Svona var Ísland í augum 60 mínútna árið 1976 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2018 11:25 Margt hefur breyst frá því að Rather kom til landsins, en sumt ekki. Mynd/Samsett Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið. Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan, kemur glöggt í ljós að það er margt sem kemur fréttamanni spánskt fyrir sjónir. Ekki síst þegar hann reynir að gefa leigubílstjóra þjórfé. „Hvað meinarðu með nei. Þetta er þjórfé fyrir þig.“ „Nei, við tökum ekki við þjórfé,“ sagði leigubílsjórinn við Rather og skilaði seðlinum. Nokkrum tíma er varið í að útskýra nafnahefð Íslendinga sem reyndist meðal annars viðmælenda Rather, Jóni Hermannssyni, nokkuð erfitt að útskýra. Stiklað er á stóru í innslaginu og meðal annars farið yfir sögu þorskastríðanna, eldgossins í Heimaey auk þess sem að Ívar Guðmundsson, þáverandi ræðismaður Íslands í New York, ræddi stuttlega um fyrirætlanir Íslendinga um að flytja rafmagn til erlendra ríkja í gegnum gervihnetti. Þá fjallar Rather einnig um vinnusemi íslenskra unglinga sem og drykkju þeirra en svo virðist sem að tökuliðið hafi litið við á unglingaball á skólalóð Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem virðist vera talsvert um unglingadrykkju. Aftur er rætt við Jón sem segir að vissulega hafi foreldrar áhyggjur unglingadrykku en vandamálið hafi verið viðvarandi og svo virðist sem að lítill áhugi sé fyrir því að gera eitthvað til að stemma stigu við vandann. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Iceland in 1976 ... truth & fiction (this Broadcast was Banned in Iceland, I wonder why) from Cinecycle on Vimeo. Einu sinni var... Þorskastríðin Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið. Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan, kemur glöggt í ljós að það er margt sem kemur fréttamanni spánskt fyrir sjónir. Ekki síst þegar hann reynir að gefa leigubílstjóra þjórfé. „Hvað meinarðu með nei. Þetta er þjórfé fyrir þig.“ „Nei, við tökum ekki við þjórfé,“ sagði leigubílsjórinn við Rather og skilaði seðlinum. Nokkrum tíma er varið í að útskýra nafnahefð Íslendinga sem reyndist meðal annars viðmælenda Rather, Jóni Hermannssyni, nokkuð erfitt að útskýra. Stiklað er á stóru í innslaginu og meðal annars farið yfir sögu þorskastríðanna, eldgossins í Heimaey auk þess sem að Ívar Guðmundsson, þáverandi ræðismaður Íslands í New York, ræddi stuttlega um fyrirætlanir Íslendinga um að flytja rafmagn til erlendra ríkja í gegnum gervihnetti. Þá fjallar Rather einnig um vinnusemi íslenskra unglinga sem og drykkju þeirra en svo virðist sem að tökuliðið hafi litið við á unglingaball á skólalóð Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem virðist vera talsvert um unglingadrykkju. Aftur er rætt við Jón sem segir að vissulega hafi foreldrar áhyggjur unglingadrykku en vandamálið hafi verið viðvarandi og svo virðist sem að lítill áhugi sé fyrir því að gera eitthvað til að stemma stigu við vandann. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Iceland in 1976 ... truth & fiction (this Broadcast was Banned in Iceland, I wonder why) from Cinecycle on Vimeo.
Einu sinni var... Þorskastríðin Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira