Tekjur Íslendinga: Sigurður Ingi tekjuhæstur ráðherra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2018 10:58 Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra er tekjuhæsti ráðherrann hér á landi samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir tekjur forseta, Alþingismenn og ráðherra. Samkvæmt tekjublaðinu er Sigurður Ingi með 2,3 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Sá eini sem komst ofar á listann var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með 2,8 milljónir á mánuði. Í þriðja sæti listans var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra með 2,2 milljónir í tekjur á mánuði. Fast á eftir honum kemur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en samkvæmt tekjublaðinu voru tekjur hans tæpar 2,2 milljónir á mánuði. Í fimmta sætinu er Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður með 2 milljónir á mánuði í tekjur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður er efsta konan á þessum lista en hún er í sjötta sæti með 1,96 milljónir á mánuði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er næsta konan á lista en hún er í 10. Sæti með 1,8 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Ef tekjur hinna ráðherrana eru skoðaðar má sjá að samkvæmt tekjublaðinu var Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra með 1,8 milljón á mánuði en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra voru með 1,73 milljónir á mánuði í tekjur. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er samkvæmt blaðinu með 1,4 milljónir á mánuði.Ásmundur Einar neðstur ráðherranna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er skráð með 1,26 milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var með 881 þúsund á mánuði í tekjur og Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra með 703 þúsund. Ef tekin eru svo nokkur nöfn af handahófi af listanum má sjá að tekjur Gunnars Braga Sveinssonar alþingismanns voru 1,8 milljón á mánuði, Þorsteinn Víglundsson alþingismaður var með 1,7 milljónir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður með 1,2 milljónir. Aksturskostnaður Ásmunds Friðrikssonar alþingismanns hefur verið mikið til umræðu síðustu mánuði en samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var hann með 1,2 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var með 1,47 milljónir á mánuði í tekjur. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra er tekjuhæsti ráðherrann hér á landi samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir tekjur forseta, Alþingismenn og ráðherra. Samkvæmt tekjublaðinu er Sigurður Ingi með 2,3 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Sá eini sem komst ofar á listann var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með 2,8 milljónir á mánuði. Í þriðja sæti listans var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra með 2,2 milljónir í tekjur á mánuði. Fast á eftir honum kemur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en samkvæmt tekjublaðinu voru tekjur hans tæpar 2,2 milljónir á mánuði. Í fimmta sætinu er Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður með 2 milljónir á mánuði í tekjur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður er efsta konan á þessum lista en hún er í sjötta sæti með 1,96 milljónir á mánuði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er næsta konan á lista en hún er í 10. Sæti með 1,8 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Ef tekjur hinna ráðherrana eru skoðaðar má sjá að samkvæmt tekjublaðinu var Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra með 1,8 milljón á mánuði en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra voru með 1,73 milljónir á mánuði í tekjur. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er samkvæmt blaðinu með 1,4 milljónir á mánuði.Ásmundur Einar neðstur ráðherranna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er skráð með 1,26 milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var með 881 þúsund á mánuði í tekjur og Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra með 703 þúsund. Ef tekin eru svo nokkur nöfn af handahófi af listanum má sjá að tekjur Gunnars Braga Sveinssonar alþingismanns voru 1,8 milljón á mánuði, Þorsteinn Víglundsson alþingismaður var með 1,7 milljónir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður með 1,2 milljónir. Aksturskostnaður Ásmunds Friðrikssonar alþingismanns hefur verið mikið til umræðu síðustu mánuði en samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var hann með 1,2 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var með 1,47 milljónir á mánuði í tekjur.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15
Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17