Aston Martin DB5 úr Goldeneye á uppboð Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2018 20:00 Hver vildi ekki eiga Aston Martin DB5 bíllinn sem Pierce Brosnan ók í kappi við illkvendið Xeniu Onatopp á Ferrari 355 bíl í hlíðunum fyrir ofan Mónakó árið 1995 í James Bond myndinni Goldeneye? Áhugasömum skal bent á Bonham Goodwood Festival uppboðið þann 13. júlí og rétt að hafa eins og 170 til 230 milljónir króna í vasanum, en það er verðið sem búist er við að bíllinn fari á á uppboðinu. Síðast var þessi bíll til sölu árið 2001 og þá varð hann sá hlutur úr James Bond myndunum sem selst hefur fyrir mest fé. Það met verður líklega slegið á Bonham uppboðinu eftir rúman mánuð.Einn þriggja DB5 bíla úr Goldeneye Þessi tiltekni bíll er einn þriggja DB5 bíla sem notaðir voru við tökur á atriðinu fræga í Goldeneye, einn var notaður í nærskot, en tveir sem „stunt“-bílar í eltingaleiknum. Báðir „stunt“-bílanir voru keyptir fyrir myndina á hóflegu verði, enda í fremur slöppu ástandi, en þeir voru lagaðir af Stratton Motor Company fyrir myndina. Bíllinn sem boðinn verður upp er annar þeirra, en hann var eftir myndina notaður til að auglýsa hana og hefur síðan t.d. verið til sýnis á National Motor Museum og Bond in Motion Exhibition í Covent Garden í London. Hinn „stunt“-bíllinn var síðan notaður í Skyfall myndina árið 2013, sem og í myndunum Tomorrow never dies og Spectre. Aston Martin DB5 er goðsagnakenndur bíll og einn eftirsóttasti bíll breskrar sportbílasögu og að auki hinn eini sanni James Bond bíll. Bíó og sjónvarp Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Hver vildi ekki eiga Aston Martin DB5 bíllinn sem Pierce Brosnan ók í kappi við illkvendið Xeniu Onatopp á Ferrari 355 bíl í hlíðunum fyrir ofan Mónakó árið 1995 í James Bond myndinni Goldeneye? Áhugasömum skal bent á Bonham Goodwood Festival uppboðið þann 13. júlí og rétt að hafa eins og 170 til 230 milljónir króna í vasanum, en það er verðið sem búist er við að bíllinn fari á á uppboðinu. Síðast var þessi bíll til sölu árið 2001 og þá varð hann sá hlutur úr James Bond myndunum sem selst hefur fyrir mest fé. Það met verður líklega slegið á Bonham uppboðinu eftir rúman mánuð.Einn þriggja DB5 bíla úr Goldeneye Þessi tiltekni bíll er einn þriggja DB5 bíla sem notaðir voru við tökur á atriðinu fræga í Goldeneye, einn var notaður í nærskot, en tveir sem „stunt“-bílar í eltingaleiknum. Báðir „stunt“-bílanir voru keyptir fyrir myndina á hóflegu verði, enda í fremur slöppu ástandi, en þeir voru lagaðir af Stratton Motor Company fyrir myndina. Bíllinn sem boðinn verður upp er annar þeirra, en hann var eftir myndina notaður til að auglýsa hana og hefur síðan t.d. verið til sýnis á National Motor Museum og Bond in Motion Exhibition í Covent Garden í London. Hinn „stunt“-bíllinn var síðan notaður í Skyfall myndina árið 2013, sem og í myndunum Tomorrow never dies og Spectre. Aston Martin DB5 er goðsagnakenndur bíll og einn eftirsóttasti bíll breskrar sportbílasögu og að auki hinn eini sanni James Bond bíll.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent