu daga „pre-season“ þar sem við þurfum að stilla saman form og ýmis atriði. Okkur gefst núna loksins ákveðinn tími í það, eftir þetta mikla leikjaálag,“ sagði sáttur Óli Stefán að lokum. Ólafur Páll: Fannst við eiga eitthvað skilið úr leiknumÓlafur Páll Snorrasonvísir/bára„Svekkjandi að fá markið á sig í lokin. Það var lítill tími til þess að svara því, við reyndum, en það gekk ekki,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis í leikslok. „Við vorum svolítið óöruggir í byrjun. Þeir komust svolítið aftur fyrir okkur en við unnum okkur inn í leikinn og spiluðum ágætan varnarleik. Mér fannst við eiga eitthvað skilið úr leiknum. Ólafur var nokkuð ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld, en það vantaði að klára sóknirnar. „Við vorum að fá ágætis tækifæri og nokkur mjög góð færi til þess að koma á þá marki. En leikurinn var hægur því bæði lið voru svolítið að passa sig og vildi láta hitt liðið hafa boltann. Við breyttum aðeins um taktík í þessum leik og það gekk ágætlega, þá að við höfum verið óöruggir í byrjun.“ „Við vorum klaufar, við fengum nokkra sénsa til að koma boltanum fyrir markið í góðri fyrirgjafarstöðu en við vorum ekki nógu góðir í því að koma boltanum fyrir. Sigurmark Grindavíkur kom eftir hornspyrnu en þetta er ekki fyrsta markið í sumar sem Fjölnir fær á sig úr föstu leikatriði. „Enn og aftur, einbeitingarleysi eða skipulagsleysi varnarlega í föstum leikatriðum, sem er vont.“ Eftir leikinn í kvöld situr Fjölnir í 9. sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsæti. Ólafur telur þó of snemmt að hafa áhyggjur af stöðunni í Grafarvogi. „Mótið er aðeins lengra heldur en bara fram í júlí, spurðu mig aftur eftir svona tvo mánuði,“ sagði Ólafur Páll að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti