Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Loksins tapaði Grindavík Smári Jökull Jónsson á Grindavíkurvelli skrifar 9. júní 2018 18:45 Vísir/Andri Marínó Grindavík tapaði sínum fyrsta leik í dag síðan í 1.umferð Pepsi-deildarinnar þegar þeir biðu lægri hlut gegn Breiðablik á heimavelli í dag. Sigur Blika var sanngjarn en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Gestirnir byrjuðu betur en heimamenn fengu þó fyrsta færið strax á 2.mínútu. Smám saman róaðist hins vegar yfir leiknum og Grindvíkingar voru þéttir til baka og gáfu fá færi á sér. Undir lok fyrri hálfleiks áttu síðan bæði lið skot í tréverkið á marki andstæðinganna en staðan í hálfleik var þó markalaus. Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af krafti líkt og þann fyrri og Sveinn Aron Guðjohnsen átti skot í stöngina strax í upphafi. Blikar gengu á lagið og voru betri og heimamönnum gekk bölvanlega að halda boltanum og hvað þá skapa sér færi. Á 63.mínútu kom síðan fyrsta markið þegar áðurnefndur Sveinn Aron skoraði gott mark úr teignum framhjá Kristijan Jajalo í marki heimamanna. Sjö mínútum síðar skoraði svo Gísli Eyjólfsson annað mark Blika með skoti fyrir utan teig. Eftir þetta voru Blikar klókir, héldu boltanum ágætlega og voru síðan þéttir til baka og áttu ekki í erfiðleikum með hugmyndasnauðar sóknaraðgerðir Grindvíkinga. Á 89.mínútu fékk Arnþór Ari Atlason síðan sitt annað gula spjald fyrir mótmæli og voru gestirnir vægast sagt ósáttir við þann dóm líkt og kemur fram í viðtali við Ágúst Gylfason þjálfara. En Breiðablik fagnaði góðum sigri og jafnar því Grindavík að stigum í Pepsi-deildinni þegar átta umferðir eru búnar.Af hverju vann Breiðablik? Þeir voru ferskari en heimamenn í dag, sköpuðu sér meira af færum og voru þéttari varnarlega. Sveinn Aron og Gísli Eyjólfsson fóru fyrir þeim í sókninni og hefðu vel getað verið búnir að skora áður en fyrsta markið kom og þá fékk Willum Þór Willumsson algjört dauðafæri í fyrri hálfleiknum. Sóknarleikur Grindavíkur var hægur og fyrirsjáanlegur og þeim gekk erfiðlega að tengja margar sendingar á milli. Blikar voru svo hættulegir í skyndisóknum en bæði mörkin komu eftir slíkar sóknir.Þessir stóðu upp úr: Sveinn Aron kom Blikum á bragðið og var nokkuð duglegur að koma sér í færi. Willum Þór byrjaði frábærlega en það fjaraði aðeins undan hans leik eftir því sem leið á. Gísli var ágætur og þá var Damir Muminovic mjög öflugur í vörninni. Í liði heimamanna átti Jajalo góðar vörslur í markinu og Jón Ingason bjargaði í tvígang á magnaðan hátt þegar Blikar voru við það að skora. Aðrir geta betur.Hvað gekk illa? Grindvíkingar virkuðu frekar þungir og sóknarlega voru þeir einfaldlega slakir. Þeir fengu vissulega einhver færi en Blikar réðu frekar auðveldlega við þeirra aðgerðir.Hvað gerist næst? Grindavík á næst leik gegn Fjölni á útivelli en næsti heimaleikur Suðurnesjapilta er ekki fyrr en um miðjan júlí. Það er leikur sem Grindvíkingar verða að vinna ætli þeir sér að halda í við toppliðin í deildinni. Blikar fá heimaleik gegn Fylki í næstu umferð og vilja eflaust tengja saman tvo sigra eftir dapra stigasöfnun að undanförnu. Fylkismenn mæta fullir sjálfstraust í þann leik eftir öruggan sigur á Keflavík í gær. Ágúst: Menn hljóta að mega segja eitthvað„Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0. Þeir fengu eitthvað en þetta eru frábær þrjú stig,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Blika eftir sigur á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá Breiðablik í deildinni síðan 12.maí en frá þeim sigurleik gegn Keflavík hefur liðið leikið fjóra leiki án þess að vinna. „Við unnum leikinn og það er fyrir öllu og héldum hreinu. Kannski hefðum við getað skorað fleiri en ég er sáttur með leikinn.“ „Vonandi verður þetta áfram jöfn og skemmtileg deild. Við höfum verið í stöðunni sem Grindavík var í núna, að geta slitið okkur aðeins frá liðum fyrir neðan. Við höfum ekki klárað það og þeir ekki heldur í dag. Það lítur út fyrir að þetta verði jafnt í allt sumar.“ Arnþór Ari Atlason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Hvað fannst Ágústi um það? „Hann fékk þetta fyrir að segja „ertu ekki að grínast“ úr fimm metra fjarlægð. Þetta er fyrir litlar sakir og vont fyrir okkur,“ sagði Ágúst og bætti við að honum fyndist alltof hart tekið á þessum málum í deildinni. „Menn eru með tilfinningar og það er kannski búið að brjóta á þeim og þeir hljóta að mega segja eitthvað í fimm sekúndur ef það er ekki eitthvað skelfilegt orðbragð. Ég fatta þetta ekki og leiðinlegt að menn fari í bann fyrir þetta,“ en töluverð umræða hefur verið undanfarið um fjölda spjalda fyrir mótmæli í deildinni í sumar. Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og gæti verið frá í einhvern tíma. „Ég held að hann hafi farið úr axlarlið og sjúkrabíllinn kom og sótti hann. Það er búið að vera mikið um meiðsli og búið að taka hart á okkur og við að súpa seyðið af því.“ Óli Stefán: Við vorum í handbremsu í dagÓli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði Breiðablik hafa unnið sanngjarnan sigur í dag og tók tapið á sig. „Þetta var þungt hjá okkur í dag og mér fannst eins og við værum í handbremsu. Blikarnir voru einfaldlega betri og ferskari og meiri gæði í þeirra leik. Þeir verðskulduðu þennan sigur.“ Eftir að Blikar skoruðu ógnuðu heimamenn lítið og almennt var sóknarleikur þeirra í dag frekar slakur. „Auðvitað er það áhyggjuefni að sóknarleikurinn hafi ekki virkað. Þegar við erum í handbremsu er allt erfitt, hvort sem það er sóknarleikur eða varnarleikur.“ Grindvíkingar voru á toppnum fyrir leikinn í dag og missa toppsætið til Valsmanna eftir sigur Hlíðarendapilta á KA í dag. „Við erum ennþá með þessi 14 stig sem við höfðum fyrir leikinn og vinnum bara í kringum það. Við þurfum að jafna okkur fljótt því okkar bíður erfitt verkefni gegn góðu liði Fjölnis. Fyrst þurfum við að ná áttum, fara vel yfir þennan leik og mæta klárir í næsta leik. Þannig er bara vinnan okkar.“ Juan Manuel Ortiz, sem leikið hefur með Grindavík undanfarin ár, er genginn til liðs við meistaraliðið á Gíbraltar en Óli Stefán er ekkert farinn að spá í að styrkja hópinn þegar glugginn opnar í júlí. „Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Við vinnum saman og það er gaman þá en við töpum líka saman og þá þurfum við að læra hratt. „Þegar er svona þétt spilað skiptir uppleggið á vikunni mjög miklu máli. Hugsanlega hef ég sett aðeins of mikið álag í æfingar þessa vikuna og leikmennirnir voru í handbremsu þess vegna. Þannig að þetta fer á mig,“ sagði Óli Stefán Flóventsson að lokum. Gunnar: Þurfum að hætta að leka mörkum úr skyndisóknumGrindvíkingar á góðri stundu.Vísir/Hanna„Við vorum rosalega stirðir. Ég veit ekki hvort þeir hafi verið búnir að greina okkar leik svona vel eða við ekki spilað nógu vel. Við getum ekki kvartað undan aðstæðum því völlurinn bauð upp á hraðan leik en það vantaði einfaldlega of mikið uppá í dag,“ sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur eftir tapið gegn Blikum í dag. Óli Stefán þjálfari tók tapið á sig og sagði sína menn þreytta eftir of þungar æfingar í vikunni. Voru leikmenn Grindavíkur þreyttir í dag? „Nei, við einfaldlega vorum ekki nógu góðir tæknilega. Það var farið yfir fyrir leik að þeir væru besta skyndisóknarlið deildarinnar. Þeir biðu eftir okkur og sóttu hratt og bæði mörkin koma eftir þannig mistök. Mér finnst þetta mikið skrifast á einstaklingsmistök en upplegg þjálfarans.“ „Þetta er hörkugott lið og engin tilviljun að þeir hafi byrjað af miklum krafti í þessu móti. Þeir sýndu klærnar í dag og eru að fara að vera í toppbaráttunni allt til loka.“ Næst eiga Grindvíkingar leik gegn Fjölni og geta með sigri þar haldið sig í námunda við toppinn. „Við þurfum að byrja á því að hætta að leka mörkum úr skyndisóknum. Þetta er annar eða þriðji leikurinn þar sem við fáum á okkur mörk eftir að hafa misst boltann á öðrum þriðjungi vallarins. Við þurfum að byrja á að stoppa í götin og brjóta skyndisóknir andstæðinganna hraðar niður,“ sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ágúst: Menn hljóta að mega segja eitthvað „Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0." 9. júní 2018 18:22
Grindavík tapaði sínum fyrsta leik í dag síðan í 1.umferð Pepsi-deildarinnar þegar þeir biðu lægri hlut gegn Breiðablik á heimavelli í dag. Sigur Blika var sanngjarn en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Gestirnir byrjuðu betur en heimamenn fengu þó fyrsta færið strax á 2.mínútu. Smám saman róaðist hins vegar yfir leiknum og Grindvíkingar voru þéttir til baka og gáfu fá færi á sér. Undir lok fyrri hálfleiks áttu síðan bæði lið skot í tréverkið á marki andstæðinganna en staðan í hálfleik var þó markalaus. Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af krafti líkt og þann fyrri og Sveinn Aron Guðjohnsen átti skot í stöngina strax í upphafi. Blikar gengu á lagið og voru betri og heimamönnum gekk bölvanlega að halda boltanum og hvað þá skapa sér færi. Á 63.mínútu kom síðan fyrsta markið þegar áðurnefndur Sveinn Aron skoraði gott mark úr teignum framhjá Kristijan Jajalo í marki heimamanna. Sjö mínútum síðar skoraði svo Gísli Eyjólfsson annað mark Blika með skoti fyrir utan teig. Eftir þetta voru Blikar klókir, héldu boltanum ágætlega og voru síðan þéttir til baka og áttu ekki í erfiðleikum með hugmyndasnauðar sóknaraðgerðir Grindvíkinga. Á 89.mínútu fékk Arnþór Ari Atlason síðan sitt annað gula spjald fyrir mótmæli og voru gestirnir vægast sagt ósáttir við þann dóm líkt og kemur fram í viðtali við Ágúst Gylfason þjálfara. En Breiðablik fagnaði góðum sigri og jafnar því Grindavík að stigum í Pepsi-deildinni þegar átta umferðir eru búnar.Af hverju vann Breiðablik? Þeir voru ferskari en heimamenn í dag, sköpuðu sér meira af færum og voru þéttari varnarlega. Sveinn Aron og Gísli Eyjólfsson fóru fyrir þeim í sókninni og hefðu vel getað verið búnir að skora áður en fyrsta markið kom og þá fékk Willum Þór Willumsson algjört dauðafæri í fyrri hálfleiknum. Sóknarleikur Grindavíkur var hægur og fyrirsjáanlegur og þeim gekk erfiðlega að tengja margar sendingar á milli. Blikar voru svo hættulegir í skyndisóknum en bæði mörkin komu eftir slíkar sóknir.Þessir stóðu upp úr: Sveinn Aron kom Blikum á bragðið og var nokkuð duglegur að koma sér í færi. Willum Þór byrjaði frábærlega en það fjaraði aðeins undan hans leik eftir því sem leið á. Gísli var ágætur og þá var Damir Muminovic mjög öflugur í vörninni. Í liði heimamanna átti Jajalo góðar vörslur í markinu og Jón Ingason bjargaði í tvígang á magnaðan hátt þegar Blikar voru við það að skora. Aðrir geta betur.Hvað gekk illa? Grindvíkingar virkuðu frekar þungir og sóknarlega voru þeir einfaldlega slakir. Þeir fengu vissulega einhver færi en Blikar réðu frekar auðveldlega við þeirra aðgerðir.Hvað gerist næst? Grindavík á næst leik gegn Fjölni á útivelli en næsti heimaleikur Suðurnesjapilta er ekki fyrr en um miðjan júlí. Það er leikur sem Grindvíkingar verða að vinna ætli þeir sér að halda í við toppliðin í deildinni. Blikar fá heimaleik gegn Fylki í næstu umferð og vilja eflaust tengja saman tvo sigra eftir dapra stigasöfnun að undanförnu. Fylkismenn mæta fullir sjálfstraust í þann leik eftir öruggan sigur á Keflavík í gær. Ágúst: Menn hljóta að mega segja eitthvað„Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0. Þeir fengu eitthvað en þetta eru frábær þrjú stig,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Blika eftir sigur á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá Breiðablik í deildinni síðan 12.maí en frá þeim sigurleik gegn Keflavík hefur liðið leikið fjóra leiki án þess að vinna. „Við unnum leikinn og það er fyrir öllu og héldum hreinu. Kannski hefðum við getað skorað fleiri en ég er sáttur með leikinn.“ „Vonandi verður þetta áfram jöfn og skemmtileg deild. Við höfum verið í stöðunni sem Grindavík var í núna, að geta slitið okkur aðeins frá liðum fyrir neðan. Við höfum ekki klárað það og þeir ekki heldur í dag. Það lítur út fyrir að þetta verði jafnt í allt sumar.“ Arnþór Ari Atlason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Hvað fannst Ágústi um það? „Hann fékk þetta fyrir að segja „ertu ekki að grínast“ úr fimm metra fjarlægð. Þetta er fyrir litlar sakir og vont fyrir okkur,“ sagði Ágúst og bætti við að honum fyndist alltof hart tekið á þessum málum í deildinni. „Menn eru með tilfinningar og það er kannski búið að brjóta á þeim og þeir hljóta að mega segja eitthvað í fimm sekúndur ef það er ekki eitthvað skelfilegt orðbragð. Ég fatta þetta ekki og leiðinlegt að menn fari í bann fyrir þetta,“ en töluverð umræða hefur verið undanfarið um fjölda spjalda fyrir mótmæli í deildinni í sumar. Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og gæti verið frá í einhvern tíma. „Ég held að hann hafi farið úr axlarlið og sjúkrabíllinn kom og sótti hann. Það er búið að vera mikið um meiðsli og búið að taka hart á okkur og við að súpa seyðið af því.“ Óli Stefán: Við vorum í handbremsu í dagÓli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði Breiðablik hafa unnið sanngjarnan sigur í dag og tók tapið á sig. „Þetta var þungt hjá okkur í dag og mér fannst eins og við værum í handbremsu. Blikarnir voru einfaldlega betri og ferskari og meiri gæði í þeirra leik. Þeir verðskulduðu þennan sigur.“ Eftir að Blikar skoruðu ógnuðu heimamenn lítið og almennt var sóknarleikur þeirra í dag frekar slakur. „Auðvitað er það áhyggjuefni að sóknarleikurinn hafi ekki virkað. Þegar við erum í handbremsu er allt erfitt, hvort sem það er sóknarleikur eða varnarleikur.“ Grindvíkingar voru á toppnum fyrir leikinn í dag og missa toppsætið til Valsmanna eftir sigur Hlíðarendapilta á KA í dag. „Við erum ennþá með þessi 14 stig sem við höfðum fyrir leikinn og vinnum bara í kringum það. Við þurfum að jafna okkur fljótt því okkar bíður erfitt verkefni gegn góðu liði Fjölnis. Fyrst þurfum við að ná áttum, fara vel yfir þennan leik og mæta klárir í næsta leik. Þannig er bara vinnan okkar.“ Juan Manuel Ortiz, sem leikið hefur með Grindavík undanfarin ár, er genginn til liðs við meistaraliðið á Gíbraltar en Óli Stefán er ekkert farinn að spá í að styrkja hópinn þegar glugginn opnar í júlí. „Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Við vinnum saman og það er gaman þá en við töpum líka saman og þá þurfum við að læra hratt. „Þegar er svona þétt spilað skiptir uppleggið á vikunni mjög miklu máli. Hugsanlega hef ég sett aðeins of mikið álag í æfingar þessa vikuna og leikmennirnir voru í handbremsu þess vegna. Þannig að þetta fer á mig,“ sagði Óli Stefán Flóventsson að lokum. Gunnar: Þurfum að hætta að leka mörkum úr skyndisóknumGrindvíkingar á góðri stundu.Vísir/Hanna„Við vorum rosalega stirðir. Ég veit ekki hvort þeir hafi verið búnir að greina okkar leik svona vel eða við ekki spilað nógu vel. Við getum ekki kvartað undan aðstæðum því völlurinn bauð upp á hraðan leik en það vantaði einfaldlega of mikið uppá í dag,“ sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur eftir tapið gegn Blikum í dag. Óli Stefán þjálfari tók tapið á sig og sagði sína menn þreytta eftir of þungar æfingar í vikunni. Voru leikmenn Grindavíkur þreyttir í dag? „Nei, við einfaldlega vorum ekki nógu góðir tæknilega. Það var farið yfir fyrir leik að þeir væru besta skyndisóknarlið deildarinnar. Þeir biðu eftir okkur og sóttu hratt og bæði mörkin koma eftir þannig mistök. Mér finnst þetta mikið skrifast á einstaklingsmistök en upplegg þjálfarans.“ „Þetta er hörkugott lið og engin tilviljun að þeir hafi byrjað af miklum krafti í þessu móti. Þeir sýndu klærnar í dag og eru að fara að vera í toppbaráttunni allt til loka.“ Næst eiga Grindvíkingar leik gegn Fjölni og geta með sigri þar haldið sig í námunda við toppinn. „Við þurfum að byrja á því að hætta að leka mörkum úr skyndisóknum. Þetta er annar eða þriðji leikurinn þar sem við fáum á okkur mörk eftir að hafa misst boltann á öðrum þriðjungi vallarins. Við þurfum að byrja á að stoppa í götin og brjóta skyndisóknir andstæðinganna hraðar niður,“ sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ágúst: Menn hljóta að mega segja eitthvað „Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0." 9. júní 2018 18:22
Ágúst: Menn hljóta að mega segja eitthvað „Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0." 9. júní 2018 18:22
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti