Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Víkingur 3-0│Jónatan frábær í öruggum sigri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2018 22:00 Steven Lennon í leik með FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. vísir/stefán FH átti ekki í vandræðum með Víking í níundu umferð Pepsi deildar karla í Kaplakrika í kvöld þar sem Hafnfirðingar fóru með 3-0 sigur. Hinn ungi Jónatan Ingi Jónsson átti frábæran leik og setti tvö glæsileg mörk. Gestirnir úr Fossvoginum byrjuðu leikinn betur og voru sterkari fyrstu mínúturnar. FH var hins vegar aðeins farið að koma inn í leikinn þegar Ívar Orri Kristjánsson benti á vítapunktinn og dæmdi heimamönnum víti. Dómurinn kom eftir klafs í teignum upp úr hornspyrnu þar sem dæmt var brot á fyrirliðann Davíð Þór Viðarsson. Skotinn Steven Lennon fór á punktinn og skoraði sitt sjötta deildarmark í sumar af miklu öryggi. Eftir vítið voru FH-ingar mun sterkari og það var eins og allur kraftur hafi farið úr Víkingum. Á 23. mínútu átti Jónatan Ingi frábæran sprett upp hægri kantinn sem endaði með fínu skoti framhjá Andreas Larsen og í netið. Víkingar reyndu aðeins að sækja undir lok fyrri hálfleiksins en það kom lítið upp úr því. Seinni hálfleikurinn var svo meir af því sama. FH var að spila fínan bolta, knötturinn lék vel á milli manna og oft skapaðist mikil hætta í teignum. Víkingar vörðust ágætlega en sköpuðu sér ekkert fram á við. Jónatan Ingi gerði svo út um leikinn á 70. mínútu með glæsilegu langskoti í stöngina og inn, óverjandi fyrir Larsen í markinu. Lokatölur 3-0 og öruggur sigur FH í höfn.Afhverju vann FH? Hafnfirðingarnir voru miklu betri í dag. Sóknarmenn þeirra voru algjörlega frábærir og léku virkilega vel saman. FH hefði hæglega getað sett fleiri mörk í leikinn en þá hjálpaði líka til að Víkingarnir voru aldrei líklegir til neins fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar. Eftir nokkuð óásættanlegt gengi á heimavelli miðað við staðla FH var þeim dýrmætt að ná inn sigrinum í dag.Hverjir stóðu upp úr? Títt nefndur Jónatan var frábær og félagar hans í sókninni Steven Lennon og Brandur Olsen líka. Þeir léku á alls oddi, Lennon hreinlega sópaði gólfið með bakvörðum Víkings oft á tíðum og sendingar Brands algjör augnayndi. Geoffrey Castillion var ekki eins áberandi og hinir þrír en var samt alltaf ógn af honum í teignum. Víkingsliðið var í heildina lélegt en fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen stóð upp úr. Hann átti mikilvægar tæklingar á lykilaugnablikum og stóð sig vel í vörninni þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk.Hvað gekk illa? Spil Víkings, þá sérstaklega á vallarhelmingi FH, var óásættanlegt. Það var nær engin ógn af þeirra sóknartilburðum og ég man varla eftir skoti á rammann. Nikolaj Hansen, sem skoraði tvennu í síðasta leik, sást varla í leiknum en honum til varnar virtist hann hafa meiðst lítillega og var tekinn snemma af velli.Hvað gerist næst? Deildin er komin í smá sumarfrí vegna HM í fótbolta sem hófst í dag. Þar eru undanskildir tveir leikir liðanna sem eru í Evrópukeppnum. Eitt af þeim er FH, Hafnfirðingarnir mæta á Hlíðarenda næsta miðvikudag. Víkingur á ekki leik fyrr en sunnudaginn 1. júlí þegar þeir fara í Vesturbæinn.vísir/báraÓli: Sigurinn aldrei í hættu „Mjög ánægður með það að ná sigur. Við spiluðum prýðilegan leik, sköpuðum mikið af færum og þrjú góð mörk. Heildarframmistaða liðsins virkilega góð,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vissum að Víkingarnir væru sterkir, líkamlega sterkir, og leggja leikinn svolítið upp með það í föstum leikatriðum. Við vorum með fleiri léttfeta í kringum þá sem mér fannst takast ágætlega. Sem dæmi Jónatan sem skorar tvö mjög góð mörk og á mörg önnur færi. Það var gegnum gangandi að við áttum þægilegra með að spila boltanum.“ Eftir nokkuð rólega byrjun tók FH öll völdin á vellinum eftir vítaspyrnuna. „Það var örugglega í leikmannahópnum að fá markið. Við höfum verið að lenda aðeins undir í leikjunum en við snérum því við í dag og fannst við hafa töluverða yfirburði. Sigurinn í raun aldrei í hættu.“ En var þetta víti? „Það hlýtur að vera fyrst hann dæmdi. Í síðasta leik var ekki víti, það er búið að segja mér það að það hafi ekki verið víti. Núna er brot á leikmanni inn í teig sem dómarinn dæmdi. Alveg eins og þá þá kyngjum við þeirri niðurstöðu,“ sagði Ólafur Kristjánsson.Logi Ólafssonvísir/stefánLogi: FH-ingurinn bjóst ekki við að fá víti Þjálfari Víkings, Logi Ólafsson, var ekki sáttur í leikslok og sagðist engar afsakanir hafa fyrir frammistöðu síns liðs. „Við byrjuðum leikinn vel en svo hleypum við FH inn í leikinn. Það er bara stórhættulegt. Við bjóðum þeim upp á að spila sinn leik og það sem þeir eru bestir í án þess að veita þeim nógu mikla mótspyrnu. Það var það sem felldi okkur í dag,“ sagði Logi eftir leikinn. Víkingur fékk dæmda á sig vítaspyrnu snemma leiks sem Steven Lennon skoraði úr. Vítaspyrnan kom eftir klafs í teignum upp úr hornspyrnu þar sem brotið var á Davíð Þór Viðarssyni. „Við teljum að þetta hafi ekki verið víti. Sá sem fékk vítið fyrir hönd FH hann bjóst ekki við að fá víti út á þetta heldur svo það segir sig sjálft að þetta hlýtur að vera mjög vafasamt. En það breytir því ekki að við eigum ekki að fá á okkur tvö mörk í viðbót.“ Lið Víkings gerði sér heldur enga greiða með arfarslökum sóknarleik þar sem lítið var að frétta. „Við náum ekki að búa okkur til færi. Við töpuðum fyrir góðu liði sem var betra heldur en við í dag. Ég get ekki, og ætla ekki að reyna að vera með einhverjar afsakanir þegar liðið tapar 3-0. Það er bara ekki hægt.“ Framundan er nokkuð langt hlé í Pepsi deildinni en Víkingur á næst leik 1. júlí. Logi sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að tapið sæti í strákunum allan þann tíma. „Við hittumst á morgun og förum yfir málin og setjum þetta aftur fyrir okkur. Nýtum þennan tíma sem við höfum í fríi til að koma sterkir til baka,“ sagði Logi Ólafsson.Jónatan Ingi kom til FH í sumarmynd/fhJónatan: Eigum tvo, þrjá gíra inni Hinn 19 ára Jónatan Ingi Jónsson skoraði sín fyrstu meistaraflokksmörk í kvöld og voru þau ekki af verri endanum. „Þetta gekk upp í dag. Það er nokkrum sinnum sem mér hefur fundist ég eiga að skora en það hefur ekki gengið upp. Það gekk upp í dag og það er mjög gaman,“ sagði Jónatan sem er ekki kominn með tapleik í átta leikjum í meistaraflokki. „Það er áhugaverð staðreynd og ég vona að ég haldi því eins lengi óg ég get.“ „Það var kominn tími á að taka þrjú stig. Við vorum búnir að gera nokkur jafntefli í röð og vorum mjög fegnir og ánægðir að taka þrjú stig. Eins og svo oft áður byrjuðum við ekki alveg nógu vel en svo fáum við þetta víti. Davíð sagði að það hafi verið sanngjarnt svo við skorum þar og eftir það gáfum við lítil færi á okkur.“ Sóknarlína FH var einstaklega vel spilandi í dag og samspilið á milli Brands, Steven og Jónatan oft á tíðum frábært. „Við náðum ágætlega vel saman. Mér finnst við eiga tvo, þrjá gíra ennþá inni og vonandi náum við því seinna á tímabilinu,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson. Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen er kominn heim í FossvoginnSölvi Geir: Búið að vera þannig á tímabilinu að við erum ekki nógu sterkir fram á við Fyrirliði Víkings , Sölvi Geir Ottesen, var að vonum ekki kátur eftir leikinn. „Gríðarlega svekktur með spilamennskuna og hvernig leikurinn þróaðist. Ég er sáttur með fyrstu mínúturnar hjá okkur og við lágum dálítið á FH-ingum. Síðan kemur þetta víti, ég sé nú ekki hvað gerðist í því en hann vill meina að það hafi ekki verið mikil snerting þarna. Ég get ekki fullyrt það þar sem ég hef ekki séð þetta en það er oft þannig í vítateigum að þá er mönnum haldið.“ „Mér var haldið inni í þeirra vítateig og ekkert dæmt á það en eins og ég segi það drap leikinn okkar (víti FH), þessa byrjun. Svo kom flott einstaklingsframtak hjá Jónatan þar sem hann gerði mjög vel og þá er þetta erfitt fyrir okkur. Við ætlum að bæta það upp í seinni hálfleik en síðan kemur þriðja markið og þá deyr þetta dálítið. Gríðarlega svekkjandi, en við ætlum að nýta frítíman sem við fáum og stilla strengina og koma ennþá sterkari inn í mótið.“ Þrátt fyrir svekkjandi mörk var Víkingsliðið sjálfum sér verst með mjög slökum sóknarleik í kvöld. „Það er búið að vera svolítið þannig hjá okkur á tímabilinu að við erum ekki nógu sterkir fram á við. Við höfum allavega ekki verið að nýta færin þegar við búum til færi og okkur vantar herslumuninn í sóknina, það er nokkuð ljóst,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Pepsi Max-deild karla
FH átti ekki í vandræðum með Víking í níundu umferð Pepsi deildar karla í Kaplakrika í kvöld þar sem Hafnfirðingar fóru með 3-0 sigur. Hinn ungi Jónatan Ingi Jónsson átti frábæran leik og setti tvö glæsileg mörk. Gestirnir úr Fossvoginum byrjuðu leikinn betur og voru sterkari fyrstu mínúturnar. FH var hins vegar aðeins farið að koma inn í leikinn þegar Ívar Orri Kristjánsson benti á vítapunktinn og dæmdi heimamönnum víti. Dómurinn kom eftir klafs í teignum upp úr hornspyrnu þar sem dæmt var brot á fyrirliðann Davíð Þór Viðarsson. Skotinn Steven Lennon fór á punktinn og skoraði sitt sjötta deildarmark í sumar af miklu öryggi. Eftir vítið voru FH-ingar mun sterkari og það var eins og allur kraftur hafi farið úr Víkingum. Á 23. mínútu átti Jónatan Ingi frábæran sprett upp hægri kantinn sem endaði með fínu skoti framhjá Andreas Larsen og í netið. Víkingar reyndu aðeins að sækja undir lok fyrri hálfleiksins en það kom lítið upp úr því. Seinni hálfleikurinn var svo meir af því sama. FH var að spila fínan bolta, knötturinn lék vel á milli manna og oft skapaðist mikil hætta í teignum. Víkingar vörðust ágætlega en sköpuðu sér ekkert fram á við. Jónatan Ingi gerði svo út um leikinn á 70. mínútu með glæsilegu langskoti í stöngina og inn, óverjandi fyrir Larsen í markinu. Lokatölur 3-0 og öruggur sigur FH í höfn.Afhverju vann FH? Hafnfirðingarnir voru miklu betri í dag. Sóknarmenn þeirra voru algjörlega frábærir og léku virkilega vel saman. FH hefði hæglega getað sett fleiri mörk í leikinn en þá hjálpaði líka til að Víkingarnir voru aldrei líklegir til neins fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar. Eftir nokkuð óásættanlegt gengi á heimavelli miðað við staðla FH var þeim dýrmætt að ná inn sigrinum í dag.Hverjir stóðu upp úr? Títt nefndur Jónatan var frábær og félagar hans í sókninni Steven Lennon og Brandur Olsen líka. Þeir léku á alls oddi, Lennon hreinlega sópaði gólfið með bakvörðum Víkings oft á tíðum og sendingar Brands algjör augnayndi. Geoffrey Castillion var ekki eins áberandi og hinir þrír en var samt alltaf ógn af honum í teignum. Víkingsliðið var í heildina lélegt en fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen stóð upp úr. Hann átti mikilvægar tæklingar á lykilaugnablikum og stóð sig vel í vörninni þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk.Hvað gekk illa? Spil Víkings, þá sérstaklega á vallarhelmingi FH, var óásættanlegt. Það var nær engin ógn af þeirra sóknartilburðum og ég man varla eftir skoti á rammann. Nikolaj Hansen, sem skoraði tvennu í síðasta leik, sást varla í leiknum en honum til varnar virtist hann hafa meiðst lítillega og var tekinn snemma af velli.Hvað gerist næst? Deildin er komin í smá sumarfrí vegna HM í fótbolta sem hófst í dag. Þar eru undanskildir tveir leikir liðanna sem eru í Evrópukeppnum. Eitt af þeim er FH, Hafnfirðingarnir mæta á Hlíðarenda næsta miðvikudag. Víkingur á ekki leik fyrr en sunnudaginn 1. júlí þegar þeir fara í Vesturbæinn.vísir/báraÓli: Sigurinn aldrei í hættu „Mjög ánægður með það að ná sigur. Við spiluðum prýðilegan leik, sköpuðum mikið af færum og þrjú góð mörk. Heildarframmistaða liðsins virkilega góð,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vissum að Víkingarnir væru sterkir, líkamlega sterkir, og leggja leikinn svolítið upp með það í föstum leikatriðum. Við vorum með fleiri léttfeta í kringum þá sem mér fannst takast ágætlega. Sem dæmi Jónatan sem skorar tvö mjög góð mörk og á mörg önnur færi. Það var gegnum gangandi að við áttum þægilegra með að spila boltanum.“ Eftir nokkuð rólega byrjun tók FH öll völdin á vellinum eftir vítaspyrnuna. „Það var örugglega í leikmannahópnum að fá markið. Við höfum verið að lenda aðeins undir í leikjunum en við snérum því við í dag og fannst við hafa töluverða yfirburði. Sigurinn í raun aldrei í hættu.“ En var þetta víti? „Það hlýtur að vera fyrst hann dæmdi. Í síðasta leik var ekki víti, það er búið að segja mér það að það hafi ekki verið víti. Núna er brot á leikmanni inn í teig sem dómarinn dæmdi. Alveg eins og þá þá kyngjum við þeirri niðurstöðu,“ sagði Ólafur Kristjánsson.Logi Ólafssonvísir/stefánLogi: FH-ingurinn bjóst ekki við að fá víti Þjálfari Víkings, Logi Ólafsson, var ekki sáttur í leikslok og sagðist engar afsakanir hafa fyrir frammistöðu síns liðs. „Við byrjuðum leikinn vel en svo hleypum við FH inn í leikinn. Það er bara stórhættulegt. Við bjóðum þeim upp á að spila sinn leik og það sem þeir eru bestir í án þess að veita þeim nógu mikla mótspyrnu. Það var það sem felldi okkur í dag,“ sagði Logi eftir leikinn. Víkingur fékk dæmda á sig vítaspyrnu snemma leiks sem Steven Lennon skoraði úr. Vítaspyrnan kom eftir klafs í teignum upp úr hornspyrnu þar sem brotið var á Davíð Þór Viðarssyni. „Við teljum að þetta hafi ekki verið víti. Sá sem fékk vítið fyrir hönd FH hann bjóst ekki við að fá víti út á þetta heldur svo það segir sig sjálft að þetta hlýtur að vera mjög vafasamt. En það breytir því ekki að við eigum ekki að fá á okkur tvö mörk í viðbót.“ Lið Víkings gerði sér heldur enga greiða með arfarslökum sóknarleik þar sem lítið var að frétta. „Við náum ekki að búa okkur til færi. Við töpuðum fyrir góðu liði sem var betra heldur en við í dag. Ég get ekki, og ætla ekki að reyna að vera með einhverjar afsakanir þegar liðið tapar 3-0. Það er bara ekki hægt.“ Framundan er nokkuð langt hlé í Pepsi deildinni en Víkingur á næst leik 1. júlí. Logi sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að tapið sæti í strákunum allan þann tíma. „Við hittumst á morgun og förum yfir málin og setjum þetta aftur fyrir okkur. Nýtum þennan tíma sem við höfum í fríi til að koma sterkir til baka,“ sagði Logi Ólafsson.Jónatan Ingi kom til FH í sumarmynd/fhJónatan: Eigum tvo, þrjá gíra inni Hinn 19 ára Jónatan Ingi Jónsson skoraði sín fyrstu meistaraflokksmörk í kvöld og voru þau ekki af verri endanum. „Þetta gekk upp í dag. Það er nokkrum sinnum sem mér hefur fundist ég eiga að skora en það hefur ekki gengið upp. Það gekk upp í dag og það er mjög gaman,“ sagði Jónatan sem er ekki kominn með tapleik í átta leikjum í meistaraflokki. „Það er áhugaverð staðreynd og ég vona að ég haldi því eins lengi óg ég get.“ „Það var kominn tími á að taka þrjú stig. Við vorum búnir að gera nokkur jafntefli í röð og vorum mjög fegnir og ánægðir að taka þrjú stig. Eins og svo oft áður byrjuðum við ekki alveg nógu vel en svo fáum við þetta víti. Davíð sagði að það hafi verið sanngjarnt svo við skorum þar og eftir það gáfum við lítil færi á okkur.“ Sóknarlína FH var einstaklega vel spilandi í dag og samspilið á milli Brands, Steven og Jónatan oft á tíðum frábært. „Við náðum ágætlega vel saman. Mér finnst við eiga tvo, þrjá gíra ennþá inni og vonandi náum við því seinna á tímabilinu,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson. Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen er kominn heim í FossvoginnSölvi Geir: Búið að vera þannig á tímabilinu að við erum ekki nógu sterkir fram á við Fyrirliði Víkings , Sölvi Geir Ottesen, var að vonum ekki kátur eftir leikinn. „Gríðarlega svekktur með spilamennskuna og hvernig leikurinn þróaðist. Ég er sáttur með fyrstu mínúturnar hjá okkur og við lágum dálítið á FH-ingum. Síðan kemur þetta víti, ég sé nú ekki hvað gerðist í því en hann vill meina að það hafi ekki verið mikil snerting þarna. Ég get ekki fullyrt það þar sem ég hef ekki séð þetta en það er oft þannig í vítateigum að þá er mönnum haldið.“ „Mér var haldið inni í þeirra vítateig og ekkert dæmt á það en eins og ég segi það drap leikinn okkar (víti FH), þessa byrjun. Svo kom flott einstaklingsframtak hjá Jónatan þar sem hann gerði mjög vel og þá er þetta erfitt fyrir okkur. Við ætlum að bæta það upp í seinni hálfleik en síðan kemur þriðja markið og þá deyr þetta dálítið. Gríðarlega svekkjandi, en við ætlum að nýta frítíman sem við fáum og stilla strengina og koma ennþá sterkari inn í mótið.“ Þrátt fyrir svekkjandi mörk var Víkingsliðið sjálfum sér verst með mjög slökum sóknarleik í kvöld. „Það er búið að vera svolítið þannig hjá okkur á tímabilinu að við erum ekki nógu sterkir fram á við. Við höfum allavega ekki verið að nýta færin þegar við búum til færi og okkur vantar herslumuninn í sóknina, það er nokkuð ljóst,“ sagði Sölvi Geir Ottesen.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti