Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 2-2 | Stórkostlegar lokamínútur í Vesturbæ Árni Jóhannsson skrifar 10. júní 2018 22:15 KR-ingar þurfa að þjappa sér saman. vísir/bára Hún gerist ekki öllu meiri dramatíkin heldur en sú sem að leit dagsins ljós á Alvogen vellinum í kvöld þegar KR og FH öttu kappi í áttundu umferð Pepsi deildarinnar í fótbolta. Eftir nokkuð jafnan leik þar sem KR-ingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og FH betri í þeim seinni þá voru tvö mörk skoruð á langseinustu mínútu leiksins eða á 95. mínútu. André Bjerregaard hafði komið KR yfir þegar klukkan var nýskriðin yfir 94 mínútur eftir góða skyndisókn en þegar tuttugu sekúndur voru eftir af uppgefnum viðbótartíma þá var boltinn kominn í fjærstöng KR marksins og þar var mættur Atli Guðnason og kom hann boltanum yfir línuna. Þá var enginn tími eftir til að gera eitthvað meira í leiknum og skiptu liðin stigunum á milli sín. Það er vel hægt að færa rök fyrir því að niðurstaðan sé sanngjörn en ég hugsa að KR-ingar séu fúlari aðilinn úr því sem komið var.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli?Það er nú bara oft þannig að þegar tvö stórlið mætast þá núllast leikurinn út. Þannig var raunin í dag. KR-ingar voru mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu vel getað verið tveimur eða þremur mörkum yfir en slök færanýting kostaði þá sárlega. FH-ingar voru að sama skapi betra liðið í þeim seinni og hefðu, með betri nýtingu, átt að vera komið með forskotið áður en í uppbótartíma var komið. Þá geta þeir verið mjög fúlir út í dómara leiksins sem gaf þeim ekki víti þó að það hafi alveg verið augljóst að boltinn hafi farið í hönd Alberts Watson á lokamínútu leiksins. FH-ingar hefðu líklega ekki verið eins fámennir til baka og þeir voru þegar KR jafnaði en í staðinn fengum við stórkostlegar lokamínútur. Hverjir stóðu upp úr?Steven Lennon var maður leiksins. Leikurinn var jafn eins og áður sagði en stórglæsilegt mark hans setur hann skör hærra en aðra leikmenn. Við erum að tala um flottasta mark Íslandsmótsins hingað til. Albert Watson átti líklega sinn besta leik í vörn KR hingað til og aðrir leikmenn liðanna sýndu góða takta. Markmenn liðanna sáu líka til þess að færri mörk litu dagsins ljós en gerðu.Hvað gekk illa?Færanýtingin gekk illa hjá báðum liðum í dag. Kennie Chopart hefði getað verið kominn með þrjú mörk á fyrstu 15 mínútunum og FH-ingar hefðu getað gert út um leikinn í fyrir 90. mínútuna. Þá verður að nefna að dómarinn eða öllu heldur dómararnir áttu ekki sinn besta dag fannst mér. Þóroddur Hjaltalín átti góðar fyrstu 20 mínúturnar en eftir það breyttist eitthvað og línan sem átti að vera búið að leggja, varð óskýrari hjá honum. Þóroddur þurfti síðan að fara af velli vegna meiðsla líklega og tók Arnar Þór Stefánsson varadómari við flautunni. Þetta var náttúrlega ekki auðveldasti leikurinn til að koma inn á og dæma en hann sleppti lykilatriði í lok leiksins sem hefði getað skorið úr um sigurvegara.Hvað næst? Þessi deild heldur áfram að vera skemmtileg en sjö stigum munar á liðinu í efsta sæti og liðinu í 11. sæti. Þetta er ansi þéttur pakki. Stig per lið í dag gerir minna fyrir þau en ætla mætti en þau vildu líklega hækka sig í töflunni en standa í stað. FH tekur á móti Víkingum í næstu umferð en þeim hefur ekki gengið vel með liðin sem eru talin slakari í deildinni og KR þarf að fara í Keflavík til að sækja stigin þrjú sem eru í boði þar. Keflvíkingar hafa hinsvegar sýnt það að þegar sterkustu andstæðingarnir eru fyrir framan þá þá ná þeir að gíra sig upp í leikinn. Sýnd veiði en ekki gefin. Ólafur Kristjánsson: Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörsluvísir/báraÞjálfari FH var ósáttur við að hafa einungis fengið eitt stig á móti KR en á sama tíma sáttur að hafa þó náð í stigið úr því sem komið var enda lentu hans menn undir þegar um 20 sekúndur lifðu eftir ef uppgefnum viðbótartíma en leikurinn endaði 2-2. „Sko maður verður alltaf að skoða hvernig leikirnir þróast og miðað við yfirburðina í seinni hálfleik þá var ég ósáttur með stigið en eftir að hafa lent undir þá var frábært hjá strákunum að hafa komið til baka. Það er samt hægt að kasta kú yfir kirkjuturn yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum, sérstaklega fyrsta korterinu þar vorum við sljóir en unnum okkur inn í leikinn og áttum seinni hálfleikinn gjörsamlega. Þá herjuðum við á þá heldur betur“. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá gerðist atvik sem hefði getað sagt til um úrslit leiksins. FH-ingar komust upp að endamörkum og sendu fyrir og fór boltinn mjög greinilega í hendina á Albert Watson varnarmanni KR. Dómari leiksins veifaði höndum og neitaði að dæma víti en Ólafur var alveg klár á því að FH hefði átt að fá víti. „Þau gerast varla augljósari vítin. Það er þetta gamla góða hendi í bolta eða bolti í hönd og þá fara þeir að skýla sér á bakvið það að fjarlægðin hafi ekki verið næg eða höndin ekki nógu langt frá líkamanum. Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörslu“. Að lokum var Ólafur spurður út í hvaða áhrif svona sveiflur hefðu á menn í komandi leikjum. „Svona eru íþróttirnar bara, maður fer upp og niður. Við höfum mikið talað um það að enn og aftur erum við að lenda undir. Það er eins og þegar við lendum undir og erum komnir með bakið pínu lítið upp við vegginn þá sleppum við aðeins hömlunum, sleppum axlabandinu og erum bara með belti, spilum frjálsar. Síðan eins og við spilum seinni hálfleikinn þá erum við mjög ánægðir með frammistöðuna og þessi FH karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þá voru menn ekkert að leggjast í aumingjaskap heldur fóru upp, fundu það var möguliki og sóttur þetta stig. Þetta verður gert upp í haust og þá sjáum við hvort að þetta stig var gott“. Rúnar Kristinsson: Við gátum ekki drullast til að verja markið okkar betur og ég er alveg brjálaður yfir þvívísir/vilhelm„Ég hélt að við værum komnir með öll stigin og þess vegna er ég alveg brjálaður“, sagði ósáttur þjálfari KR þegar blaðamaður spurði hann að því hvernig tilfinningin væri skömmu eftir leik. „Það var bara aumingjaskapur í okkur að klára ekki leikinn, það er hálf mínúta eftir og við náum ekki að verja markið okkar. Það sama gerðist á móti Val í fyrstu umferð og þetta eru fjögur glötuð stig eða þrjú eða hvað það er. Það myndi muna heilmikið um þessi stig á móti toppliðunum eins og þessu frábæra FH liði. Við vorum búnir að vinna leikinn hérna á seinustu mínútunni en gátum ekki drullast til að verja markið okkar betur og ég er alveg brjálaður yfir því“, bætti Rúnar við en augnarráðið eitt saman hefði látið menn verða litla í sér. Rúnar var því næst spurður að því hvort KR-ingar hefðu ekki átt að vera búnir að drepa leikinn. „Í fyrri hálfleik áttum við tvö eða þrjú dauðafæri og hefði það ekki verið ósanngjarnt að vera tvö eða þrjú núll yfir í hálfleik. FH átti síðan sín tækifæri í seinni hálfleik þar sem þeir voru líklega töluvert betri en við en fótboltinn er spilaður í 90 mínútur og verður að spila þangað til dómarinn flautar af. Hvort sem við áttum að vera meira yfir í hálfleik eða ekki þá var þetta opinn og skemmtilegur leikur og dæmi um fótbolta sem hægt er að spila á ágætis grasi sem er líklega það skásta sem við höfum spilað á í sumar“. Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann sæi eitthvað jákvætt í leiknum í dag og hvað þyrfti að gera til að ná leikmönnunum upp á tærnar aftur eftir svona þungt högg. „Ég er ótrúlega stoltur af mínum mönnum, mér fannst þeir frábærir, þeir unnu sína vinnu vel og sýndu að þeir virkilega vilja en síðasta markið gerir mig mjög pirraðan en strákarnir eiga mikið hrós skilið samt sem áður. Ég þarf síðan að brosa framan í þá á morgun og biðja þá afsökunar á látunum í mér eftir leik“. Pepsi Max-deild karla
Hún gerist ekki öllu meiri dramatíkin heldur en sú sem að leit dagsins ljós á Alvogen vellinum í kvöld þegar KR og FH öttu kappi í áttundu umferð Pepsi deildarinnar í fótbolta. Eftir nokkuð jafnan leik þar sem KR-ingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og FH betri í þeim seinni þá voru tvö mörk skoruð á langseinustu mínútu leiksins eða á 95. mínútu. André Bjerregaard hafði komið KR yfir þegar klukkan var nýskriðin yfir 94 mínútur eftir góða skyndisókn en þegar tuttugu sekúndur voru eftir af uppgefnum viðbótartíma þá var boltinn kominn í fjærstöng KR marksins og þar var mættur Atli Guðnason og kom hann boltanum yfir línuna. Þá var enginn tími eftir til að gera eitthvað meira í leiknum og skiptu liðin stigunum á milli sín. Það er vel hægt að færa rök fyrir því að niðurstaðan sé sanngjörn en ég hugsa að KR-ingar séu fúlari aðilinn úr því sem komið var.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli?Það er nú bara oft þannig að þegar tvö stórlið mætast þá núllast leikurinn út. Þannig var raunin í dag. KR-ingar voru mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu vel getað verið tveimur eða þremur mörkum yfir en slök færanýting kostaði þá sárlega. FH-ingar voru að sama skapi betra liðið í þeim seinni og hefðu, með betri nýtingu, átt að vera komið með forskotið áður en í uppbótartíma var komið. Þá geta þeir verið mjög fúlir út í dómara leiksins sem gaf þeim ekki víti þó að það hafi alveg verið augljóst að boltinn hafi farið í hönd Alberts Watson á lokamínútu leiksins. FH-ingar hefðu líklega ekki verið eins fámennir til baka og þeir voru þegar KR jafnaði en í staðinn fengum við stórkostlegar lokamínútur. Hverjir stóðu upp úr?Steven Lennon var maður leiksins. Leikurinn var jafn eins og áður sagði en stórglæsilegt mark hans setur hann skör hærra en aðra leikmenn. Við erum að tala um flottasta mark Íslandsmótsins hingað til. Albert Watson átti líklega sinn besta leik í vörn KR hingað til og aðrir leikmenn liðanna sýndu góða takta. Markmenn liðanna sáu líka til þess að færri mörk litu dagsins ljós en gerðu.Hvað gekk illa?Færanýtingin gekk illa hjá báðum liðum í dag. Kennie Chopart hefði getað verið kominn með þrjú mörk á fyrstu 15 mínútunum og FH-ingar hefðu getað gert út um leikinn í fyrir 90. mínútuna. Þá verður að nefna að dómarinn eða öllu heldur dómararnir áttu ekki sinn besta dag fannst mér. Þóroddur Hjaltalín átti góðar fyrstu 20 mínúturnar en eftir það breyttist eitthvað og línan sem átti að vera búið að leggja, varð óskýrari hjá honum. Þóroddur þurfti síðan að fara af velli vegna meiðsla líklega og tók Arnar Þór Stefánsson varadómari við flautunni. Þetta var náttúrlega ekki auðveldasti leikurinn til að koma inn á og dæma en hann sleppti lykilatriði í lok leiksins sem hefði getað skorið úr um sigurvegara.Hvað næst? Þessi deild heldur áfram að vera skemmtileg en sjö stigum munar á liðinu í efsta sæti og liðinu í 11. sæti. Þetta er ansi þéttur pakki. Stig per lið í dag gerir minna fyrir þau en ætla mætti en þau vildu líklega hækka sig í töflunni en standa í stað. FH tekur á móti Víkingum í næstu umferð en þeim hefur ekki gengið vel með liðin sem eru talin slakari í deildinni og KR þarf að fara í Keflavík til að sækja stigin þrjú sem eru í boði þar. Keflvíkingar hafa hinsvegar sýnt það að þegar sterkustu andstæðingarnir eru fyrir framan þá þá ná þeir að gíra sig upp í leikinn. Sýnd veiði en ekki gefin. Ólafur Kristjánsson: Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörsluvísir/báraÞjálfari FH var ósáttur við að hafa einungis fengið eitt stig á móti KR en á sama tíma sáttur að hafa þó náð í stigið úr því sem komið var enda lentu hans menn undir þegar um 20 sekúndur lifðu eftir ef uppgefnum viðbótartíma en leikurinn endaði 2-2. „Sko maður verður alltaf að skoða hvernig leikirnir þróast og miðað við yfirburðina í seinni hálfleik þá var ég ósáttur með stigið en eftir að hafa lent undir þá var frábært hjá strákunum að hafa komið til baka. Það er samt hægt að kasta kú yfir kirkjuturn yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum, sérstaklega fyrsta korterinu þar vorum við sljóir en unnum okkur inn í leikinn og áttum seinni hálfleikinn gjörsamlega. Þá herjuðum við á þá heldur betur“. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá gerðist atvik sem hefði getað sagt til um úrslit leiksins. FH-ingar komust upp að endamörkum og sendu fyrir og fór boltinn mjög greinilega í hendina á Albert Watson varnarmanni KR. Dómari leiksins veifaði höndum og neitaði að dæma víti en Ólafur var alveg klár á því að FH hefði átt að fá víti. „Þau gerast varla augljósari vítin. Það er þetta gamla góða hendi í bolta eða bolti í hönd og þá fara þeir að skýla sér á bakvið það að fjarlægðin hafi ekki verið næg eða höndin ekki nógu langt frá líkamanum. Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörslu“. Að lokum var Ólafur spurður út í hvaða áhrif svona sveiflur hefðu á menn í komandi leikjum. „Svona eru íþróttirnar bara, maður fer upp og niður. Við höfum mikið talað um það að enn og aftur erum við að lenda undir. Það er eins og þegar við lendum undir og erum komnir með bakið pínu lítið upp við vegginn þá sleppum við aðeins hömlunum, sleppum axlabandinu og erum bara með belti, spilum frjálsar. Síðan eins og við spilum seinni hálfleikinn þá erum við mjög ánægðir með frammistöðuna og þessi FH karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þá voru menn ekkert að leggjast í aumingjaskap heldur fóru upp, fundu það var möguliki og sóttur þetta stig. Þetta verður gert upp í haust og þá sjáum við hvort að þetta stig var gott“. Rúnar Kristinsson: Við gátum ekki drullast til að verja markið okkar betur og ég er alveg brjálaður yfir þvívísir/vilhelm„Ég hélt að við værum komnir með öll stigin og þess vegna er ég alveg brjálaður“, sagði ósáttur þjálfari KR þegar blaðamaður spurði hann að því hvernig tilfinningin væri skömmu eftir leik. „Það var bara aumingjaskapur í okkur að klára ekki leikinn, það er hálf mínúta eftir og við náum ekki að verja markið okkar. Það sama gerðist á móti Val í fyrstu umferð og þetta eru fjögur glötuð stig eða þrjú eða hvað það er. Það myndi muna heilmikið um þessi stig á móti toppliðunum eins og þessu frábæra FH liði. Við vorum búnir að vinna leikinn hérna á seinustu mínútunni en gátum ekki drullast til að verja markið okkar betur og ég er alveg brjálaður yfir því“, bætti Rúnar við en augnarráðið eitt saman hefði látið menn verða litla í sér. Rúnar var því næst spurður að því hvort KR-ingar hefðu ekki átt að vera búnir að drepa leikinn. „Í fyrri hálfleik áttum við tvö eða þrjú dauðafæri og hefði það ekki verið ósanngjarnt að vera tvö eða þrjú núll yfir í hálfleik. FH átti síðan sín tækifæri í seinni hálfleik þar sem þeir voru líklega töluvert betri en við en fótboltinn er spilaður í 90 mínútur og verður að spila þangað til dómarinn flautar af. Hvort sem við áttum að vera meira yfir í hálfleik eða ekki þá var þetta opinn og skemmtilegur leikur og dæmi um fótbolta sem hægt er að spila á ágætis grasi sem er líklega það skásta sem við höfum spilað á í sumar“. Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann sæi eitthvað jákvætt í leiknum í dag og hvað þyrfti að gera til að ná leikmönnunum upp á tærnar aftur eftir svona þungt högg. „Ég er ótrúlega stoltur af mínum mönnum, mér fannst þeir frábærir, þeir unnu sína vinnu vel og sýndu að þeir virkilega vilja en síðasta markið gerir mig mjög pirraðan en strákarnir eiga mikið hrós skilið samt sem áður. Ég þarf síðan að brosa framan í þá á morgun og biðja þá afsökunar á látunum í mér eftir leik“.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti