Goldman Sachs fjárfestir 54 milljörðum í fyrirtæki rekin af konum Sylvía Hall skrifar 19. júní 2018 23:14 Goldman Sachs vill bæta stöðu kvenna í fjárfestingaheiminum. Vísir/Getty Goldman Sachs hefur ákveðið að fjárfesta 500 milljónum bandaríkjadala í fyrirtæki sem eru stjórnað, stofnuð eða í eigu kvenna. Það nemur tæplega 54 milljörðum íslenskra króna. Reuters greinir frá. Fjárfestingabankinn segir þetta vera þeirra framlag til að loka kynjabilinu sem er til staðar í fjárfestingaheiminum. Aðeins 2% af því fjármagni sem fór í áhættufjárfestingar í Bandaríkjunum árið 2017 fór til fyrirtækja sem eru alfarið rekin af konum. Aðeins 12% fór til hópa með að minnsta kosti eina konu innanborðs. Innan við 2% hlutabréfafyrirtækja í Bandaríkjunum eru rekin af konum samkvæmt tilkynningu bankans. Áætlun fyrirtækisins mun hjálpa viðskiptavinum þeirra að fjárfesta í fyrirtækjum á byrjunarstigi sem rekin eru af konum og aðstoða konur við að útvega þeim fé til að koma starfsemi þeirra á fót. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bankinn vekur athygli á stöðu kvenna í fjárfestingaheiminum, en það hefur áður tilkynnt að það stefni á að konur verði helmingur vinnuafls þeirra á heimsvísu fyrir árið 2021. Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Goldman Sachs hefur ákveðið að fjárfesta 500 milljónum bandaríkjadala í fyrirtæki sem eru stjórnað, stofnuð eða í eigu kvenna. Það nemur tæplega 54 milljörðum íslenskra króna. Reuters greinir frá. Fjárfestingabankinn segir þetta vera þeirra framlag til að loka kynjabilinu sem er til staðar í fjárfestingaheiminum. Aðeins 2% af því fjármagni sem fór í áhættufjárfestingar í Bandaríkjunum árið 2017 fór til fyrirtækja sem eru alfarið rekin af konum. Aðeins 12% fór til hópa með að minnsta kosti eina konu innanborðs. Innan við 2% hlutabréfafyrirtækja í Bandaríkjunum eru rekin af konum samkvæmt tilkynningu bankans. Áætlun fyrirtækisins mun hjálpa viðskiptavinum þeirra að fjárfesta í fyrirtækjum á byrjunarstigi sem rekin eru af konum og aðstoða konur við að útvega þeim fé til að koma starfsemi þeirra á fót. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bankinn vekur athygli á stöðu kvenna í fjárfestingaheiminum, en það hefur áður tilkynnt að það stefni á að konur verði helmingur vinnuafls þeirra á heimsvísu fyrir árið 2021.
Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira