Torres kvaddi með tveimur mörkum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2018 18:20 Torres kvaddi stuðningsmenn Atletico í kvöld vísir/getty Fernando Torres kvaddi uppeldisfélagið Atletico Madrid með tveimur mörkum í jafntefli gegn Eibar á heimavelli í lokaleik Atletico í La Liga þennan veturinn. Torres gaf það út fyrr í vetur að hann ætlaði að leita á önnur mið eftir tímabilið eftir að hafa snúið heim árið 2015. Hann skoraði bæði mörk Atletico í 2-2 jafnteflinu í kvöld. Leikmenn Atletico þurftu að leika tíu á móti ellefu síðustu þrjátíu mínúturnar eftir að Lucas fékk sitt annað gula spjald og var rekinn af velli. Úrslitin skiptu þó litlu máli, hver sem þau hefðu orðið var annað sætið alltaf öruggt í höndum Atletico eftir jafntefli Real Madrid í gær..@Torres: Man of the Match - @Atleti vs Eibar Rating 8.20 Goals 2 Shots 4 Aerial Duels Won 4 Dribbles 2 A fitting send off to an Atletico legend pic.twitter.com/JdI1wuvTYe— WhoScored.com (@WhoScored) May 20, 2018 Spænski boltinn
Fernando Torres kvaddi uppeldisfélagið Atletico Madrid með tveimur mörkum í jafntefli gegn Eibar á heimavelli í lokaleik Atletico í La Liga þennan veturinn. Torres gaf það út fyrr í vetur að hann ætlaði að leita á önnur mið eftir tímabilið eftir að hafa snúið heim árið 2015. Hann skoraði bæði mörk Atletico í 2-2 jafnteflinu í kvöld. Leikmenn Atletico þurftu að leika tíu á móti ellefu síðustu þrjátíu mínúturnar eftir að Lucas fékk sitt annað gula spjald og var rekinn af velli. Úrslitin skiptu þó litlu máli, hver sem þau hefðu orðið var annað sætið alltaf öruggt í höndum Atletico eftir jafntefli Real Madrid í gær..@Torres: Man of the Match - @Atleti vs Eibar Rating 8.20 Goals 2 Shots 4 Aerial Duels Won 4 Dribbles 2 A fitting send off to an Atletico legend pic.twitter.com/JdI1wuvTYe— WhoScored.com (@WhoScored) May 20, 2018
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti