Góð opnun Laxár í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 17. júní 2018 13:00 Tekist á við lax við Opnun Laxár í Kjós á föstudaginn. Mynd: Hreggnasi FB Veiðar hófust í Laxá í Kjós á föstudaginn og þar sem og annars staðar var heldur kalt við ána en veiðin var engu að síður góð. "Opnunnarhollið líkur veiðum á hádegi í dag og það eru komnir tuttugu og fimm laxar á land" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi í dag. "Það er farið að bera á mjög vel höldnum smálaxi en uppistaðan í aflanum í þessu holli var gríðarlega fallegur og vel haldinn tveggja ára lax" bætir Haraldur við. Vatnið í ánni var eðlilegt miðað við árstíma og er fiskur kominn á og farinn að veiðast á öllum svæðum nema Bugðu. Það er vel þekkt að lax veiðist fyrstu dagana mjög ofarlega í ánni enda er sem fyrstu laxarnir sem mæti taki ánna á hraðferð og það eru jafnvel dæmi um að laxar hafi verið að veiðast í Stekkjarfljóti á fyrstu dögunum sem er einn af efri veiðistöðunum í ánni. Mest lesið Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Flott veiði í Miðfjarðará Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Veiðin komin í gang í Hraunsfirði Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Mjög gott í Langá Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði
Veiðar hófust í Laxá í Kjós á föstudaginn og þar sem og annars staðar var heldur kalt við ána en veiðin var engu að síður góð. "Opnunnarhollið líkur veiðum á hádegi í dag og það eru komnir tuttugu og fimm laxar á land" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi í dag. "Það er farið að bera á mjög vel höldnum smálaxi en uppistaðan í aflanum í þessu holli var gríðarlega fallegur og vel haldinn tveggja ára lax" bætir Haraldur við. Vatnið í ánni var eðlilegt miðað við árstíma og er fiskur kominn á og farinn að veiðast á öllum svæðum nema Bugðu. Það er vel þekkt að lax veiðist fyrstu dagana mjög ofarlega í ánni enda er sem fyrstu laxarnir sem mæti taki ánna á hraðferð og það eru jafnvel dæmi um að laxar hafi verið að veiðast í Stekkjarfljóti á fyrstu dögunum sem er einn af efri veiðistöðunum í ánni.
Mest lesið Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Flott veiði í Miðfjarðará Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Veiðin komin í gang í Hraunsfirði Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Mjög gott í Langá Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði