Rambó skellir sér í skautbúning Þórarinn Þórarinsson skrifar 31. maí 2018 10:30 Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökumaður og Halldóra Geirharðsdóttir aðalleikkona við tökur myndarinnar. Skurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson sagði við í viðtali um Kona sem fer í stríð á Fréttablaðið.is í gær að boðskapur myndarinnar „hitti mann bara beint í hjartað“. Engin ástæða er til þess að rengja lækninn, sem þekktur er fyrir að fara sínum fimu fingrum með hnífinn að hjartarótum, í þessum efnum. Kona sem fer í stríð er gersamlega heillandi, vandlega slípaður lítill demantur. Svo hlaðinn ást, mennsku og hlýju að mann kennir dálítið til í hjartanu þegar maður horfir á hana. Halldóra Geirharðsdóttir leikur kórstjórann Höllu. Tæplega fimmtuga konu sem býr ein í Reykjavík. Hún lifir þó tvöföldu lífi og undir virðulegu yfirbragði kórstjórans leynist „hryðjuverkamaður“ sem leggur allt í sölurnar til verndar náttúrunni. Þegar hún er ekki að æfa kórinn sinn fer hún um landið og slær út rafmagni hjá álverum og annarri stóriðju. Með þessum skærum ætlar hún að grafa svo undan trausti útlendra stóriðjurisa á Íslandi sem virkjunarkosti. Þessari einnar konu hersveit gengur svo val að takmarkið er innan seilingar. Kínverskir fjárfestar eru að missa þolinmæðina á meðan ríkisstjórnin skelfur og lögreglan er ráðþrota. Efnahagslegar afleiðingar náttúruhernaðar Höllu, eða Fjallkonunnar eins og hún kallar sig, eru neikvæðar. Lánshæfismat landsins er á leið í ruslflokk, verðhækkanir eru yfirvofandi og hluti almennings kann terroristanum litlar þakkir. Þessi hagsmunaárekstur náttúrunnar og efnahags er settur fram í mátulega kómísku ljósi en kristallar í raun alla umræðu um stóriðju á Íslandi þar sem á takast sjónarmið þeirra sem einblína á stundarhagsmuni og svo þeirra sem taka ekki í mál að færa óafturkræfar fórnir og leggja náttúru landsins undir í fjárhættuspili um skyndigróða. Mitt í öllum ósköpunum setja örlögin strik í „stríðsrekstur“ Fjallkonunnar sem fær óvænt tækifæri til þess að láta gamlan draum um að verða móðir rætast þegar henni býðst að ættleiða lita stúlku frá Úkraínu. Er baráttan fyrir náttúrunni þess virði að hún fórni öllu?Töframaðurinn Benedikt Benedikt Erlingsson er einhvers konar alhliða séní þegar kemur að sviðslistum og kvikmyndum. Hann sýndi vald sitt á kvikmyndinni með Hross í oss og Kona fer í stríð er þéttur blómvöndur í hnappagat hans. Handritið er vitaskuld alltaf frumforsenda góðrar bíómyndar og handrit hans og Ólafs Egilssonar er listaverk í sjálfu sér. Sérlega vel pælt og svo vel slípað að frekar einföld sagan springur út í risastóra sögu sem snertir okkur öll. Kvikmyndataka Bergsteins Björgúlfssonar er mögnuð, eins og við var að búast og myndmálið allt svo fallegt og merkingarþrungið að mann sundlar á köflum. Tónlistin er dásamleg og fléttað saman við söguna af ákveðnu hugrekki en um leið hugkvæmni þannig að hún verður beinlínis virkur þátttakandi í sögunni. Plássfrek og skemmtileg persóna.Halldóra Geirharðsdóttir og Benedikt Erlingsson í Cannes. Halldóra fer með himinskautum fram og aftur um allan skala mannlegra tilfinninga í hlutverki umhverfisterroristans Höllu. Benedikt Erlingsson er upp á sitt besta og spilar á tilfinningar áhorfenda eins og hörpu.Semaine de la critiqueHalldóru þáttur Geirharðsdóttur Halldóra Geirharðsdóttir er frábær leikkona en sennilega er hún að toppa sjálfa sig í myndinni sem þegar upp er staðið hvílir fyrst og fremst á herðum hennar. Hún dansar fimlega allan tilfinningaskalann. Er í senn harmræn, fyndin, grimm, sterk, veik og hlý. Halla er sem sagt í meðförum hennar algerlega ekta persóna. Margbrotin manneskja eins og við erum öll. Jóhann Sigurðarson og Jörundur Ragnarsson eru í mikilvægustu aukahlutverkunum og skila sína með sóma. Jörundur getur leikið taugahrúgur blindandi og Jóhann er bara kletturinn sem hann er. Þéttur á velli og fjalltraustur í hlutverki bónda sem ann náttúrunni og kann að lifa af landinu gnæfir hann eins og fulltrúi horfinna kynslóða, Íslendingsins sem þurfti að finna jafnvægið í samlífi manns og náttúru. Heillandi persóna í hráum hlýleika sínum.Rambó í skautbúningi Saga Höllu er alvarleg, átakanleg á köflum, en húmorinn er aldrei langt undan þótt hann sé lágstemmdur. Og þótt konan sé í stríði þá er enginn djöfulgangur þar á ferðinni. Breytir því þó ekki að þegar Fjallkonan er hundelt af lögreglu, þyrlum og drónum úti í náttúrunni þá reikar hugurinn aftur til uppgjafahermannsins Rambó í First Blood 1982. Berskjölduð á berangri notar Halla náttúruna bæði sem vopn og skjól. Alveg sérstaklega skemmtilegur og spennandi kafli. Samt eins og myndin öll laus við tilgerð, stæla og oflæti. Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. Niðurstaða: Ofboðslega falleg kvikmynd þar sem heillandi myndmál, frábær leikur, falleg saga, meitlað handrit og mergjuð notkun tónlistar renna saman í náttúruafl sem Benedikt Erlingsson virkjar með einhverjum óræðum galdri. Kona sem fer í stríð er lítið, krúttlegt náttúruafl. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Líður þegar eins og sigurvegara Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hefur fengið geggjaðar móttökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn segir að sér líði þegar eins og sigurvegara. 16. maí 2018 06:00 Kona fer í stríð til styrktar náttúruverndarsamtökum Leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð segir að flestir náttúruverndarsinnar geti sett sig í spor aðalsöguhetjunnar. Gríðarleg eftirspurn sé eftir kvikmyndinni um allan heim. Í kvöld verður haldin sérstök styrktarsýning í Háskólabíó og rennur ágóði hennar til náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi. 30. maí 2018 12:00 Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna á Critic's Week í Cannes í dag. 16. maí 2018 18:51 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Skurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson sagði við í viðtali um Kona sem fer í stríð á Fréttablaðið.is í gær að boðskapur myndarinnar „hitti mann bara beint í hjartað“. Engin ástæða er til þess að rengja lækninn, sem þekktur er fyrir að fara sínum fimu fingrum með hnífinn að hjartarótum, í þessum efnum. Kona sem fer í stríð er gersamlega heillandi, vandlega slípaður lítill demantur. Svo hlaðinn ást, mennsku og hlýju að mann kennir dálítið til í hjartanu þegar maður horfir á hana. Halldóra Geirharðsdóttir leikur kórstjórann Höllu. Tæplega fimmtuga konu sem býr ein í Reykjavík. Hún lifir þó tvöföldu lífi og undir virðulegu yfirbragði kórstjórans leynist „hryðjuverkamaður“ sem leggur allt í sölurnar til verndar náttúrunni. Þegar hún er ekki að æfa kórinn sinn fer hún um landið og slær út rafmagni hjá álverum og annarri stóriðju. Með þessum skærum ætlar hún að grafa svo undan trausti útlendra stóriðjurisa á Íslandi sem virkjunarkosti. Þessari einnar konu hersveit gengur svo val að takmarkið er innan seilingar. Kínverskir fjárfestar eru að missa þolinmæðina á meðan ríkisstjórnin skelfur og lögreglan er ráðþrota. Efnahagslegar afleiðingar náttúruhernaðar Höllu, eða Fjallkonunnar eins og hún kallar sig, eru neikvæðar. Lánshæfismat landsins er á leið í ruslflokk, verðhækkanir eru yfirvofandi og hluti almennings kann terroristanum litlar þakkir. Þessi hagsmunaárekstur náttúrunnar og efnahags er settur fram í mátulega kómísku ljósi en kristallar í raun alla umræðu um stóriðju á Íslandi þar sem á takast sjónarmið þeirra sem einblína á stundarhagsmuni og svo þeirra sem taka ekki í mál að færa óafturkræfar fórnir og leggja náttúru landsins undir í fjárhættuspili um skyndigróða. Mitt í öllum ósköpunum setja örlögin strik í „stríðsrekstur“ Fjallkonunnar sem fær óvænt tækifæri til þess að láta gamlan draum um að verða móðir rætast þegar henni býðst að ættleiða lita stúlku frá Úkraínu. Er baráttan fyrir náttúrunni þess virði að hún fórni öllu?Töframaðurinn Benedikt Benedikt Erlingsson er einhvers konar alhliða séní þegar kemur að sviðslistum og kvikmyndum. Hann sýndi vald sitt á kvikmyndinni með Hross í oss og Kona fer í stríð er þéttur blómvöndur í hnappagat hans. Handritið er vitaskuld alltaf frumforsenda góðrar bíómyndar og handrit hans og Ólafs Egilssonar er listaverk í sjálfu sér. Sérlega vel pælt og svo vel slípað að frekar einföld sagan springur út í risastóra sögu sem snertir okkur öll. Kvikmyndataka Bergsteins Björgúlfssonar er mögnuð, eins og við var að búast og myndmálið allt svo fallegt og merkingarþrungið að mann sundlar á köflum. Tónlistin er dásamleg og fléttað saman við söguna af ákveðnu hugrekki en um leið hugkvæmni þannig að hún verður beinlínis virkur þátttakandi í sögunni. Plássfrek og skemmtileg persóna.Halldóra Geirharðsdóttir og Benedikt Erlingsson í Cannes. Halldóra fer með himinskautum fram og aftur um allan skala mannlegra tilfinninga í hlutverki umhverfisterroristans Höllu. Benedikt Erlingsson er upp á sitt besta og spilar á tilfinningar áhorfenda eins og hörpu.Semaine de la critiqueHalldóru þáttur Geirharðsdóttur Halldóra Geirharðsdóttir er frábær leikkona en sennilega er hún að toppa sjálfa sig í myndinni sem þegar upp er staðið hvílir fyrst og fremst á herðum hennar. Hún dansar fimlega allan tilfinningaskalann. Er í senn harmræn, fyndin, grimm, sterk, veik og hlý. Halla er sem sagt í meðförum hennar algerlega ekta persóna. Margbrotin manneskja eins og við erum öll. Jóhann Sigurðarson og Jörundur Ragnarsson eru í mikilvægustu aukahlutverkunum og skila sína með sóma. Jörundur getur leikið taugahrúgur blindandi og Jóhann er bara kletturinn sem hann er. Þéttur á velli og fjalltraustur í hlutverki bónda sem ann náttúrunni og kann að lifa af landinu gnæfir hann eins og fulltrúi horfinna kynslóða, Íslendingsins sem þurfti að finna jafnvægið í samlífi manns og náttúru. Heillandi persóna í hráum hlýleika sínum.Rambó í skautbúningi Saga Höllu er alvarleg, átakanleg á köflum, en húmorinn er aldrei langt undan þótt hann sé lágstemmdur. Og þótt konan sé í stríði þá er enginn djöfulgangur þar á ferðinni. Breytir því þó ekki að þegar Fjallkonan er hundelt af lögreglu, þyrlum og drónum úti í náttúrunni þá reikar hugurinn aftur til uppgjafahermannsins Rambó í First Blood 1982. Berskjölduð á berangri notar Halla náttúruna bæði sem vopn og skjól. Alveg sérstaklega skemmtilegur og spennandi kafli. Samt eins og myndin öll laus við tilgerð, stæla og oflæti. Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. Niðurstaða: Ofboðslega falleg kvikmynd þar sem heillandi myndmál, frábær leikur, falleg saga, meitlað handrit og mergjuð notkun tónlistar renna saman í náttúruafl sem Benedikt Erlingsson virkjar með einhverjum óræðum galdri. Kona sem fer í stríð er lítið, krúttlegt náttúruafl.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Líður þegar eins og sigurvegara Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hefur fengið geggjaðar móttökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn segir að sér líði þegar eins og sigurvegara. 16. maí 2018 06:00 Kona fer í stríð til styrktar náttúruverndarsamtökum Leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð segir að flestir náttúruverndarsinnar geti sett sig í spor aðalsöguhetjunnar. Gríðarleg eftirspurn sé eftir kvikmyndinni um allan heim. Í kvöld verður haldin sérstök styrktarsýning í Háskólabíó og rennur ágóði hennar til náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi. 30. maí 2018 12:00 Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna á Critic's Week í Cannes í dag. 16. maí 2018 18:51 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Líður þegar eins og sigurvegara Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hefur fengið geggjaðar móttökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn segir að sér líði þegar eins og sigurvegara. 16. maí 2018 06:00
Kona fer í stríð til styrktar náttúruverndarsamtökum Leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð segir að flestir náttúruverndarsinnar geti sett sig í spor aðalsöguhetjunnar. Gríðarleg eftirspurn sé eftir kvikmyndinni um allan heim. Í kvöld verður haldin sérstök styrktarsýning í Háskólabíó og rennur ágóði hennar til náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi. 30. maí 2018 12:00
Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna á Critic's Week í Cannes í dag. 16. maí 2018 18:51