Sjálfvirkur Land Rover í torfærum Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2018 14:00 Tilraunabílar Land Rover eru nú þegar færir um að aka sjálfir í mismunandi landslagi og veg- og veðuraðstæðum, svo sem í snjó, drullu, rigningu og þoku. Jaguar Land Rover hefur á undanförnum árum varið miklum fjármunum í þróun tækni sem geri bílum fyrirtækisins kleift að aka sjálfir af miklu öryggi um vegleysur og erfiða slóða til að hámarka drifgetu þar sem beita þarf mismunandi aksturslagi við mismunandi aðstæður. Þróun Cortex-verkefnis Land Rover er í fullum gangi og eru tilraunabílar fyrirtækisins nú þegar færir um að aka sjálfir í mismunandi landslagi og veg- og veðuraðstæðum, svo sem í snjó, drullu, rigningu og þoku. Sjálfvirkni ökubúnaðarins byggist m.a. á 5D-tækni sem inniheldur myndavélar, ratsjá og fjarlægðarnet (LiDAR) sem vinnur í rauntíma auk þess að taka tillit til mismunandi birtustigs, skyggnis, hljóðumhverfis og annara flókinna áhrifavalda í umhverfinu þar sem aðstæður geta verið erfiðar og landslagið margbreytilegt. Chris Holmes, sem stjórnaði verkefninu hjá Jaguar Land Rover, segir fyrirtækinu mikilvægt að þróa sjálfstýringu sem sé jafn ábyggileg hvort sem ekið er á vegum, hraðbrautum eða í erfiðum torfærum. „Það er í samræmi við þær væntingar og kröfur sem viðskiptavinir gera til Jaguar Land Rover. Í Cortex erum við að vinna með framúrskarandi tæknisérfræðingum, m.a. við háskólann í Birmingham sem munu gera okkur kleift að uppfylla væntingar okkar um fullkomna hæfni sjálfstýringar í bílum Jaguar Land Rover.“Fimm stig ökuaðstoðar Markmið Jaguar Land Rover er að ökumaður geti valið um fimm mismunandi stig sjálfvirkni, allt eftir því hversu mikla aðstoð ökumaður vill að búnaðurinn veiti. Á stigi 0 er slökkt á ökuaðstoð og ökumaður eingöngu við stjórn bílsins. Ef stillt er á 1 getur ökumaður valið eina tegund aðstoðar, t.d. gagnvirka hraðastillingu. Á stillingu 2 veitir búnaðurinn tvær tegundir aðstoðar, t.d. við hraðastjórnun og stýringu. Á stillingu 3 sér búnaðurinn um aksturinn við skilyrtar aðstæður en ökumaður þarf að vera viðbúinn því að taka skyndilega við stjórn bílsins við erfiðar aðstæður. Stilling 4 gerir ráð fyrir að búnaðurinn sjái alfarið um aksturinn á vegum í dreifbýli og á hraðbrautum. Á stillingu 5 þarf ökumaður ekki að hafa nein afskipti af akstrinum, bíllinn sér alfarið um ökuferðina frá því að lagt er af stað til þess áfangastaðar sem ökumaður hefur valið í kerfinu. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent
Jaguar Land Rover hefur á undanförnum árum varið miklum fjármunum í þróun tækni sem geri bílum fyrirtækisins kleift að aka sjálfir af miklu öryggi um vegleysur og erfiða slóða til að hámarka drifgetu þar sem beita þarf mismunandi aksturslagi við mismunandi aðstæður. Þróun Cortex-verkefnis Land Rover er í fullum gangi og eru tilraunabílar fyrirtækisins nú þegar færir um að aka sjálfir í mismunandi landslagi og veg- og veðuraðstæðum, svo sem í snjó, drullu, rigningu og þoku. Sjálfvirkni ökubúnaðarins byggist m.a. á 5D-tækni sem inniheldur myndavélar, ratsjá og fjarlægðarnet (LiDAR) sem vinnur í rauntíma auk þess að taka tillit til mismunandi birtustigs, skyggnis, hljóðumhverfis og annara flókinna áhrifavalda í umhverfinu þar sem aðstæður geta verið erfiðar og landslagið margbreytilegt. Chris Holmes, sem stjórnaði verkefninu hjá Jaguar Land Rover, segir fyrirtækinu mikilvægt að þróa sjálfstýringu sem sé jafn ábyggileg hvort sem ekið er á vegum, hraðbrautum eða í erfiðum torfærum. „Það er í samræmi við þær væntingar og kröfur sem viðskiptavinir gera til Jaguar Land Rover. Í Cortex erum við að vinna með framúrskarandi tæknisérfræðingum, m.a. við háskólann í Birmingham sem munu gera okkur kleift að uppfylla væntingar okkar um fullkomna hæfni sjálfstýringar í bílum Jaguar Land Rover.“Fimm stig ökuaðstoðar Markmið Jaguar Land Rover er að ökumaður geti valið um fimm mismunandi stig sjálfvirkni, allt eftir því hversu mikla aðstoð ökumaður vill að búnaðurinn veiti. Á stigi 0 er slökkt á ökuaðstoð og ökumaður eingöngu við stjórn bílsins. Ef stillt er á 1 getur ökumaður valið eina tegund aðstoðar, t.d. gagnvirka hraðastillingu. Á stillingu 2 veitir búnaðurinn tvær tegundir aðstoðar, t.d. við hraðastjórnun og stýringu. Á stillingu 3 sér búnaðurinn um aksturinn við skilyrtar aðstæður en ökumaður þarf að vera viðbúinn því að taka skyndilega við stjórn bílsins við erfiðar aðstæður. Stilling 4 gerir ráð fyrir að búnaðurinn sjái alfarið um aksturinn á vegum í dreifbýli og á hraðbrautum. Á stillingu 5 þarf ökumaður ekki að hafa nein afskipti af akstrinum, bíllinn sér alfarið um ökuferðina frá því að lagt er af stað til þess áfangastaðar sem ökumaður hefur valið í kerfinu.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent